Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 28

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 28
28 1. október 2005 LAUGARDAGUR Verksmiðjan við Nýlendu-götu lætur lítið yfir sér ogfellur vel inn í íbúabyggð- ina í hverfinu. Engin skilti gefa til kynna hvurslags starfsemi fer fram innan dyra, enginn reyk- háfur stendur upp úr húsinu líkt og á sumum verksmiðjum. Það er eins og tíminn leiki á mann þegar inn er komið enda er þar flest með svipuðum hætti og var þegar framleiðslan hófst fyrir næstum hálfri öld. Það er líka ástæðulaust að breyta því sem gott er og það á vel við um Royal, hvort sem litið er til vörunnar sjálfrar, framleiðsluhátta eða um- búða. Agnar Ludvigsson stórkaup- maður hóf innflutning á Royal vörunum 1941 og náðu þær fljót- lega góðri fótfestu á íslenskum markaði. Þá þegar voru þær út- breiddar um allan heim, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þær eru upprunnar. Aðstæður í samfélaginu urðu þess valdandi að Agnar hóf fram- leiðslu Royal varanna á Íslandi upp úr 1955 og hefur fátt breyst þó Umboðs- og heildverzlun John Lindsay hafi keypt starfsemina fyrir áratug. The Royal family Starfsfólk Royal verksmiðjunnar er fámennur en samhentur hópur. Í gamni kalla þau sig The Royal family og má því segja að við Ný- lendugötu starfi hin eiginlega ís- lenska konungsfjölskylda. Hand- tökin eru fumlaus og við færi- bandið er spjallað um heima og geima í takt við malið í vélunum. Royal vörurnar sem seldar eru á Íslandi eru tvenns konar. Annars vegar lyftiduftið sem þekkist svo vel af einstæðum umbúðunum og hins vegar skyndibúðingarnir sem fást í fimm bragðtegundum. Hvort tveggja nýtur mikilla vin- sælda og þrátt fyrir stóraukið framboð á bökunarvörum, tilbún- um kökublöndum og eftirréttum hafa þær bæði staðist tímans tönn og samkeppnina. Ekki er að merkja á framleiðsl- unni að dregið hafi úr bakstri á ís- lenskum heimilum líkt og ætla mætti. Af færibandinu á Nýlendu- götu streyma jafn margar dósir af lyftidufti og fyrir áratug. Bragðbetri og fallegri Þegar saga Royal á Íslandi er skoðuð má glögglega sjá breyting- arnar sem orðið hafa á blaðaaug- lýsingum. Fyrirsögn þessarar greinar, „Það má ætíð treysta Royal“ er fengin að láni úr einni slíkri en allt frá upphafi hefur mikið verið gert með gæði vör- unnar í auglýsingum. „Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyfti- dufti er notuð“ er texti sem eitt sinn var notaður. „Þér þarfnist þess í sérhvern bakstur“ var sagt um lyftiduftið í annarri auglýs- ingu og í enn annarri sagði: „Vandlát húsmóðir notar Royal lyftiduft í páskabaksturinn.“ Svipaða sögu er að segja af búðingunum, þeir hafa verið aug- lýstir með afar persónulegum hætti og áhersla lögð á gæði og hve fljótlegt er að laga þá. „Heimilisfólk yðar og gestir njóta gæðanna“ segir í einni aug- lýsingunni. „Royal skyndibúðing- arnir – ávallt fremstir – engin suða“ er dæmi um aðra og enn önnur hljóðar svo: „Köldu Royal búðingarnir eru ljúffengasti eftirmatur sem völ er á. Svo auð- velt er að matreiða þá, að ekki þarf annað en hræra innihaldi pakkans saman við kalda mjólk og er búðingurinn þá tilbúinn til framreiðslu. Reynið Royal búð- ingana og þér verðið ekki fyrir vonbrigðum.“ Vinsæl brúðargjöf Sem vænta má er það helst fólk sem hyggur á bakstur sem kaupir Royal lyftiduft. Það kann því að koma á óvart að eigendur Royal á Íslandi hafa orðið þess varir að lyftiduftið er orðin vinsæl brúðar- gjöf. Þykir ekkert heimili geta án þess verið og er það kannski merki um ráðdeild, myndarskap og staðfestu þegar lyftiduftsdós er að finna í eldhúsinu. Burt séð frá innihaldinu hafa umbúðir Royal lyftiduftsins fyrir löngu öðlast sess meðal þjóðarinn- ar og þykja þær gott dæmi um góða og klassíska hönnun. Fátt í markaðssamfélaginu hefur hald- ist óbreytt í áratugi enda auglýs- inga- og ímyndarfræðingar ötulir við að benda á að nýir tímar kalli á nýtt útlit. Royal lyftiduftið hefur verið í eins umbúðum um langt árabil og fullyrða framleið- endurnir að því verði ekki breytt. Landsmenn geta því áfram gengið að rauðu og hvítu dósunum vísum í hillum verslana vítt og breitt um landið. ROYAL LYFTIDUFT Í ROYAL ALBERT HALL Stuðmenn klæddust djúpbláum göllum á hljómleikum sínum í Lundúnum á vordögum og báru merki Royal lyftidufts á bakinu. Fullkominn árangur Royal lyftiduft er notað af mörgum milljónum húsmæðra um allan heim. Það veitir fullkominn árang- ur við hvers konar bakstur, svo sem: kökur alls konar og brauð, vöflur, mótkökur, tertur, kex o.fl. Sérfræðingar í kökugerð álíta, að árangurinn af heimabakstrinum sé mikið undir því kominn, að góð tegund sé notuð af lyftidufti. Royal lyftiduft fæst nú í verslunum í smekklegum og vel þéttum um- búðum. Úr uppskriftabæklingi Royal sem kom út um miðja síðustu öld. KONUNGLEGA FJÖLSKYLDAN Á ÍSLANDI Sigrún Torfadóttir og Sigurbjörg Elín Sigurbjörnsdóttir sitja við færibandið og stinga pokum með Royal búðingi með súkkulaðibragði í pakka. Jónína Flosadóttir raðar þeim í kassa og Svanur Ólafsson límir fyrir. Royal lyftiduft og Royal skyndibú›ingar hafa fylgt íslenskri fljó› í hartnær 65 ár. Framlei›sla og pökkun fer fram í litlu verksmi›juhúsi vi› N‡lendugötu í Reykjavík og fást vörurnar í flestum matvöruverslunum landsins. Björn fiór Sigbjörnsson heimsótti Royal og kynnti sér söguna. Það má ætíð treysta Royal

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.