Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 29

Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 29
HAUSTIÐ ER KOMIÐ Hvað þarf í bílinn? BLS. 2 [ FÓTBOLTAFERÐIRÓlýsanleg stemning BLS. 4 SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Frjáls íbúðalán vextir 100 % veð set nin gar hlu tfa ll Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 1. október, 274. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.36 13.17 18.57 AKUREYRI 7.23 13.02 18.40 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ragnhildur Anna Jónsdóttir var ekk- ert að flýta sér að taka bílprófið en þó kom að því fyrir tveimur árum. „Þarf ég nokkuð að bakka fyrir ljósmyndar- ann?“ spyr Ragnhildur hlæjandi þegar hún er beðin að sýna bílinn sinn. Svo reyndist það auðvitað ekkert vandamál. Hún á þennan fína Toyota rafbíl sem hún segir mjög góðan fyrir byrjendur. Segir ökukennarann hafa mælt með þannig bíl því útsýnið úr honum væri svo gott. „Það er líka alveg rétt hjá honum. Ég sit svo hátt og er svo örugg og fín í umferðinni.“ Hún kveðst hafa alla sína bílavisku úr öku- kennaranum og því ætli hún líka að fara að ráðum hans og skipta um bíl á tveggja ára fresti. „Ég hlýði öllu sem mér er sagt að gera,“ segir hún og trúir okkur fyrir því að hún sé búin að sjá einn sem henni lítist vel á. Það er BMW jeppi. „Það er svona draumurinn en ég á alveg eftir að prufa hann,“ segir hún og heldur áfram. „Er búin að vera á leiðinni í umboðið í allt sumar og reyndar fór ég einu sinni á laugardegi snemma í ágúst. Þá stóð á hurðinni. „Lokað alla laugardaga til 13. ágúst.“ Síðan hef ég ekki séð mér fært að mæta þangað aftur og vinkona mín sem gerir stöðugt grín að mér spáir því að þetta ár líði áður en ég kem því í framkvæmd.“ Gamli bíllinn er þó ekki beinlínis útslit- inn því hann er ekki keyrður nema 10 þús- und kílómetra. „Ég hef aldrei keyrt hann lengra en upp í Grafarvog í norður og Hafn- arfjörð í suður, yfirleitt er ég ein í honum og aldrei hefur verið reykt í bílnum. Þó vil ég taka það fram að hann fór upp í sveit um daginn – ég var ekki við stýrið – og þá snertu hjólin í fyrsta skipti möl. Þetta er eiginlega kornabarn.“ gun@frettabladid.is fietta er eiginlega kornabarn Swapmeet-skiptimarkaður Sniglanna byrjar klukkan 14 í dag á Eldshöfða18. Að því loknu verður haldið skemmti- kvöld, sannkallað Sniglaball. Skiptimarkað- urinn sem og Sniglaball- ið er opið öllum. Toyota ráðgerir að fjárfesta fyr- ir um 15 milljónir evra í stækk- un dreifingarstöðvar fyrir evr- ópskan markað sem staðsett er í Diest í Belgíu. Með þessari stækkun hyggst Toyota tryggja enn frekar ör- ugga afhendingu á vara- og aukahlutum fyrir Toyota í Evr- ópu í takt við aukna sölu á næstu árum. Ferðaskrifstofur eru nú marg- ar hverjar með tilboð og af- slætti á utanlandsferðum. Ódýrara er á sólarströndina þar sem boðið er upp á tvo fyrir einn. Tilboðin eru ýmislegt, bæði í borgarferðir og í sólar- landaferðir og því um að gera að kynna sér málið. Fyrstir koma fyrstir fá. Ragnhildur segir hjólin á bílnum aðeins einu sinni hafa snert möl. Það var nýlega þegar hún fór upp í sveit en sjálf var hún ekki við stýrið. LIGGUR Í LOFTINU [ BÍLAR OG FERÐIR ] KRÍLIN Mér skilst að pabbi hafi líka fengið slæma umsögn á mínum aldri! SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. ]

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.