Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 31
3LAUGARDAGUR 1. október 2005
Hyundai Getz kom nýr á markað
síðla árs 2002 og hefur síðan selst í
meira en 550 þúsund eintökum.
Hann er því orðinn einn söluhæsti
bíllinn frá Hyundai í Evrópu, enda
markaði tilurð hans sókn Hyundai
inn á þann markað.
Á bílasýningunni í Frankfurt á
dögunum var kynnt ný útgáfa af
bílnum sem væntanleg er hingað til
lands í nóvember. Farið er varlega í
breytingar á heildarsvip bílsins en
þær breytingar sem gerðar eru
miða að því að ná fram stílhreinni
og sportlegri áhrifum, auk þess
sem mismunandi útfærslur í inn-
réttingu bílsins er ætlað að höfða
sérstaklega til ungs fólks. Nýi
Getzinn verður þannig fáanlegur
með annað hvort rauðri eða blárri
innréttingu auk þeirrar stöðluðu.
Þá hefur innanrýmið fengið stíl-
færðara yfirbragð með álburstaðri
áferð á miðju mælaborðsins ásamt
nýrri hönnun á stýri, gírhnúð og
mæli- og stjórntækjum.
Að utanverðu eru breytingarnar
helstar á framhlið bílsins. Vélar-
hlíf, grill og stuðari mynda sam-
felldari heild sem ásamt brotum í
húddi, innfelldum þokuljósum og
nýrri ljósaumgjörð, gefur sport-
legra útliti. Þá kemur ný 1400cc 101
hestafla vél í stað 1300cc vélarinn-
ar, auk þess sem bíllinn verður í
boði með nýrri 62 ha 1100cc vél.
Jafnframt verður hann fáanlegur
með 1600 cc kraftmikilli vél og
ESC-stöðugleikastýringu með spól-
vörn.
Nýi Getzinn er með innbyggða
árekstravörn, fjóra loftpúða og af-
tengingu fyrir farþegapúðann að
framverðu. ■
Kia-jeppar eru bestir í sínum flokki.
Ánæg›ir
eigendur Kia
Kia Sportage og Kia Opirus
hlutu hæstu einkunnir í sín-
um flokkum í nýrri könnun.
Eigendur nýrra bíla í Bandaríkj-
unum gáfu jeppunum Kia Sport-
age og Kia Opirus hæstu ein-
kunnir í sínum flokkum í könnun
JD Power and Associates fyrir
árið 2005 í rannsókn sem lýtur að
frammistöðu, notagildi og skipu-
lagi. Þessar niðurstöður voru
birtar fyrir skömmu.
Sportage og Opirus hlotnast
því fyrstum bíla frá Kia útnefn-
ing sem bestir í sínum flokki í
þessari árlegu könnun. Leitað var
til 115.000 nýrra bíleigenda á
fyrsta þriggja mánaða tímabilinu
sem þeir áttu bíl sinn og þeir
beðnir um að meta ánægju sína
(eða óánægju) með tilliti til átta
skilgreindra þátta, útlitsfrá-
gangs, þæginda og notagildis,
vélar og gírkassa, aksturseigin-
leika, stjórnunar og hemlunar,
sæta, stjórntækja og mæla, hitun-
ar, loftræstingar og kælingar auk
hljómflutningskerfis. ■
Nýjum Hyundai Getz svipar mjög til fyrirrennarans í útliti en er þó heldur sportlegri.
Sportlegri Hyundai Getz
Nýr Hyundai Getz er væntanlegur hingað til lands í nóvember.
verðlaun }
Forester fær
verðlaun
FORESTER 2,5XT VALINN Í HÓP
5 BESTU JEPPA ÁRSINS 2005 AF
TÍMARITINU CAR AND DRIVER.
Forester 2,5XT var valinn besti
smájeppi ársins 2005 af Car and
Driver í valinu „2005 5 Best
Trucks“, annað árið í röð.
Í umsögn kemur meðal annars
fram að forþjöppuvélin í Forester
2,5XT drífi hann í hundraðið á
um 5,3 sekúndum sem sé með
því besta sem þekkist í flokki
smájeppa.
Ingvar Helgason hefur um langt
árabil selt Subaru Forester. Í sept-
ember kom á markað nýr Forest-
er hér á Íslandi. Um er að ræða
nýtt straumlínulagaðra módel
sem hefur kraftmeiri vél en áður.
Fiesta ST150 er 8,4 sekúndur úr kyrrstöðu
í hundrað.
Sportútgáfa
af Fiestu
Ford Fiesta ST150.
Nýverið kynnti Brimborg Ford
Fiesta ST150 sem er sannkölluð
sportútgáfa af Fiestu með 2,0 lítra
vél sem er 150 hestöfl. Það ætti að
vera nægilegt afl fyrir bíl sem er
rétt um 1.000 kg enda er hann að-
eins 8,4 sekúndur úr kyrrstöðu í
hundrað.
Fiesta ST150 er sportleg í útliti.
Bílnum fylgja 16“ felgur, „spoiler-
kit“ að neðan, samlit vindskeið að
aftan, samlitir hurðarlistar og
hurðarhandföng og ST kastarar að
framan. Að innan er hann ekki síð-
ur glæsilegur.
Aksturseiginleikar eru frábær-
ir og hefur bíllinn hlotið gríðar-
lega góða dóma hjá helstu bíla-
blöðum í Evrópu. Sportfjöðrun er í
bílnum ásamt sérstökum ST gír-
kassa og öflugum bremsum. ■