Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 33
Nöfn ferðalanga alls staðar að úr heiminum eru skrifuð á handriðið á toppi Eiffelturnsins. Inni á milli nafnanna má finna íslensk nöfn.[ ] K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is til Saalbach - Hinterglemm 4. febrúar - 1 vika / 11. febrúar - 1 vika / 4. febrúar - 2 vikur Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda árið 2006 er til Saalbach - Hinterglemm í Austurríki. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins rétt við skíðalyfturnar. Saalbach - Hinterglemm oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Farastjórar eru með hópnum og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið fyrir þá sem vilja. Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Verð: 154.500 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is Marga fótboltaáhugamenn dreymir um að fara til Bret- lands og fylgjast með leik í enska boltanum. Róbert Rún- arsson hefur farið sjö sinnum í slíkar ferðir. Róbert Rúnarsson er félagi í stuðningsmannahópi Manchest- er United á Íslandi. Hann lætur sér ekki nægja að fylgjast með goðunum í sjónvarpinu heldur hefur hann sjö sinnum farið til Bretlands til að fylgjast með þeim spila. „Ég hef bæði farið með klúbbnum sem fer í svona ferðir þrisvar á ári og svo hef ég líka farið á eigin vegum með félögun- um. Ég hef bara farið á leiki þar sem mínir menn eru að spila og fimm af þessum leikjum voru spilaðir á Old Trafford. Það er magnað að fylgjast með leik þar,“ segir Róbert og bætir því við að stemningin sé ólýsanleg. „Þetta eru yfirleitt helgar- ferðir sem við í stjórn klúbbsins skipuleggjum. Það er alltaf fullt í ferðirnar og oft allt upp í hundrað manns. Við reynum að gera mikið úr þessum ferðum og förum ekki bara á leikinn. Stund- um höfum við fengið að fara og skoða æfingasvæðið en það er orðið erfiðara núna vegna auk- innar öryggisgæslu. Manchester er líka mjög skemmtileg borg og þar er margt hægt að gera. Það er til dæmis fínt að versla þarna og maturinn er frábær. Leikur- inn sjálfur er síðan auðvitað há- punkturinn og það er alveg hreint ótrúlegt hvað hópurinn getur gert mikið úr þeim degi. Þetta er líka alveg það flottasta sem maður sér,“ segir Róbert, sem er meira að segja að spá í að flytja til Bretlands eftir þessi góðu kynni af Manchester. Þótt það sé alltaf skemmtilegt að fara á leik í ensku deildinni eru leikirnir misjafnir. „Skemmtilegasti leikurinn sem ég hef farið á var án efa leikur- inn á móti Sparta Prag í Evrópu- keppninni í fyrra sem fór fjögur núll fyrir Manchester United. Þetta var algjör markaveisla og rosalegt fjör,“ segir Róbert og viðurkennir að það sé auðvitað skemmtilegra að fara á leiki þar sem hans mönnum gengur vel. „Ég hef einu sinni farið á tapleik. Það var ekki skemmtilegt en maður reynir að gera það besta úr því fyrst maður er kominn á staðinn.“ thorgunnur@frettabladid.is Gengi› á sögufrægt fjall Farið verður á fjallið Þríhyrn- ing í Rangárvallasýslu á veg- um Útivistar á sunnudaginn. Þríhyrningur er þekkt kennileiti á Suðurlandi. Bæði er fjallið áber- andi í landslaginu og svo kemur það verulega við sögu í Njálu, enda má rekja ýmis örnefni í fjallinu til þeirrar spennusögu. Nefna má til dæmis Flosadal en þar leyndist Flosi ásamt mönnum sínum með á annað hundrað hesta eftir Njálsbrennu. Fjallið leynir líka á sér á margan hátt og þaðan er gríðarlega víðsýnt í góðu skyggni. Áhugavert er líka að ganga meðfram bröttum hamraveggjum fjallsins og skoða sérkennilega sorfnar móbergsmyndanir þess. Lagt er af stað klukkan 9 frá BSÍ. Vegalengd göngunnar er tólf kíló- metrar og hækkunin 500 metrar. Áætlaður göngutími er fimm til sex tímar. ■ Róbert er mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann er líka hrifinn af borginni Manchester og segir að hún hafi upp á margt að bjóða. út í heim } Netið í sókn NETFYRIRTÆKI Í FERÐAÞJÓNUSTU ÞEYSAST FRAM Á SJÓNARSVIÐIÐ. Miklar breytingar hafa orðið hjá ferðaskrifstofum síðan netið kom til sögunnar. Áður voru flestar ferða- skrifstofur í stórum samsteypum sem héldu markaðnum í heljargreip- un. Nú er öldin önnur með tilkomu lítilla og meðalstórra netfyrirtækja í ferðaþjónustu. Rannsókn sem gerð var af ráðgjafafyrirtæki í New York sýnir að fjórir af hverjum tíu ferða- mönnum bóka allar ferðir sínar gegnum netið. Sókn netfyrirtækjanna nær meira að segja inn í stóru fyrirtækin sem þurfa að láta starfsmenn sína ferðast mikið milli landa. Rannsóknin sýndi að jafnvel stærstu fyrirtækin bóka á netinu, jafnvel þau sem eyða kannski milljörðum íslenskra króna í ferðakostnað starfsmanna á ári. Ferðamenn um allan heim bóka á netinu. Ól‡sanleg stemning á fótboltavellinum FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI Margir helstu ferðamannastaðir í Asíu og Evrópu hafa varað gesti sína við bylgu tölvuglæpamanna sem hrella illa varða ferðamenn. Fólk á ferðalög- um vill eðlilega komast mikið á netið en það getur haft slæmar afleiðingar. Sérstaklega er þetta hættulegt ef fólk ferðast með eigin tölvu meðferðis og tengist netinu á opnum netrásum. Þar getur verið mjög auðvelt fyrir tölvuþrjóta að „hakka“ sig inn í tölv- una þína, eyðileggja gögn, eða stunda mikið niðurhal á þinn kostn- að. Þess vegna er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og kanna hugbúnað sem hægt er að koma upp á tölvunni sem stoppar tölvuþrjótana áður en þeir komast inn. Hvað varðar almenningstölvur sem fólk fer í verður að hafa í huga að ekki er æskilegt að opna síður sem innihalda leyndarmál á slíkum stöðum. Netbankar eru með inn- byggðar varnir en aðrar síður sem meðal annars gætu geymt kreditkortanúmer ætti ekki að opna innan um al- menning. Tölvuglæpamenn á ferðalögum Illmenni sem vilja komast í tölvuna þína hópast saman á ferðamannastöðum. Passaðu upp á tölvuna þína í útlöndum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.