Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 1. október 2005 25 HVERNIG ER AÐGANGUR ANNARRA AÐ TÖLVUPÓSTI MILLI MANNA? Meðan tölvuskeyti er í smíðum vistast það yfirleitt á tölvu not- andans. Hver sem kemur þá að henni getur því lesið skeytis- drögin og jafnvel sent afrit af þeim yfir á eigin tölvu. Póstþjónn sendanda Þegar skeytið er sent fer það eða afrit af því fyrst yfir á póstþjón notandans, það er að segja á tölvu þjónustufyrirtækisins sem hann skiptir við. Notandi getur oft sjálfur stillt hvort tölvupóst- forritið visti sjálfkrafa afrit af sendum pósti á eigin tölvu eða ekki, en flestir velja þá fyrri kostinn vegna hugsanlegra síðari nota. Tölvuskeytið vistast í hólfi notandans á póstþjóninum áður en þjónninn sendir skeytið áfram. Notandi getur síðan yfir- leitt stillt tölvuforrit sitt þannig að það eyði skeytinu á þjóninum eftir tiltekinn tíma frá sendingu. Póstþjónn viðtakanda Frá póstþjóni sendandans fer skeytið yfir á þjón viðtakandans, oft með viðkomu á nokkrum net- þjónum á leiðinni. Kunnáttu- menn sem sumir mundu kalla tölvuþrjóta kunna ráð til þess að grípa skeyti á slíkri ferð milli þjóna ef mikið þykir við liggja. En skeytið liggur síðan á við- tökuþjóninum að minnsta kosti þar til póstforrit viðtakandans sækir það. Til að það gerist þarf að vera kveikt á tölvu hans og forriti og notandinn þarf að segja forritinu að sækja póstinn eða stilla það þannig að það sæki póstinn sjálfkrafa með tilteknu millibili. Aðalatriðið sem sjá má af þessu er að góðar og gildar ástæður geta verið til þess að skeytið liggi lengi á póstþjóni viðtakandans Meðferð skeytisins í tölvu við- takandans fer talsvert eftir því hvers konar forrit og samskipta- staðal hann notar. Ef hann notar til dæmis vefpóst, eins og nú færist í vöxt, þá vistast skeytið jafnvel ekki til lengdar á eigin tölvu hans, heldur fer skoðun og svörun fram á netþjóninum. Í flestum öðrum tilvikum vistast skeytið á tölvu viðtakandans og bíður þess þar að hann lesi það eða eyði því. Hér bætist við að margir nota nú fleiri en eina tölvu, meðal annars til vinnu með tölvupóst, og liggja þá afrit móttekinna skeyta oft á hverri tölvu um sig nema notandi eyði þeim sérstaklega. Nokkur afrit af einu tölvuskeyti Af þessu má sjá að algengt er að um það bil fjögur afrit myndist á mismunandi tölvum af einföldu skeyti sem hefur verið sent og móttekið, og afritin liggi þar síð- an að minnsta kosti fyrst eftir sendingu og móttöku. Póstþjónar tölvufyrirtækjanna eru ekki að- gengilegir öðrum en sérstökum starfsmönnum þeirra, en oft er greiður aðgangur að einkatölv- um sendanda og viðtakanda, til dæmis af hálfu samstarfsmanna, sambýlisfólks eða gesta. Hér við bætist að margir þurfa öðru hverju ýmiss konar hjálp við tölvureksturinn og leita þá annað hvort til kunningja eða fyrir- tækja. Þá er óhjákvæmilegt að „viðgerðarmaðurinn“ sjái ýmis- legt í tölvunni. Tölvuskeyti og önnur tölvu- gögn eru yfirleitt þannig úr garði gerð að fróðir menn geta rakið hvaðan þau koma og eftir hvaða leið. Ef starfsmenn net- þjónustu legðu það í vana sinn að taka slík gögn traustataki mundi það því fljótt komast upp og fyrirtækið missa viðskipti. Þess vegna er nær útilokað að slíkt gerist, að minnsta kosti ekki með vitund eða vilja ábyrgra for- svarsmanna sem gera sér grein fyrir áhættunni. Óraunhæfar hugmyndir um öryggi Ef tölvugögn komast í fleiri hendur en aðilar hafa upphaf- lega ætlast til er langlíklegast samkvæmt framansögðu að það gerist út frá einkatölvum send- anda eða viðtakanda sem kunna ef til vill lítið fyrir sér. Margir hafa líklega gert sér óraunhæfar hugmyndir um öryggi tölvupósts og haldið að hann sé eins og bréf í lokuðu umslagi sem enginn sér nema viðtakandinn hafi opnað það og síðan leyft lestur, leynt eða ljóst. En þannig er tölvu- póstur alls ekki heldur er tölvu- skeytið að þessu leyti líkara póstkorti sem blasir við öllum sem að því koma. Sem betur fer geta sendandi og viðtakandi þó haft nokkrar stjórn á því hverjir það eru, einkum ef þeir standa saman um það, en annars getur hvor um sig aðeins haft áhrif á þetta sín megin. Tölvupóstur var upphaflega hannaður til samskipta sem krefjast ekki sérstakrar leyndar, og í raun hentar hann í óbreyttri mynd illa til meðferðar á trúnað- armálum sem menn vilja ekki láta koma fyrir augu hvers sem er. Þetta ætti að vera augljóst af lýsingunni á ferli tölvuskeyta hér á undan auk þess sem það sést í reynd af ýmsum málum sem upp hafa komið. Með vax- andi notkun tölvupósts í við- skiptum og í einkalífi hafa komið upp mörg dæmi um það að fleiri aðilar lesa skeyti en ætlunin var í upphafi. Kannski gleymist þá stundum að slíkt getur auðvitað líka gerst með bréf á pappír. Aðalatriðið er hér sem oftar að menn skilji hvernig miðillinn verkar og láti ekkert koma sér á óvart. Dulritun Tölvupóstur verkar ágætlega frá sjónarmiði hins almenna notanda sem kærir sig kollóttan um leyndina og öryggið og vill trú- lega ekki greiða hærri gjöld fyrir slíkt. Þeir sem vilja nota tölvupóst fyrir trúnaðarmál gætu hins vegar notað dulritun og þannig stungið „póstkortun- um“ í umslag og lokað því. Þeir sem vilja ekki beita dulritun þyrftu að finna sér aðrar leiðir fyrir viðkvæm trúnaðarmál. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn- aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við að undanförnu eru: Hvað þýðir svaka í svakalega, af hverju stafar geðklofi og er jafnvægisskynið sjötta skilningarvitið? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Skeytasendingar í tölvupósti 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz Festival Í DA G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.