Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 48
Hjónin Björn Ingvarsson ogKaren Erla Erlingsdóttirog strákarnir þeirra tveir, Úlfur 11 ára og Glúmur 8 ára, kjósa að að hafa annan hátt á með sumarfrí en gengur og gerist. Í sumar fóru þau til að mynda ekki til suðrænna landa heldur settu stefnuna beint í norður af Íslandi, til austurstrandar Grænlands. Þar létu þau fyrirberast í yfirgefnu þorpi án flestra nútímaþæginda, skutu snæhéra sér til matar og fóru ekki óvopnuð út úr húsi vegna ísbjarnahættu. „Við höfum farið þrisvar til Angmassalik,“ segir Björn, sem hefur sjálfur starfað sem leið- sögumaður á Grænlandi. „Núna langaði okkur að skoða eitthvað fleira. Og þetta er „næsti bær við“. Að vísu eru 850 km á milli Angmassalik og Scoresbysunds. Við flugum frá Reykjavík til lítils flugvallar á vesturströnd fjarðar- ins. Þaðan vorum við flutt með þyrlu til 550 manna bæjar, sem nefnist Scoresbysund eins og fjörðurinn (eða ITTOQQOR- TOORMIT upp á grænlensku.). Þaðan fórum við svo á bát yfir til annars smábæjar, Kap Tobin. Sá bær er löngu kominn í eyði.“ Hjónin mældu með GPS-tæki hveru langt væri í næsta byggða ból Scoresbysund. „Það reyndist styst til Ísafjarðar. Það var meira að segja styttra þaðan til Egils- staða en næstu byggðar á Græn- landi,“ segir hann og bætir við að þarna hafi verið meiri sól en á sól- arströnd og mun hlýrra en þau þorðu að vona. „Það kólnaði bara ögn á nótt- unni, enda lá alltaf ís á firðinum úti fyrir,“ segir Karen. „Við vorum auðvitað þarna við stærsta fjörð í heimi,“ segir Björn. „Borgarísjakar stranda þar á 450 metra dýpi, enda er fjörðurinn grynnri í mynninu en fyrir innan. Þessi risafjöll koma siglandi út fjörðinn og stranda þar, og standa kannski 60 metra upp úr sjó.“ Urðum að bjarga okkur Í Cab Tobin urðu þau að laga sig að aðstæðum og láta vistir duga í tæpan hálfan mánuð, því annars hefði þurft að leggja í umtalsverð- an kostnað við að sækja þau aftur. Yngri sonurinn, Glúmur, segir að þau hafi verið með fimm sleða- hunda. Það var þó enginn snjór, heldur voru hundarnir notaðir til að fæla ísbirnina frá. „Okkur var uppálagt að fara alls ekki óvopnuð um svæðið, vegna hættu af ísbjörnum,“ segir Björn. „Birnirnir eiga að vera komnir norðar á þessum árstíma en stundum er ísinn orðinn ótraustur og þeir komast ekki norður. Þá verða þeir að þreyja suður frá og verða bæði svangir og hættulegir.“ Þegar Glúmur er spurður hvort hann hafi séð ísbjörn segir hann svo ekki vera. „Pabbi hefði líka dúndrað hann í tætlur. Eða mamma,“ segir hann hvergi bang- inn. Hins vegar voru hundarnir sí- svangir og þurfti að finna ráð með að afla þeim fæðu. Strákarnir fundu færi og öngla niðri á bryggju þorpsins og ákváðu að freista þess að veiða handa hund- unum. Þeim gekk það bærilega og kræktu í stöku marhnút. „Hundarnir fóru strax að rífast um fiskinn,“ segir Glúmur. „Við urðum að halda rosa fast í hann til að þeir rifu hann ekki út úr hönd- unum á okkur, með öngli og öllu saman.“ „Grænlendingarnir sögðu okkur að ef maður veiddi lítinn marhnút og krækti svo öngli í bakuggann á honum og sleppti svo aftur, þá myndi stærri marhnútur koma að og gleypa hann og festast þannig,“ bætir Úlfur við. „Við heyrðum þetta bara ekki fyrr en rétt áður en við fórum heim svo við gátum ekki prófað það.“ Allt aðrar kringumstæður en heima Húsmóðirin segir að það hafi farið meiri tími í venjuleg störf í fríinu en heima. Á Grænlandi hafi til dæmis ekki verið rennandi vatn. „Þið sækið það bara í lækinn,“ var sagt við okkur. „Við héldum að verið væri að tala um einhvern bæjarlæk. En svo reyndust 600 metrar í næsta vatnsból, sem var þá bræðsluvatn af jöklinum. Þetta var eins og hálfs kílómetra ganga með 30 lítra af neysluvatni. Fyrst í stað fórum við þetta tvisvar á dag, enda vorum við þá enn að nota vatn í sama mæli og heima. En svo fórum að spara vatnið og láta það endast,“ segir Karen. „Svo eru engin klósett þarna heldur notaðir kamrar,“ bætir hún við. „Enda er ekki hægt að koma neinu í jörð. Eins er með vatns- lagnir úr húsum, þær ná bara rétt út fyrir húsið.“ „Þarna eru náttúrlega allar lagnir ofanjarðar og engar skólplagnir,“ segir Björn. „Þetta er bara granítklöpp, það myndi allt frjósa.“ Þau segja þó að þetta hafi verið skemmtileg upplifun. „Fólkið var indælt sem við hitt- um í Scoresbysund. En þeir eru al- gerir umhverfissóðar, fleygja bara öllu rusli utandyra. Fyrir framan húsin var síðan allt fullt í grút. Og því meiri veiðimenn sem menn voru, þeim mun hærri var grútarhrúgan. Ef maður hins vegar kíkti inn til fólks var þar allt kattþrifið,“ segir Karen. Scoresbysund er 550 manna bæjarfélag og kringumstæðar þar að ýmsu leyti sérstakar. Síðustu daga fjölskyldunnar þar ríkti til dæmis hálfgert umsátursástand í bænum vegna þess að eini þjófur bæjarins var nýbúinn að afplána fangelsisdvöl. „Hann var sjúklegur þjófur og stal öllu steini léttara,“ segir Karen. „Hann ógnaði þannig öllu samfélaginu. Hann var í raun eina samfélagsógnin.“ Úlfur segir að það hafi ekki verið góð öryggisgæsla á flugvell- inum. „Mér tókst að minnsta kosti að smygla inn heilmiklu af sprengiefni,“ segir hann. Sprengiefni? „Já, kínverjum,“ segir Úlfur, „sem ég ætlaði að nota á ísbirnina. En svo þegar við mættum engum ísbjörnum þá héldum við bara smá áramót í staðinn áður en við fórum.“ Fjölskyldan er hæstánægð með Grænlandsdvölina. Og kveðst ekki vera á leið í „venjulegt“ sum- arfrí í bráð. „Fyrir okkur er þetta mjög venjulegt,“ segir Björn. „Við höfum aldrei farið til sólarlanda. Á Grænlandi er líka meiri sól og miklu meira spennandi nátt- úra.“ „Hugmyndin er sú að þegar upp er staðið og strákarnir verða eldri eigi þeir þennan fjársjóð í minningunni,“ segir Karen. Strákarnir taka undir þetta og segjast alls ekki sakna þess að fara ekki til „viðurkenndra sum- arleyfisstaða“. „Þetta er miklu meira ævintýri,“ segja þeir. ■ 32 1. október 2005 LAUGARDAGUR Aldrei óvopnu› út úr húsi Fjögurra manna fjölskylda frá Egilsstö›um ákva› a› fara í ö›ruvísi sumarfrí og hélt til austurstrandar Grænlands. Hallgrímur Helgi Helgason fékk a› vita allt um fer›ina. VEIÐIMAÐUR Sleðahundunum leiddist ekki athyglin sem þeir fengu frá strákunum. ÆVINTÝRAGJÖRN Karen og Björn ásamt sonum sínum. Þau leggja áherslu á að kynna drengjunum ólíka menningu. Þau eru glöð með að hafa valið Grænland fram yfir suðrænar sólarstrendur. Í FÓTABAÐI Úlfur og Grímur kæla sig niður en það var hlýtt og gott veður á meðan á dvölinni stóð. HUGSUÐU VEL UM HUNDANA Bræðurnir Grímur og Úlfur nutu sín vel á Grænlandi og fannst ferðin ævintýraleg og skemmtileg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.