Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 60
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Óskarsverðlaunamyndina The Giant
frá árinu 1956 með James Dean og
Elizabeth Taylor í aðalhlutverkun-
um.
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Markús B. spilar á Kaffi
Hljómalind, á horni Laugavegs og
Klapparstígs.
16.00 Systurnar Þóra Einarsdóttir
sópransöngkona og Gunnhildur
Einarsdóttir hörpuleikari halda tón-
leika Salnum í TÍBRÁ tónleikaröð
Kópavogs.
17.00 „Á ljúfum nótum“ er yfirskrift
einsöngstónleika sem haldnir verða í
Kópavogskirkju. Kristín R. Sigurðar-
dóttir sópran og Julian Hewlett pí-
anóleikari flytja óperuaríur og íslensk
sönglög.
17.00 Anna Helga Björnsdóttir
leikur einleik með Hljómsveit Tónlist-
arskólans í Reykjavík á tónleikum í
Neskirkju. Stjórnandi er Gunnsteinn
Ólafsson.
20.00 Krakkbot, Markús B., Hall-
varður og Amelía og Isidor spila á
tónleikum á vegum Grandmothers
Records á Kaffi Hljómalind við
Laugaveg.
23.00 Dikta verður með tónleika á
Grand Rokk.
Brain police spilar á Gauknum
ásamt sænsku hljómsveitinni Sub-
sonic Mind og norsku hljómsveitinni
Zensor.
■ ■ OPNANIR
15.00 Sýning Elínar Hansdóttur
verður opnuð í Gallerí BOX á Akur-
eyri. Elín sýnir verkið SPOT sem hefur
ekki verið sýnt á Íslandi fyrr. Sýningin
stendur til 22. október.
15.00 Listvinafélagið Skúli í túni
opnar vinnustofusýningu að Skúla-
túni 4, þriðju hæð.
19.00 Darri Lorensen opnar sýn-
ingu í Bananananas, Laugavegi 80.
Sýning tuttugu og átta félagsmanna
Myndhöggvarfélagsins í Reykjavík
verður opnuð í Hafnarborg í Hafnar-
firði.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Hljómsveitin Upplyfting
verður með dansleik á Kringlukránni.
Garðar Garðars spilar á Catalinu.
Danshljómsveit Friðjóns skemmtir í
Vélsmiðjunni á Akureyri.
Hljómsveitin Logar frá Vestmanna-
eyjum með stórdansleik í Klúbbnum
við Gullinbrú.
■ ■ ÚTIVIST
13.00 Gönguferð verður farin Þing-
vallasvæðið á vegum þjóðgarðsins á
Þingvöllum. Gengið verður frá Gjá-
bakka að þjónustumiðstöðinni á
Leirum og farið yfir um þær gjár sem
afmarka sigdældina Hrafnagjá að
austanverðu og Almannagjá að vest-
an. Á leiðinni verður fjallað um sögu
og náttúru Þingvallasvæðisins.
■ ■ FYRIRLESTRAR
14.00 Björg Bjarnadóttir sálfræð-
ingur heldur fyrirlestur um drauma í
þjóðtrú Íslendinga í sal Zontaklúbbs
Akureyrar, Aðalstræti 54.
14.00 Viðar Guðmundsson, pró-
fessor í eðlisfræði við HÍ, fjallar um
eðlisvísindi í tölvum í erindi sínu í
fyrirlestraröðinni „Undur veraldar“ í
Háskólabíói.
■ ■ SAMKOMUR
14.00 Fjölbreytt dagskrá verður á
sviði í göngugötunni í Mjódd í tilefni
af Breiðholtsdeginum, sem efnt er
til í dag.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
1. október 2005 LAUGARDAGUR
STÓRA SVIÐ
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í dag kl. 14, Sun 2/10 kl. 14,
Sun 9/10 kl. 14, Sun 16/10 kl. 14
WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR
Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt.
Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000,-
Í kvöld kl. 20 (sýning á ensku),
Fi 27/10 kl. 20.HÍBÝLI VINDANNA
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust
Su 2/10 kl. 20, fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20
SALKA VALKA
fim 15/10 FRUMSÝNING UPPSELT
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
FORÐIST OKKUR
– NEMENDALEIKHÚSIÐ/COMMON NONSENSE
Höf. Hugleikur Dagsson
Í kvöld kl. 20 UPPSELT,
Su 2/10 kl. 20, Fi 6/10 kl. 20, Su 2/10 kl. 20,
Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20
MANNTAFL
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20,
RILLJANT
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Í dag kl. 16 aukasýn., Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT,
Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 Aukasýn
Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT,
Sun 16/10 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar
Í kvöld kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 22/10 kl. 20, Fi 27/10 kl. 20
Sími miðasölu 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
TVENNU TILBOÐ
Ef keyptur er miði á
Híbýli vindanna og Lífsins tré
fæst sérstakur afsláttur
Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið
eftir Thomas MEEHAN,
Charles STROUSE &
Martin CHARNIN
Sun. 2/10 kl. 14
Sun. 16/10 kl. 14
Laug. 22/10 kl. 15
Miðasala í s:551 4700 alla daga frá
kl.13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI
www.annie.is
www.midi.is
**** af 5 mögulegum - DV
„Abba – hvað er nú það?“ sögðu
djasskempurnar Drew Gress og
John Hollenbeck við þau Krist-
jönu Stefánsdóttur söngkonu og
Agnar Má Magnússon píanóleik-
ara, sem brugðu sér til New York
nýverið til þess að taka upp disk
með nokkrum vel völdum popp-
lögum í djössuðum útsetningum
þeirra sjálfra.
Þar á meðal má nefna lög á
borð við Abba-lagið Knowing Me
Knowing You, Duran Duran-
smellinn Save a Prayer og Owner
Of a Lonely Heart sem hljóm-
sveitin Yes flutti í eina tíð.
„Þeim fannst þetta allt saman
frábær lög,“ segir Kristjana. „En
eftir hvert lag sögðu þeir: Af-
skaplega eru þetta skemmtileg
lög hjá ykkur krakkar, hvar tókst
ykkur eiginlega að grafa þau
upp?“
Diskurinn kom út núna seinni
partinn í september og heitir Ég
um þig. Titillagið er eftir Agnar
Má, en önnur lög á plötunni eru
gamlir smellir sem allir voru í
uppáhaldi hjá þeim Agnari og
Kristjönu á sínum tíma. Óhætt er
að segja að lögin birtast hlustend-
um í gjörsamlega nýjum búningi
eftir að þau Kristjana og Agnar
hafa farið höndum um þau.
„Þetta er búið að vera óskap-
lega skemmtilegt ferli og það
kom í ljós að mörg þessara laga
eru miklu ljóðrænni en maður
hélt að þau væru. Það er svo gam-
an þegar maður strípar lögin nið-
ur þannig að eftir stendur bara
laglínan og textinn. Svo setur
maður undir bara eitthvað sem
manni finnst fallegt.“
Kristjana hefur annars í nógu
að snúast þessa dagana, því á
morgun syngur hún einsöng með
Kirkjukór Langholtskirkju og
Stórsveit Reykjavíkur á tónleik-
um Djasshátíðar í Langholts-
kirkju.
„Þetta er útsett fyrir sjötíu
manna kór og stórsveit, og svo
kemur hann Ole Kock Hansen frá
Danmörku að stjórna okkur. Við
ætlum að flytja helgisöngvana
hans Duke Ellington. Þessi tónlist
er ofsalega falleg og líka kraft-
mikil á köflum.“
Félagi hennar, píanóleikarinn
Agnar Már, er sömuleiðis býsna
upptekinn í tengslum við djass-
hátíðina, því á morgun leikur
hann með oktett Ragnheiðar
Gröndal á lokatónleikum djass-
hátíðar á Kaffi Reykjavík.
Þegar um hægist ætla þau að
halda í tónleikaferð um landið
með djassaða poppið sitt og enda
síðan túrinn í Reykjavík 22. nóv-
ember.
Þeir Drew Gress bassaleikari
og John Hollenbeck trommari
verða þó fjarri góðu gamni, en
þeir hafa fullan hug á að koma til
landsins á næstunni til þess að
flytja þessi gömlu dægurlög með
Kristjönu og Agnari. ■
AGNAR OG KRISTJANA
Þau standa í stórræðum þessa dagana, hafa
nýverið sent frá sér djassaðan disk með
gömlum poppsmellum og taka auk þess þátt
í stórum viðburðum á djasshátíðinni, sem
lýkur á morgun.
Abba og Duran í djassbúningi