Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 68
 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR28 COSMÓ! Það er ekki hægt að fara í stelpna- ferð án þess að dreypa á Cosmó! SKÁL! Lísa Björk Óskarsdóttir, Gerður Björk Guðjónsdóttir og Ingibjörg Ásta Halldórs- dóttir. SYNGJANDI GLAÐAR Agnes Ósk Sigmund- ardóttir hjá Ingvari Helgasyni og Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Og Vodafone. VINKONUR Lísa Björk Óskarsdóttir, markaðsstjóri IKEA, og Gerður Björk Guðjónsdóttir hjá VÍS gerðu góð kaup í Hennes & Mauritz. Það var frísklegur hópur kvenna sem lagði af stað til Kaupmanna- hafnar í síðustu viku með það að yfirskini að kanna kauphegð- un íslenskra kvenna á erlendri grundu. Ferðin var farin á vegum Stöðvar 2 og með í ferð var hluti af Stelpunum sem skemmta landsmönnum á laugardags- kvöldum. Um leið og flugvélin lenti á Kastrup-flugvelli var hóp- urinn búinn að ákveða hvert ætti að halda. Flestar kusu að byrja í Hennes & Mauritz þar sem þær dressuðu sig upp fyrir litla pen- inga, aðrar létu það eftir sér að fá sér ekta danskt smurbrauð meðan einhverjar þræddu hverja hliðargötuna á fætur annarri í leit að ómótstæðilegu góssi. Kaup- mannahafnartískan er lífleg og skemmtileg og auðvelt að hnjóta um skemmtilegt skart, skó, tösk- ur og allt þar á milli. Eftir að hafa labbað miðbæ Kaupmannahafnar þveran og endilangan var farið út að borða á Restaurant Prémisse sem er við Dronningens Tvær- gade 2. Þar var boðið upp á fram- úrstefnulega og girnilega rétti. Upphaflega átti máltíðin að vera sexrétta en endaði í tíurétta. Á meðan á borðhaldi stóð var farið í ýmsa skemmtilega leiki að frum- kvæði Stelpnanna sem héldu uppi stuðinu í ferðinni. ■ Á RESTAURANT PRÉMISSE Elísabet Aust- mann Ingimundardóttir hjá Ölgerðinni, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir og Guðrún Ólöf Hrafnsdóttir frá KB banka skemmtu sér konunglega. BROSMILDAR Á LEIÐ Í BÆINN Theodóra Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, Hulda Haraldsdóttir og Rannveig Jónsdóttir hjá Danól. Kaupglaðar konur í Köben KÍKT Á LOÐJAKKANA María Árnadóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, var ekki viss um að þetta væri jakkinn sem hana dreymdi um. EGGJANDI! Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, markaðsfulltrúi Stöðvar 2, og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Spron. STELPUFJÖR Halldóra Tryggvadóttir, markaðsstjóri Emmess, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Leikarinn og prentsmiðurinn Magnús Ólafsson greinir frá því í Fjarðarpóst- inum hvers vegna hann hætti við að gefa kost á sér í fyrsta sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði um næstu helgi. Það kom mörgum á óvart þegar hann gaf kost á sér í fyrsta sætið þar sem hann hefur ekki komið að störfum Sjálfstæðisflokksins áður. Daginn sem framboðsfrestur rann út hafði Magnús hins vegar ekki safnað meðmælendum úr röðum flokksmanna. Fjarðarpósturinn hefur eftir Magnúsi að hann ætli að gefa sér tíma til að kynnast innviðum flokksins áður en hann klífur metorðastigann. Hann kveðst finna fyrir mikilli deyfð í Sjálfstæðisflokknum og greinilegt sé að það þurfi ný andlit til að hressa hann við. Sjálfsagt eru fáir til þess betur fallnir en Bjössi Bolla. Annars er fleira sem vekur eftirtekt í Fjarðar- póstinum, til dæmis er því slegið upp á forsíðu að hinn 24. október séu 20 ár liðin frá fyrsta kvenna- frídeginum árið 1985. Spyrja menn sig hvort Hafnfirðingar styðjist ekki við gregoríska tímatalið. FRÉTTIR AF FÓLKI Svala Björgvinsdóttir gaf út sína aðra geislaplötu, Bird of Freedom, í gær. Hún óskaði þess sérstaklega að útgáfudagurinn yrði 24. október en eins og alþjóð veit var Kvennafrídagurinn í gær og Svala vildi með þessu sýna jafnréttisbaráttunni stuðning. Svala gaf út sína fyrstu sólóplötu, The Real Me, árið 2001 og seldist hún í um það bil 7.000 eintökum. Biðin eftir annarri plötu hennar hefur því verið nokkuð löng. Faðir Svölu, sjálfur Björgvin Hall- dórsson, stjórnaði upptökum plötunnar en feðginin sáu um útsetningar saman E N N E M M / S ÍA / N M 18 8 5 0 Á flri›judögum, kl. 21! Innlit/Útlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.