Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
BAKÞANKAR
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
Kvennafrídagurinn er að baki og nú ef til vill er dögun
nýrra tíma. Á þessum þriðju-
dagsmorgni má gera ráð fyrir að
gengið verði vasklega til verka
svo leiðrétta megi hið snarasta
hinn óheyrilegan og kynbundna
launamun. Nú fara stjórnendur
með skilaboðin, vinna úr þeim
og kippa þessu í lag eins og skot.
Ábyrgðin liggur hjá vinnuveit-
endum. Launaleynd varðveitir
einna best óréttmæta mismunun.
Það er gömul saga og ný að óværa
þrífst best í þögninni.
RÁÐHERRA fann kynbundinn
launamun á sínum vinnustað og
leiðrétti í grænum hvelli. Nú fer
boltinn að rúlla. Hvað ef slíkar
leiðréttingar væru afturvirkar?
Hvað ef allar þær konur sem
þolað hafa launamisrétti árum
saman myndu krefjast uppgjörs
aftur í tímann? Gæðavottun um
jöfn laun til handa fyrirtækj-
um er ein leiðin til að verðlauna
þá sem virða mannréttindi, en
afnám launaleyndar væri einnig
skilvirk leið.
ÞESSI launamunur getur ekki
staðist. Svo verður bara hver og
ein að standa í sinni launabar-
áttu og eiga sín launamál við sinn
vinnuveitanda,“ sagði kona ein
undrandi. Ekki deila allir þeirri
skoðun, enda hefur barátta fyrir
mannréttindum yfirleitt skilað
mestum árangri með fjöldaátaki.
Skynja má bakslag frá því fyrir
þrjátíu árum. Í gær báðu marg-
ar konur náðarsamlegast um frí.
Fyrir þrjátíu árum gengu þær
bara út.
JAFNRÉTTISBARÁTTA snýst
um lífsgæði. Til að njóta þeirra
saman þarf samvinnu. Henni var
lítt fyrir að fara í sögunni úr skóg-
inum sem flýgur nú um netheima.
Dag einn reis bangsafjölskyld-
an úr rekkju. Litli bangsi settist
við morgunverðarborðið og sá að
skálin var tóm. „Hver hefur borð-
að grautinn minn?“ vældi hann.
Bangsapabbi leit ofan í sína skál
og hún var líka tóm. „Hver hefur
borðað grautinn minn?“ urraði
hann. Bangsamamma leit upp frá
vaskinum. „Hvað þurfum við að
fara oft í gegnum þetta?“ spurði
hún þreytulega. „Ég fór fyrst á
fætur, vakti ykkur, hellti upp á
könnuna, tæmdi uppþvottavél-
ina, raðaði í skápa, setti í eina vél,
lagði á borðið, hleypti kettinum
út, gaf honum að éta og sótti blað-
ið. Og nú þegar þið loks drattist á
fætur þá segi ég þetta bara einu
sinni enn - ég er ekki búin að gera
fjárans grautinn ennþá.“
Daginn eftir
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA