Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 22
[ ]Járn Þýsk rannsókn hefur leitt í ljós að börn sem eru að hefja dagvistun þjást af streitu vegna þessa. Streitan gerir enn vart við sig mánuðum seinna þegar flestir telja að áhrifum umskiptanna ætti að vera lokið. Nýlega var gerð rannsókn í Berl- ín sem náði til 70 barna sem voru um fimmtán mánaða gömul. Niður- stöður rannsóknarinnar gefa til kynna að streita aukist til muna í lífi barna þegar þau eru sett í dag- vistun, til dagmömmu eða á leik- skóla. Niðurstöðurnar bentu enn fremur til að þessi streituaukning væri mikil og að streitan væri enn til staðar mörgum mánuðum seinna þegar talið væri að áhrif breytinganna ætti að vera lokið. Rannsakendur draga þá ályktun að börn eigi erfitt með að yfirgefa foreldra sína og eru lengi að aðlag- ast slíkum breytingum. Rannsóknin fór þannig fram að streita var mæld með því að mæla hormónið cortisol í munnvatni barnanna. Streitan var mæld áður en dagvistun hófst, í upphafi dag- vistunar og loks aftur eftir nokkra mánuði. Niðurstöðurnar sýndu að streitan jókst þegar dagvistunin hófst og þrátt fyrir að streitan hafi minnkað lítillega eftir nokk- ra mánuði í vistun þá náði magn hormónsins ekki fyrra jafnvægi hjá börnunum. Prófessor í Háskólanum í Cam- bridge segir það mikinn streitu- vald fyrir börn að ganga í gegnum þessa breytingu, Börnin finna sig í nýju, ókunnugu og hávaða- sömu umhverfi fjarri foreldrum sínum. Þó svo að gráturinn og öskrin hætti í kveðjustundunum og aðlögunartíma sé lokið virðist streitan enn hrjá börnin. Þessa streitu má minnka með því að hafa börnin ekki of lengi í dagvistun hvern dag. Einnig má gera umhverfið heimilislegra og gefa barninu meira af einstakl- ingsmiðuðum tíma í vistuninni. Niðurstöður rannsóknarinnar minna okkur einnig á að börn geta upplifað streitu þó svo að þau sýnist sátt, ánægð og róleg. Því er mikilvægt fyrir foreldra að gefa börnunum tíma á kvöldin, tali við þau og sýni þeim umhyggju og hlýju. Börn upplífa streitu í breyttu umhverfi. má fá úr rauðu kjöti, kjúklingi, fiski og eggjum. Dökkgrænt laufmikið grænmeti eins og spínat er járnríkt og líka þurrkaðir ávextir eins og sveskjur, fíkjur og rúsínur. Dagvistun veldur streitu hjá litlum börnum Á Íslandi er ætíð einhver pest að ganga, hvort sem það er niðurgangur, hósti eða hitafar- aldur. Þórður Ólafsson, yfirlæknir læknavaktarinnar, segir að eng- inn inflúensufaraldur sé í gangi þessa stundina. Hin staðbundna pest sé hins vegar alltaf til stað- ar. Þessa stundina er það barka- bólga sem er algengust og henni fylgir hósti og hæsi. Með þessum kvillum kemur oft upp smá hita- vella. Þórður segir að það sé lítið við þessu að gera, ekki sé hægt að meðhöndla þetta með neinum lyfjum. Hann segir það eina sem hægt sé að gera að taka því rólega heima fyrir, sérstaklega ef fólk er með hita. Margir lenda líka í erfið- um hósta og þá er málið bara ein- faldlega að hvíla röddina. Þórður talar einnig um að reykingamenn eigi sérstaklega að taka sér hvíld frá óþverranum ef þeir fái slíka pest. Að lokum segir Þórður að fólk þurfi litlu að kvíða, sú pest sem nú gangi yfir lagist með róleg- heitunum. Staðbundin pest alltaf til staðar Barkabólga og hósti er algeng pest nú um stundir. EINKENNI ÞUNGLYNDIS OG SVEFN- LEYSIS ÁLÍK. Dr. Daniel J. Schwartz við Tampa Sleep Center í Florída segir að margir þeir sjúklingar sem greindir hafa verið með þunglyndi geti í raun verið með svefnvandamál en ekki þunglyndi. Dr. Schwartz segir að margir sjúklingar sem glíma við svefnvandamál, sem einkenn- ast af öndunartruflunum í svefni, hafi verið settir á þunglyndislyf að óþörfu. Dr. Schwartz segir einkenni þunglyndis og svefnleysis geta verið áþekk. Mikil þreyta, andleysi og minni lífsgleði séu hvort tveggja einkenni þunglyndis og líka ein- kenni slæms svefns. Hann telur það bæði mikilvægt og einfalt að skoða möguleg svefnvandamál áður en einstaklingur er greindur þunglynd- ur. Svefnleysi og þunglyndi fá ólíkar meðferðir og því nauðsynlegt að sjúklingar séu rétt greindir. Svefnvandamál ranglega greind Margir þeir sem glíma við svefnvanda- mál hafa verið greindir þunglyndir. FRESH AND NATURAL LAUGAVEGUR 11 552-2030 KRINGLAN 553-2002 WWW.LUSH.IS STAFGANGA Í LAUGARDAL www.stafganga.is – áhrifarík lei› til líkamsræktar Stafgöngunámskeið hefst 1. nóvember n.k Tímar fyrir byrjendur þriðjud- og fimmtudaga kl 17:30 Tímar fyrir lengra komna þriðjud- og fimmtudaga kl 17:30 Klippikort fyrir framhaldshópa Guðný Aradóttir Stafgönguþjálfi sími 616 8595 Jóna H. Bjarnadóttir Stafgönguþjálfi sími 694 3571 Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi LUTEIN EYES 24mg Styrkir augnbotnanna og gott fyrir sjónina Útsölustaðir m.a: Yggdrasil, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lífsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apotek Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.is Sendum í póstkröfu Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.