Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 3 Hinn gullni meðalvegur er heppi- legastur í tannburstun eins og á öðrum sviðum. Ef of sjaldan er burstað vill myndast tannsteinn og sýklarnir eiga þá líka greiðan aðgang að tönnunum. Fólk getur hins vegar einnig verið of iðið með tannburstann og með því skaðað tannhold og valdið sliti á glerungi tannanna. Hér á eftir fylgja þrjú ráð til að tannburstunin nýtist sem best til að bæta tannheilsuna. Mjúk burstun: Ýmislegt bendir til að margir bur- sti tennurnar helst til fast, sérstak- lega getur þetta verið bagalegt ef tannburstinn er harður. Þetta getur valdið skaða á tannholdi og óæskilegu sliti á glerungi. Í rannsókn sem gerð var við háskólann í Newcastle var sýnt fram á að hinn fullkomni þrýst- ingur á tannburstanum er 150 g. Góður tannbursti: Flestir tannlæknar mæla með mjúkum tannbursta. Rafmagns- tannburstar eru einnig góð við- bót við hina hefðbundnu og með honum næst iðulega betur til ýmissa staða í munnholinu sem sá gamli góði nær illa til. Í sumum gerðum tannkrema er slípiefni sem vissulega gera tenn- urnar hvítari en hafa þann galla að valda sliti á glerungi. Það borg- ar sig því að vera vel meðvitaður um það hvort slíkt efni sé í tann- kreminu. Staður og stund: Gott er að bursta tennurnar í nokkrar mínútur í senn en muna þó eftir því að ýta ekki of fast á burstann. Burstinn þarf að fara um allan munn, ekki bara aftur fyrir jaxla heldur er einnig ágætt að bursta létt yfir tunguna, í hana safnast heilmikið af sýklum sem svo geta valdið tannskemmdum. Best er að bursta tennur kvölds og morgna. Hafa ber í huga að matur sem er ríkur af sýru, eins og appels- ínusafi, veikir glerunginn. Þess vegna er heppilegt að láta líða góða stund frá því að slíkra mat- væla er neytt þar til tannburstinn fer á loft. Gott er hins vegar að fá sér sykurlaust tyggjó til að örva munnvatnsframleiðsluna og ná réttu sýrustigi. Tannburstanum beitt af stakri fimi Hinn gullni meðalvegur gildir í tannburstun sem öðru. Það skiptir máli hvernig burstanum er beitt. GETTY IMAGES SJÓNVARPSGLÁP ER HELSTI ÁHRIFA- ÞÁTTUR Á HOLDAFAR BARNA. Nú hafa vísindamenn fundið tengsl milli sjónvarpsáhorfs og offitu hjá börnum. Samkvæmt nýlegri rann- sókn frá Nýja-Sjálandi er 41 prósent þeirra sem þjást af offitu þeir sömu og horfðu mest á sjónvarp. Rannsóknin gaf einnig til kynna að tengslin væru sterkari hjá stelpum en strákum. Niðurstöðurnar sýna ekki að sjón- varpsgláp leiði beint til offitu heldur er hér um mikilvægan áhrifaþátt að ræða og út frá niðurstöðunum var ályktað að börn ættu ekki að horfa meira á sjónvarp en í tvær klukkustundir á dag til að vernda heilsu þeirra. Einstaklingar sem horfðu mikið á sjónvarp sem börn eru líklegri til að reykja, hafa hærra kólesteról og glíma við offitu. Offita vegna sjónvarpsgláps Ekki meira en tvo kaffibolla á dag á meðgöngunni. Óléttar konur ættu alls ekki að drekka meira en tvo kaffibolla á dag. Koffín getur nefnilega valdið fósturláti. Sérstaklega er hætta á því á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem norræna ráðherranefndin lét gera. Óléttar konur ættu líka að forðast aðra drykki sem innihalda koffín eins og kók og te. Fósturlát af kaffi Kaffis ætti að neyta í hófi á meðgöngu. Lækkun á lyfjaverði skilar sér ekki til neytenda. Undanfarna mánuði hefur lyfja- verð lækkað umtalsvert og er um háar upphæðir að ræða. Ef lyfjaverð myndi fylgja háu gengi krónunnar yrði lækkunin þó enn meiri. Lyfjavöruhópur Samtaka verslunar og þjónustu segja við- skiptavini greiða óbreytt verð þótt heildsöluverð hafi lækkað. Það má útskýra með því að hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði er oft- ast föst krónutala sem er ákveð- in með reglugerð. Apótekin hafa því þurft að lækka álagningu sína umtalsvert og kemur það niður á þjónustu apótekanna. Haft er eftir Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóri Samtaka við- skipta og þjónustu, af heimasíðu doktor.is, að hagnaðurinn fari fyrst og fremst til Tryggingar- stofnunar ríkisins þar sem endur- greiðsla þeirra minnkar við hátt gengi krónunnar og lækkunin skil- ar sér því ekki til neytenda. Verðlækkun á lyfjum Fjörefni er nýtt kjarnmikið bætiefni sem inniheldur auk vítamína og steinefna, öflugan skammt af ginkgo og ginseng. K R A F T A V E R K Þú borðar þær með uppáhalds álegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ... eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta vítamín ..berst fyrir betri heilsu Bsveitin KOLVETNABLOKKARI Minnkar sykurlöngun og virkar vatnslosandi H Á G Æ Ð A A M ER ÍS K F Æ Ð U B Ó TA R EF N I 2 hylki fyrir kolvetnaríka máltíð Fæst í apótekum,heilsubúðum og matvöruverslunum NÆTURBRENNSLA Undraverður árangur 3 hylki fyrir svefn Fæst í apótekum,heilsubúðum og matvöruverslunum Plokkfiskur 650 kr. / kg. Fjölbreyttir fiskréttir Einstaklingsmiðuð líkamsrækt - leið til langtímaárangurs Einstaklingsmiðað átaksnámsskeið þar sem geta og áhersla einstaklingsins er höfð að leiðarljósi. Árangursríkt þjálfunarferli, persónulegur stuðningur og ráðgjöf. Framkvæmanleg markmið, fámennir, lokaðir hópar í einstöku umhverfi. Meðal leiðbeinenda er einstaklingur frá síðasta námsskeiði sem náð hefur góðum árangri og heldur ótrauður áfram að settum markmiðum. Námsskeiðin hefjast 1. nóvember. Skráning og nánari upplýsingar hjá Svövu í síma 899-8596 Rope Yoga Lokað heilsunámskeið í hug- og heilsurækt. Rope Yoga er ólíkt öðrum æfingakerfum eins og t.d. hlaup- um og þolfimi sem reyna mikið á liði og stoðkerfi, sérstaklega þá sem eru eldri og þyngri. Rope Yoga er einstaklega góð og heilbrigð leið til bættrar heilsu. Hreyfingarnar eru framkvæmdar í láréttri stöðu og kraft- urinn í kviðnum er nýttur til að framkvæma þær. Rope Yoga er fyrir alla – konur og karla á öllum aldri. Skráning og allar nánari upplýsingar í s. 899 8596 Svava.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.