Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 19
Umsjón: nánar á visir.is Sterling skilar hagna›i á næsta ári. „Við erum að leggja undir til að hagnast en ekki að tapa á því. Það er náttúrlega okkar hlutverk að finna þannig tækifæri,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, um kaup fyrirtækisins á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling fyrir tæpa fimmtán milljarða króna. Hannes gerir ráð fyrir að Sterling muni skila hagnaði á næsta ári en mikill taprekstur hefur verið á Sterling og Maersk Air undanfarin ár. Hann telur að verðmæti fjár- festingarinnar í Sterling geti fimmfaldast á tólf mánuðum miðað við þær forsendur sem kaupin byggjast. „Það er alveg ljóst miðað við að félagið skili 3,5 milljarða EBITDA á næsta ári.“ Kaupverðið miðast við að rekstrarhagnaður fyrir afskrift- ir, fjármagnsliði og skatta – svo- kallað EBITDA-hlutfall – verði um 3,5 milljarðar króna árið 2006. Leiðrétt kaupverð er því gert á 3,5-földu EBITDA. - eþa MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.625 Fjöldi viðskipta: 239 Velta: 2.836 milljónir +0,74% MESTA LÆKKUN Actavis 42,40 +1,00% ... Bakkavör 43,50 -0,50% ... FL Group 14,10 +0,70% ... Flaga 3,60 +0,00% ... HB Grandi 9,25 -0,50% ... Ís- landsbanki 15,00 +0,30% ... Jarðboranir 21,50 +0,00% ... KB banki 600,00 +0,80% ... Kögun 54,00 +0,00% ... Landsbankinn 22,10 +1,40% ... Marel 64,00 +0,30% ... SÍF 4,47 +0,00% ... Straumur 13,20 +1,20% ... Össur 93,50 +1,60% Össur +1,63% Landsbankinn +1,38% KB banki +1,01% Atorka Group -0,89% HB Grandi -0,54% Bakkavör -0,46% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: 19ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Hluthafafundur FL GROUP hf. Reykjavík, 23. október 2005 Stjórn FL Group hf. Fundarboð Hluthafafundur FL Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 1. nóvember 2005 á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 14:00. Dagskrá fundarins: 1. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 2. Kjör stjórnar. 3. Önnur mál. Stjórn FL Group hf. leggur fyrir fundinn eftirfarandi tillögur, sem fela í sér breytingar á samþykktum félagsins: 1. Að heimilisfang félagsins verði að Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. 2. Að hlutafé félagsins verði hækkað með eftirfarandi hætti: a. Að hlutafé félagsins verði hækkað um allt að 3.400.000.000 kr. með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju hlutum, sem seldir verða í lokuðu hlutafjárútboði. Áskriftir skulu háðar því skilyrði að hver einstakur áskrifandi kaupi hlutafé fyrir a.m.k. 5 milljónir króna. Áskriftargengi hinna nýju hluta skal vera 13,6. Skal heimilt að greiða fyrir hlutina með reiðufé eða með hlutabréfum í Actavis Group hf., Bakkavör Group hf., HB Granda hf., Íslandsbanka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Marel hf., SÍF hf., Straumi - Burðarási Fjárfestingabanka hf. og Össuri hf. miðað við lokagengi þessara hluta miðað við skráð lokagengi þessara hlutabréfa í Kauphöll Íslands hf. síðasta viðskiptadag fyrir upphaf áskriftartímabils (viðmiðunardagur). Verði breyting á gengi hlutabréfa þessara félaga frá samþykkt þessari fram að greiðsludegi, þannig að gengi þeirra á greiðsludegi verði meira en 5% hærra eða lægra en það var á viðmiðunardeginum, skal stjórn FL Group hf. heimilt að hafna viðtöku viðkomandi hluta sem greiðslu og geta krafist peningagreiðslu í staðinn, en hafnað áskriftinni að öðrum kosti. Þá getur stjórn félagsins áskilið sér rétt til að hafna framangreindum hlutabréfum sem greiðslu ef það leiðir til þess að FL Group hf. eignast meira en 10% eignarhlut í viðkomandi félagi. b. Að stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé þess um allt að 330.000.000 kr. með útgáfu nýrra hluta. Skal gengi hinna nýju hluta verða 13,6 fyrir hverja krónu nafnverðs. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti til áskriftar, en hlutirnir skulu afhentir sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling Airlines A/S, Sterling Icelandic ApS og Flyselskabet A/S. Skal heimild þessi gilda í 1 ár. c. Að stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé þess um allt að 73.000.000 kr. að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar skulu ekki njóta forgangs til áskriftar að þessum nýju hlutum, sem nýttir skulu til að uppfylla kaupréttarsamninga við starfsmenn. Útboðsgengi hlutanna og söluskilmálar skulu vera samkvæmt þeim samningum sem stjórn félagsins eða forstjóri gera við hlutaðeigandi starfsmenn. Skal heimild þessi gilda í 5 ár. 3. Að stjórnarmönnum verði fækkað úr sjö í fimm. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundinum skulu vera komnar í hendur stjórnar félagsins með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur, endurskoðaður ársreikningur félagsins fyrir árið 2004, svo og árshlutauppgjör fyrir tímabilið frá 1. janúar 2005 til 30. júní 2005, áritað um könnun endurskoðanda félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir hluthafafund. Enn fremur verður hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins, www.flgroup.is eða á aðalskrifstofu FL Group hf. frá sama tíma. Fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 13:30 á fundardegi. HANNES SMÁRASON FL Group margfaldar fjárfestinguna ef rekstraráætlanir Sterlings ganga eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ver›mætin gætu fimmfaldast SPÁ UM AFKOMU ÍSLANDS- BANKA Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI (í milljónum króna) KB banki 4.400 Landsbankinn 4.055 Meðaltalsspá 4.228 Græ›ir á ver›bólgunni Íslandsbanki birtir afkomutölur sínar á morgun – fyrst fjármála- fyrirtækja – og gera markaðsaðil- ar ráð fyrir að góðum hagnaðar- tölum. Samkvæmt spám verður afkoma hans jákvæð um 4,2 millj- arða króna. Það er röskum 1,1 milljarði meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Gert er ráð fyrir að bankinn auki hreinar vaxtatekjur sínar verulega á milli ára, einkum vegna hárrar verðbólgu á þriðja ársfjórðungi. Útlán bankans hafa einnig aukist mikið á árinu. Hagnaður Íslandsbanka nam um 10,6 milljörðum á fyrri hluta árs. - eþa ALAN GREENSPAN OG BEN BERNANKE Bernanke tekur við starfi seðlabankastjóra þegar Alan Greenspan lætur af störfum í janúar. Arftaki Green- spans fundinn George Bush Bandaríkjaforseti hefur ráðið Ben Bernanke, einn af efnahagsráðgjöfum Bush-stjórn- arinnar, í starf seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke gaf út yfirlýsingu fljótlega eftir að til- kynnt hafði verið um ráðninguna. Sagðist hann muna gera allt til að tryggja áframhaldandi hagsæld og stöðugleika efnahags Banda- ríkjanna. Alan Greenspan, núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sest í helgan stein 31. janúar næstkomandi eftir 18 og hálft ár í starfi. - hhs EasyJet hækkar á n‡ Gengi í breska lággjaldaflugfé- laginu easyJet hækkaði í gær um fimm prósent sem rekja má til væntinga um áframhaldandi kaup FL Group á hlutabréfum í fyrir- tækinu. FL Group, sem á um þrettán prósenta hlut í easyJet, ætlar að selja nýtt hlutafé fyrir 44 milljarða á næstunni þannig að eigið fé félagsins verður 65 millj- arðar. Er ljóst að FL Group ætlar að nýta sér sterka eiginfjárstöðu til frekari verkefna. Markaðsvirði easyJet hefur lækkað að undanförnu og stendur nú í 120 milljörðum króna. - eþa x19 viðskipti 24.10.2005 20:40 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.