Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2005 – 288. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 HÚS OG HEIMILI GUÐBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR Í húsi húsameistarans SÉRBLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG KARL ÁGÚST ÚLFSSON Hjólar sér til heilsubótar heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Frjáls íbúðalán vextir 100 % veð set nin gar hlu tfa ll Í húsi húsameistarans BLS. 2 Glæsilegt hús á Skóla- vörðustígnum Svart og hvítt BLS. 4 Tískan í sófum Röð og regla BLS. 6 Lausnir fyrir anddyri Smart hirslur BLS. 8 Komið skipulagi á skóna Teppin sterk inn BLS. 10 Gólfefni Stílhreint og fallegt heimili BLS. 12 Innlit í Kópavoginn Skemmtileg og spennandi BLS. 14 Barnahúsgögn Herm þú mér BLS. 15 Speglar Nýtt líf BLS. 16 Húsgögnin bólstruð Líflegir nytjahlutir BLS. 17 Alessi Segðu það með blómum BLS. 18 Veggfóður EFNISYFIRLIT hús og heimili [ SÉRBLAÐ UM HÚSBÚNAÐ, HÚSGÖGN, GÓLF OG VEGGI – ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 ] ÓREIÐAN TAMIN Smart skóhirslur SJÁ BLS. 8 LJÓSMYNDIR ÚT UM ALLT Hugmyndaríkt mynstur SJÁ BLS. 4 01 Hús og heimili lesið 24.10.2005 14:48 Page 3 Elliheimilin næsta skrefið Dúettinn Steintrygg- ur er á leiðinni í Evrópureisu með Óla ósýnilega sem er tölva. FÓLK 38 Drungalegur hversdagsleiki Leikskáldið Jón Atli Jónasson segir frá köldum veruleika ein- stæðrar móður í sinni fyrstu skáldsögu. MENNING 24 HEILBRIGÐISMÁL „Það er einhug- ur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður,“ segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um ein- ingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um. Þykir sýnt að læknisverk sérfræðilækna fari fram úr samningsbundnum einingafjölda sem nemur 200 millj- ónum á þessu ári. „Að óbreyttu er staðan sú að við fáum ekkert greitt það sem eftir er ársins,“ segir Axel. „Við getum ekki horft á það gerast aftur á næsta ári. En samningurinn í heild er til umræðu hjá samninganefnd- um Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar.“ Axel segir að meðan læknar séu á samningnum megi þeir ekki rukka sjúklinginn um meira en hlut hans. Hlutur Tryggingastofn- unar fæst ekki greiddur ef komið er yfir samningsbundinn eininga- fjölda. Ef læknar segja upp samn- ingi þurfa þeir að gera það hver fyrir sig. Þá þurfa þeir að búa til eigin taxta, en að því er ekki farið að hugsa enn sem komið er. Vænt- anlega verði notaður sami taxti og nú en sjúklingurinn verður þá að greiða allan kostnaðinn við lækn- ishjálpina. „Okkur finnst afar vondur kost- ur að slíta þessum samningi,“ segir Axel. „En það er mikil samstaða meðal hjartasérfræðinga um að gera það ef ekkert breytist. En það er vilji beggja megin við borðið að finna einhverja lausn. Samning- urinn hefur virkað vel þegar hann helst innan ramma. Þetta má ekki dragast fram yfir næstu mánaða- mót, því menn geta ekki verið í þessari óvissu mikið lengur. Komi til þess að samningnum verði sagt upp tekur það ekki gildi fyrr en að þremur mánuðum liðnum.“ - jss Hjartasérfræðingar íhuga aðgerðir við óbreyttar aðstæður: Hyggjast segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins Af rápi í borgarstjórn Valgerður Bjarnadóttir játar fúslega í pistli sínum dag að það er ýmislegt sem hún ekki skilur. Eitt af því er rápið sem virðist vera á borgarstjórnarfundum, ef marka má fundargerðir af þeim fundum. Í DAG 16 ÁFRAM SVIPAÐ BJARTVIÐRI syðra en skýjað og dálítil él með norð- an- og austanverðu landinu. Hiti víðast við frostmark. VEÐUR 4 KVENNAFRÍDAGUR „Þetta er gjör- samlega stórkostlegt og ég er hálfpartinn orðlaus,“ segir Edda Björgvinsdóttir, fundarstýra á Ingólfstorgi. „Það var aldrei neinn vafi í mínum huga að konur og þeirra stuðningsaðilar myndu fjölmenna hingað í dag. En ég bjóst samt ekki við þessum mikla fjölda,“ segir Edda Björgvindótt- ir fundarstýra útifundar í tilefni kvennafrídagsins í gær. Að minnsta kosti 45 þúsund manns, meirihlutinn konur, söfn- uðust saman í miðborg Reykjavík- ur í gær í tilefni kvennafrídagsins. Þrjátíu ár voru liðin í gær frá því að konur komu saman í miðborg- inni á útifundi sem vakti eftirtekt út fyrir landsteinana. Fundurinn hófst með því að fólk safnaðist saman á Skólavörðuholti og gekk áleiðis niður á Ingólfstorg þar sem formleg fundardagskrá hófst. Edda Björgvinsdóttir fund- arstýra sagði í setningarræðu að á sínum tíma hefði hún talið að stutt væri í það að markmið kven- réttindabaráttunnar næðu fram að ganga. Hún hefði jafnvel hald- ið að konur myndu taka fram úr körlum. Því sagði hún að það væri á sinn hátt sorglegt að þurfa að halda þennan fund aftur, þrjátíu árum seinna. Katrín Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi kvennahreyfingarinnar tók til máls og sagði að hægt yrði að útrýma launamisrétti þegar í stað með því að afnema launaleynd. Einnig tók til máls Amal Tam- imi og talaði fyrir hönd Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Hún sagði að konur af erlendu bergi brotnar væru í tvenns konar áhættu. Misrétti af völdum kynferðis og misrétti af völdum kynþáttar. „Þetta sýnir það svo að ekki verður um villst að krafturinn í jafnréttisbaráttunni og kven- frelsisbaráttunni á að vera svona mikill alla daga,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður og fundargestur. Sjá síðu 4/ saj Þurfum kraftinn alla daga Að minnsta kosti 45 þúsund manns komu saman í Reykjavík í tilefni kvennafrídagsins. Gjörsamlega stór- kostlegt segir fundarstýran en telur sorglegt að þurfa að funda þrjátíu árum eftir upprunalega frídaginn. Ekki af baki dottinn Guðjón Þórðarson hefur ekki misst trúna á starf sitt hjá Notts County þótt liðið hans hafi ekki unnið leik í tvo mán- uði. Hann hefur fullan stuðning stjórnarinnar. ÍÞRÓTTIR 74 TÆPLEGA FIMMTÍU ÞÚSUND MANNS Í MIÐBÆNUM Mikill fjöldi kvenna safnaðist saman um allt land í gær í tilefni kvennafrídagsins. Í Reykjavík hófst hópganga á Skólavörðuholti, sem leið lá niður á Ingólfstorg. Telur lögregla að í það minnsta 45 þúsund manns hafi verið í miðborginni þegar mest var. Mikil stemning var í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.