Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 8
8 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Verðmæti rækju- aflans dróst saman um tæpan millj- arð á fyrstu sjö mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, um 66 prósent, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Verð- mæti síldaraflans jókst hins vegar um rúman milljarð, 76 prósent, og nam 2,5 milljörðum króna. Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum jókst um 100 milljónir á tímabilinu ef miðað er við verðlag hvors árs fyrir sig. Aflaverðmætið var 4,8 milljarðar króna og jókst því um 0,2 prósent. Verðmæti botnfisk- aflans nam 28,4 milljörðum króna og jókst um rúmar 400 milljónir frá fyrra ári, eða 1,5 prósent. Verð- mæti þorsks dróst saman um 15,2 milljarða króna, um ellefu prósent, verðmæti úthafskarfa dróst saman um 31 prósent, eða 600 milljónir en verðmæti karfa jókst hins vegar um 45 prósent á tímabilinu, um 1,1 milljarð. Verðmæti ýsuaflans nam 5,2 milljörðum og hefur verðmæti hans aukist um tæpan þriðjung eða 1,2 milljarða króna. Verðmæti úthafskarfaaflans var 1,3 milljarð- ar króna og hefur dregist saman um 600 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra, eða tæpan þriðj- ung. Verðmæti loðnuaflans jókst um rúmar 800 milljónir, 22 prósent, en verðmæti kolmunnaaflans dróst saman um 600 milljónir. - sda Verðmæti sjávarafla janúar-júlí 2005: Rækjuaflinn milljarði minni FISKISKIP Á KARFAVEIÐUM Á REYKJANES- HRYGG Verðmæti úthafskarfa dróst saman um tæpan þriðjung en verðmæti karfa jókst um tæpan helming á fyrstu sjö mán- uðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. DÓMSMÁL Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeð- ferð málsins fór fram í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gaml- an son sinn, en samkvæmt víet- namskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. Ekki hefðu aðrir gestir vitað um hnífinn. Hann sagði dómurum að hann hefði verið töluvert drukkinn þetta kvöld, og sagði þá Vu hafa rifist um aldur, en samkvæmt víetnömskum sið ber yngri mönn- um að sýna sér eldri mönnum virð- ingu. Vu var þremur árum yngri en hinn ákærði og sagðist Phu hafa orðið reiður yfir dónaskap Vu. Þeir sættust þó, en þegar Phu fór á salernið elti Vu hann þangað inn. Phu sagði Vu hafa ráðist á sig og barið sig í andlitið. Hefði Phu þá orðið mjög óttasleginn og dreg- ið fram hnífinn í sjálfsvörn. Í lögregluyfirheyrslu sagðist húsráðandi hafa komið inn á bað- herbergið í þann mund sem Phu stakk Vu. Maðurinn reyndi að stía þeim í sundur, en í átökunum stakk Phu húsráðanda í læri. Phu mundi ekki eftir þessum hluta atburðarásarinnar og jafnframt mundi hann ekki eftir því að hafa hótað Vu lífláti eftir að aðrir mat- argestir höfðu tekið hnífinn af honum, sem vitni sögðu hann hafa gert. Þó mundi hann eftir að hafa farið inn í eldhús í leit að öðrum hníf, því hann taldi sig vera í lífs- hættu. Við handtöku var Phu með mikla áverka á höfði. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir sagði að þó Phu væri sakhæfur væri ekki hægt að útiloka að sakhæfi hans væri eitthvað skert því hann væri viðkvæmari fyrir höfuðáverkum vegna heilahristings sem hann hlaut í bílslysi fyrir rúmu ári. Til væri í dæminu að ofsinn sem hann sýndi væri vegna skertrar meðvitundar, en þegar hann var spurður um þetta kannaðist Phu ekki við það. Alls voru sautján gestir í matarboðinu og báru fjölmarg- ir þeirra vitni í gær með aðstoð túlks. Vu lét eftir sig unga barns- hafandi eiginkonu og þriggja ára dóttur þeirra. Dómur fellur í mál- inu á næstu vikum. smk@frettabladid.is Taldi sig vera í lífshættu Phu Tién Nguyén segir áfengi og reiði yfir vanvirð- ingu hafa valdið því að hann stakk landa sinn Vu Van Phong til bana í samkvæmi í vor. PHU TIÉN NGUYÉN Ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana í matarboði í Kópa- vogi í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SVEITARSTJÓRNARMÁL Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki að bærinn taki aftur við ræstingum í þeim stofnunum sem hafa verið í verkahring fyrir- tækisins Sólar. Fyrirtækið sagði upp samningi sínum við Hafnar- fjarðarbæ í síðustu viku. „Þetta er svo nýtilkomið að engin ákvörðun hefur verið tekin í þessu máli,“ segir Lúðvík en hann mun eiga fund með forsvarsmönn- um Sólar á morgun. Kolbeinn Gunnarsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Hlífar, vonast til að bærinn taki aftur við ræstingunum. - jse Hafnarfjarðarbær: Funda með Sól um ræstingar KONA OG BARN HINS LÁTNA Vu Van Phong lét eftir sig barnshafandi eiginkonu og þriggja ára son. �������������� ������������� �� ����������� ������������� �������� ��������� � � � � �� � � ��������� ���������� �������� ������ ���������������������������������������������������������� ��������������������������� � � � � �� � � �� ������������������������������� ����������������������������������������������� �������������������������� ����������� ��� ��������������������� ���������������������������������� ����������� ���������������������������������������� ������������������������������������������ �������������������� ��������������������� ��������������������� ��������������� ��� ���������� ������������������������������ ������������������������������� �������� ����������������������� � ���������������� � ���������������������� � ��������������������� � ��� �������������� 1 Hvað er talið að margir hafi verið í miðbænum á Kvennafrídeginum í gær? 2 Hvað bíll var valinn bíll ársins af Bandalagi íslenskra bílablaða- manna? 3 Hvað heitir hinn sextán ára gamli mexíkóski fótboltamaður sem er talinn geta orðið „næsti Ronaldinho“? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 38 VEISTU SVARIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.