Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 10
10 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Almera
Ver›tilbo› 1.790.000.-
Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, sóllúga,
álfelgur og spoiler.
ALMERA
NISSAN
fiÆGINDI OFAR ÖLLU
SKIPT_um væntingar
SKIPULAGSMÁL Gömlu bæjarskrif-
stofurnar í Garðabæ hafa nú verið
jafnaðar við jörðu. Síðastliðinn ára-
tug hafa listhneigðir grunnskæling-
ar í Flataskóla haft aðstöðu í Sveina-
tungu, eins og húsið var nefnt.
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um það hvað byggt verði
á Sveinatungulóðinni. Þó eru uppi
hugmyndir um nýjan miðbæ í
Garðabæ og þar er gert ráð fyrir
fjölbýlishúsum á svæðinu. - jse
Bæjarskrifstofur í Garðabæ:
Sveinatunga
jöfnuð við jörðu
SVEINATUNGA RIFIN Ekki hefur verið
ákveðið hvað verður byggt á lóðinni. BIFHJÓL Evu Dögg Þórsdóttur,
upplýsingafulltrúa Sniglanna, var
brugðið er hún las um sex ára
dreng á fimmtíu kúbika smábif-
hjóli í Fréttablaðinu á laugardag.
„Hafa þarf skellinöðrupróf
til að keyra svo kraftmikil hjól á
götum úti, klæðast leðurfatnaði
og vera með móturhjólahjálm,“
segir Eva Dögg. „Svona hjól má
aðeins nota á lokuðum svæðum.
Þau mega ekki vera á götunum
þar sem þau eru bæði númerslaus
og ljóslaus.“
Brynhildur Georgsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ökutækjasviðs hjá
Umferðarstofu, staðfestir að próf-
skírteini þurfi til að nota hjól sem
þetta á götunum. Tólf ára börn
megi nota þau á lokuðum svæð-
um. Hún segir öll vélknúin götu-
hjól sem fari hraðar en fimmtán
kílómetra á klukkustund skrán-
ingarskyld. „Tryggingafélögin
meta þessi hjól einnig stranglega.
Ef menn skrá þau fá þeir iðgjöld
upp á nokkur hundruð þúsund
krónur.“
Eva Dögg stendur ásamt Kristj-
áni Hafliðasyni og fleirum að
félaginu GP Ísland. Markmið þess
er meðal annars að setja upp og
reka mótaraðir í akstursíþróttum.
Eva segir félagið hafa sótt stíft í
að fá leyfi til að keppa á slíkum
hjólum en ekki fengið. Kristján
segir að sumir hafi fengið að flytja
hjólin inn sem leikföng en þá sé
búið að takmarka hraða þeirra við
þrettán kílómetra á klukkustund.
„Reynt hefur verið að flytja þrjá-
tíu til fjörutíu hjól inn til landsins
en þau hafa verið endursend því
þau hafa hvorki grindarnúmer né
upprunanúmer.“
Brynhildur segir málið í
klemmu, því sérstök æfinga-
svæði þurfi svo hægt sé að nota
hjólin löglega. Áhuga skorti hjá
sveitarfélögum að koma upp
slíkum svæðum og engin hér
hafi hlotið viðurkenningu. „Sam-
gönguráðuneytið hefur lýst yfir
áhuga á að ganga í málið og taka
það til heildarendurskoðunar.
Slíkt þarf að gerast í samráði við
tryggingafélög, lögreglu, sveitar-
félög og ráðuneytin sem standa
að þeim sem og vélhjólafélög
sem líta á þetta sem íþrótt,“
segir Brynhildur og bætir við að
eitt af því sem þurfi að skoða sé
að lækka aldur þeirra sem megi
nota hjólin.
gag@frettabladid.is
SEX ÁRA Á SMÁBIFHJÓLI Félagarnir í GP
Ísland segja hjól sem þessi ná frá fimmtíu
til áttatíu kílómetra hraða á klukkustund.
Barnahjólið er fyrir fullorðna
Samtök um akstursíþróttir hafa reynt að fá fimmtíu kúbika smábifhjól leyfð hér á landi. Erfitt hefur reynst
að skrá hjólin og mörg hundruð þúsund krónur kostar að tryggja þau. Löglega keppnisbraut vantar.
JAFNRÉTTI Hlutfall kvenkyns
stjórnarformanna íslenskra
fyrirtækja hefur ekkert breyst
á fimm árum, að því er fram
kemur í nýjum tölum frá Hag-
stofu Íslands. Þá hefur hlutfall
kvenkyns framkvæmdastjóra
aukist úr rúmum fimmtán pró-
sentum árið 1999 í tæp átján
prósent árið 2004 en sú fjölgun
er sögð aðallega fyrir tilstuðlan
nýrra fyrirtækja.
Árið 2004 voru konur átján
prósent framkvæmdastjóra og 22
prósent stjórnarformanna starf-
andi fyrirtækja sem skráð eru í
hlutafélagaskrá. Hlutfall kvenna
miðað við karla er hæst í minnstu
fyrirtækjunum og minnkar eftir
því sem fyrirtækin stækka. Þá
er hlutfall kvenna hæst í yngsta
aldurshópi framkvæmdastjóra
og stjórnarformanna. Einnig
kemur fram að konur starfi í rík-
ari mæli í verslun og þjónustu en
karlar.
Ef fyrirtækjum er skipt upp
eftir atvinnugreinum kemur í
ljós að hlutfall kvenkyns fram-
kvæmdastjóra í byggingastarf-
semi og fjármálastarfsemi var á
bilinu sjö til átta prósent. Aðeins
í veitustarfsemi og námugreftri
var hlutfallið lægra, en þar
starfaði engin kona sem fram-
kvæmdastjóri.
Hlutfallið var hins vegar
hæst í því sem kallast önnur sam-
félagsþjónusta, 41 prósent. Næst-
hæst var hlutfallið í fræðslu-
starfsemi, 38 prósent, og um
þrjátíu prósent í heilbrigðis- og
félagsþjónustu sem og hótel- og
veitingahúsarekstri. - sda
Konur í forystu skráðra fyrirtækja á árunum 1999 til 2004:
Konum hefur lítið fjölgað í toppstöðum
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- OG
VIÐSKIPTARÁÐHERRA Valgerður hefur marg-
oft vakið athygli á lágu hlutfalli kvenna
í stjórnum fyrirtækja og sent út bréf til
stjórnenda þar sem þeir eru hvattir til að
veita þessu athygli.
JAFNRÉTTI Um átta af hverjum tíu
forstöðumönnum ríkisstofnana eru
karlar. Fyrir þrjátíu árum voru
þeir níu af hverjum tíu, að því er
fram kemur í Hagtíðinum Hagstofu
Íslands.
Í ritinu, sem nefnist Konur og
karlar 1975 til 2004, er þess freistað
að skoða með tölum hvernig staða
kynjanna á Íslandi hefur þróast á
síðustu þremur áratugum.
Þar kemur fram að stórt bil er enn
milli atvinnutekna kvenna og karla
og munur á meðaltímakaupi kynj-
anna meðal verkafólks og afgreiðslu-
fólks hefur lítið breyst á tímabilinu.
Laun kvenna sem hlutfall af launum
karla voru árið 2004 frá 63 til 98 pró-
sent af launum karla, mismunandi
eftir hópum og launaviðmiðunum.
„Konur hafa haslað sér völl víða og
eru komnar til áhrifa í samfélaginu
en það skortir enn á að það sé til
jafns við karla,“ segir í ritinu.
Þegar rýnt er í tölurnar kemur
í ljós að fyrir þrjátíu árum voru
konur fimm prósent alþingismanna
og fjögur prósent sveitarstjórnar-
manna en engin kona sat þá í ríkis-
stjórn. Tíu árum síðar, árið 1985,
voru konur orðnar fimmtán prósent
þingmanna og tólf prósent sveitar-
stjórnarmanna og sat ein kona í
ríkisstjórn. Auk þess hafði Vigdís
Finnbogadóttir verið kjörin forseti
Íslands fimm árum áður.
Eftir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar árið 2002 voru konur 31
prósent sveitarstjórnarmanna og
þrjátiu prósent þingmanna eftir
alþingiskosningarnar 2003. Eftir
breytingar á þingliði nú í haust eru
þær nú nær þriðjungur þingmanna.
Þá sitja þrjár konur í tólf manna
ríkisstjórn.
Fyrir þremur áratugum voru
konur þrjú prósent þeirra sem sátu
í opinberum nefndum og ráðum en
hlutfallið er nú um þrjátíu prósent.
Lengst af gegndu einungis karlar
störfum ráðuneytisstjóra, sendi-
herra og hæstaréttardómara svo
fátt eitt sé talið. Árið 1995 voru
konur einnig komnar í þau störf.
Nú um stundir eru tvær konur
ráðuneytisstjórar og aðrar tvær
hæstaréttardómarar. Þá gegnir
ein kona starfi sendiherra, og er
hlutfallið einungis þrjú prósent.
Þrjár aðrar konur hafa verið skip-
aðar sendiherrar en hafa ekki enn
tekið til starfa. - sda
Sérrit um stöðu kynjanna síðustu þrjá áratugi:
Enn hallar
á hlut kvenna
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Var kjörin forseti Íslands árið 1980 og var fyrst kvenna í heimin-
um til að gegna þeirri stöðu.
SKÝRSLUNNI HAFNAÐ Tugþúsundir
Sýrlendinga mótmæltu í gær skýrslu
rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna
um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi
forsætisráðherra Líbanons, en stjórnvöld
í Damaskus eru sökuð um að hafa látið
ráða hann af dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP