Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 18
 25. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR ������������������� ��������������������� � � �� �� � �������� � ������� ������� ������ ���� �������� ������� ���� ��������������� �������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ������������������������������ �������������� ����� ��������������������������� ���������������������������� ������������������������������� ����������� �������������� ���������������������������������������� Guðmundur Andri virðist einn þeirra manna sem skrifa fyrst og hugsa svo, eins og ráða má af grein hans í Fréttablaðinu þann 20. október. Þar viðurkennir hann fúslega að fyrri fullyrðing hans um bræðralag mitt og Hannesar Hólmsteins séu staðlausir stafir, hann hafi gasprað þetta að gamni sínu, svona án þess að vita neitt eða meina neitt. Gott og vel - en það var nú einu sinni þetta gaspur Guðmundar sem knúði mig til að birta blaðagreinina Hundurinn og Guðmundur Andri þann 14. októ- ber, ekki einhver píslarvættislöng- un eins og hann gefur í skyn. Og líkt og ég frábað mér aðdróttanir Guð- mundar Andra í áðurnefndri grein þá frábið ég mér nú allt hans tal um píslarvætti og bið hann að minnast þess að hann hóf þetta orðaskak en ekki ég og miklu veldur sá er upp- hafinu veldur. Það er svo einnig alrangt sem Guðmundur heldur þar fram að ég hafi eftir útkomu bókar minnar, Borgir og eyðimerkur, árið 2003 reynt að vekja fólki geðs- hræringu með kjallaragrein í DV. Þessi fullyrð- ing kom mér reyndar verulega á óvart því þótt Guðmundur virðist kunna kjallaragrein mína utanbók- ar þá var hún undirrituðum ekki fastari í minni en svo að ég varð að grafa hana upp úr gömlu blaða- drasli hér á heimilinu til að rifja upp efni hennar. Og hvað kemur í ljós? Jú, eins og mig minnti var ég að bregðast við aldeilis kostulegri umfjöllun Sigríðar Albertsdóttur um Borg- ir og eyðimerkur. Sigríður virtist finna bókinni helst til foráttu að einhverntíma hefði verið gerður sjónvarpsþáttur þar sem vikið væri að samskiptum Kristmanns Guð- mundssonar við íslenska komm- únista - og því væri bókin óþörf, svo gáfulega sem það nú hljómar. En í kjallaragreininni gagnrýndi ég einmitt það viðhorf Sigríðar að frásagnir af mönnum og málefn- um yrðu óþarfar við það eitt að um efnið hefði verið fjallað á öðrum vettvangi. Og það mætti í þessu sambandi velta því fyrir sér hversu margar skáldsögur væru skrifaðar á Íslandi ef einungis mætti skrifa um efni sem ekki hefði verið fjall- að um áður. Í hugann koma strax bækur eins og Gerpla eftir Halldór Laxness, Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson og jafnvel Íslandsför Guðmundar Andra ef út í þá sálma er farið - og þessi upptalning gæti orðið miklu lengri. Það er síðan í lok þessarar tveggja ára gömlu kjallaragreinar sem ég vík að viðskiptum þeirra Kristmanns og Thors Vilhjálms- sonar og bendi ég á að þar eð Thor sé nú sjálfur tekinn að reskjast þá skilji hann kannski betur en áður hvernig Kristmanni hafi liðið þegar lætin í kringum þá tvo voru sem mest á sjöunda áratugnum og fyndist mér þögn hans um mál þeirra benda til þess. Og við þetta stend ég. Þegar Thor Vilhjálmsson ungur að árum var að brjótast til fátæktar eins og stundum var sagt um þann mann þá var Kristmann Guð- mundsson kominn á sjötugsaldur og hafði um nokkurra ára skeið setið á friðar- stóli í íslensku menningarlífi . Því pólitíska gerningaveðri sem geisaði á fjórða og fimmta áratugnum hafði að mestu slotað og Kristmann, þá nýkvæntur Steinunni Briem, var að lifa sín mestu og kannski fyrstu hamingju- ár á Íslandi eftir heimkomuna ald- arfjórðungi áður. En sá friður var nú skyndilega rofinn þegar nýliðinn Thor taldi sig þurfa að sanna hollustu sína við gömlu kommaklíkuna, sem enn hafði tögl og hagldir í menningarlíf- inu, og réðst að erkióvininum frá eftirstríðsárunum, Kristmanni - enda vissi hann sem var að þar yrði fátt um varnir. Ég fæ hins vegar ekki orða bundist yfir því hversu blygðun- arlaust Guðmundur sjálfur vekur athygli á fautaskapnum í garð Kristmanns Guðmundssonar sem hefur æ síðan verið ljótur blettur á mannorði föður hans - og læðist óneitanlega að manni sá grunur að þarna sé um einhvers konar síðsprottna Ödipusarduld að ræða hjá syninum. En það fær maður víst aldrei að vita með sanni. Að endingu vil ég segja þetta: Í lok greinar sinnar Tilkall til písl- arvættis vænir Guðmundur mig beinlínis um ósannsögli þegar hann fullyrðir að enginn af þeim sem næst honum standa hafi skoðun á því hvort ég njóti starfs- launa rithöfunda eða ekki. Ég vil þá á móti skora á hann að ganga nær þessu sama fólki. Dólgurinn leynist vissulega þar. Guðmundur Andri og Ödipusarduldin UMRÆÐAN SVAR TIL GUÐ- MUNDAR ANDRA SIGURJÓN MAGNÚSON RITHÖFUNDUR „Og líkt og ég frá- bað mér aðdróttanir Guðmundar Andra í áðurnefndri grein þá frábið ég mér nú allt hans tal um píslar- vætti og bið hann að minnast þess að hann hóf þetta orða- skak en ekki ég og miklu veldur sá er upphafinu veldur.“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.