Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TIMINN
7
Guðbjörn Guðjónsson
HEILDVERZLUN
Siðumúla 22 — Sími 8-56-94
Höfum fengið sendingu af
BAUER HAUGSUGUM
á lækkuðu
verksmiðjuverði
O Dauf mynd
hans. Strax þá bjarmar fyrir
boðskap myndarinnar, þvi i stað
þess að létta við hefndina, veldur
hún Jory ógleði og uppsölum, enda
er hann óharðnaður og óvanur að
drepa. Eftir þá atburði neyðist
Jory til að yfirgefa bæinn og verður
það úr, að hann slæst i för með hópi
kúreka, eða öllu heldur hrossreka.
Leið þeirra liggur til búgarðs eins I
Texas, þar sem landið er erfitt og
mennirnir miklir.
A leiðinni verður Jory fyrir
margskonar áhrifum, en sterkust-
um þó frá ungum manni, sem elur
upp i honum virðingu fyrir byssum
og styrkir trú hans á manndóm
þann er felst i vopnum. Forstöðu-
maður hópsins, gamalreyndur
jálkur, reynir að vinna á móti þess-
um áhrifum og bendir piltinum á,
að marghleypan sé manninum að-
eins enn eitt skjólið að skriða i o'g
raunar verki hún meir i þá veru að
egna til ófriðar en hún haldi i skefj-
um.
Áróður sinn rekur hann þó fyrir
daufum eyrum, þvi pilturinn er
heillaður af marghleyputækni
hetjunnar og sér aðeins dýrðar-
ljómann af manndrápum.
Út frá þessu er efni myndarinnar
framsett á næsta hefðbundinn
máta. Manndrápsskammturinn er
nokkuð hæfilegur. og forðast að út-
hella óþarfa blóði, en þess hins
vegar vendilega gætt, að jafnvægi
haldist. Bæði eru drepnir góðir
menn og illir, sem misjafnlega
mikil eftirsjá er að, og að lokum
skilur Jory boðskap gamla manns-
ins og fleygir frá sér marg-
hleypunni.
Eðlilega koma þar til margvlsleg
áhrif á piltinn, þar á meðal áhrif
fyrstu konunnar i lifi hans. I heild-
ina tekið er þó ferillinn fremur ódýr
og littsannfærsíidiog þegar til kem
ur, er boðskapurinn borinn ofurliði
i myndarlok, þannig að frelsun
piltsins fær ekki reist hann við.
Þegar vandkvæðin steðja að,
verður aðstandendum myndarinn-
ar nefnilega helst fyrir, að láta
leysa hann með ofbeldi. Aður hafði
og komið fram nokkur tviskinnung-
ur, þar sem greinilegt var að of-
beldi og réttmæti þess er ákaflega
afstætt fyrirbrigði — það er hreint
ekki sama að hverjum hlaupinu
er beint, né heldur hvað skal verja.
Úr verður ruglingur, sem einna
helst mætti skilja á þann veg, að
byssur geti ekki verið réttlætanleg-
ar til að verja lif manna, en séu aft-
ur nauðsynlegar til að verja eigur
þeirra.
Vafalitið er mynd þessari þó
fyrst og fremst ætlað afþreyingar
gildi og þvi væri ósanngjarnt að
skilja hér við. Þá væri hún for-
dæmd fyrir að ná ekki hliðartil-
gangi sinum. Staðreyndin er þó sú,
að myndin nær ekki heldur af-
þreyingar tilgangi, að minnsta
kosti ekki svo aö nokkur töggur sé I.
Um spennu er hvergi að ræða. Til
þess er heldur vart hægt að ætlast
af framleiðslu á borð við jjessa. Ef
til á að taka kosti myndarinnar,
verður eitt og aðeins einn fyrir, en
það eru ákveðnir þættir úr leik
piltsins i hlutverki Jory. Hjá hon-
um bregður fyrir leikgleði, sem
sjaldgæft er orðið að finnist I vestr-
um. Ef til vill á þetta sérstaklega
við um samskipti hans við heima-
sætuna á búgarðinum, er tilþrif
hans eru einnig oft þokkaleg þegar
hann er að reyna að likjast
átrúnaðargoðum sinum.
í stuttu máli: Fremur léleg
mynd, sem þó á sina ljósu punkta
og vissulega hafa þær sést hér
verri.
VerjumH
gggróöur
verndum
land®J
Utgerðarmenn
Sjaldan er ein báran stök. Kaupið strax - kaupið ódýrt, úrvals japönsku
þorskanetin frá Nichimo, til afgreiðslu strax af lager í Reykjavík, á hinu
ótrúlega tága Nichimo verði.
Hafið samband við umboðsmenn okkar á íslandi áður en þið festið ykkur
aftur í netum frá öðrum.
-
NICHIMO
Umboösmenn
KRISTJÁNÓ.
Sími 24120
/ V
Útgerðarmenn og sjómenn eru manna dómbærastir á net. Þeir leggja aðeins
bestu net fyrir fiskinn. Þess vegna þýðir ekkert annað fyrir okkur en að leggja
það besta og hagstæðasta fyrir þá.
Gleymiö okkur
einu sinni -
og þiö gleymiö
því aldrei !