Tíminn - 03.08.1975, Síða 11
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TÍMINN
11
siðan árið 1972. Er samið um
flutningana til eins árs i senn.
Vörugeymsiur, aðstaða í
landi — Starfslið
— Hvernig er aðstaða
HAFSKIPS HF i Reykjavíkur-
höfn?
— Við höfum eins og fleiri
skipafélög verið á hálfgerðum
hrakhólum með geymslurými en
mjög örðugt er að koma sér upp
fullnægjandi aðstöðu i Reykja
vikurhöfn, en það er raunar al-
gjör forsenda þess, að unnt sé að
bjóða upp á ódýra flutninga.
Veltuhraði i stykkjavöru er allt of
dræmur, en það kostar, að skipa-
félögin verða að hafa mikið
geymslurými fyrir vörur i
Reykjavik.
Fyrstu árin var notazt við hús
Alliance við Vesturhöfnina, en
siðar var gamla TtVOLf keypt
fyrir farmvöll og vöruhús. Þá
reisti félagið nokkrar skemmur
við Eiðisgranda og nú höfum við
eina skemmu á leigu á hafnar-
bakkanum i Vesturhöfninni, þar
sem aðstaða er skinandi góð til
vörumóttöku, en þó verður að
nota allar þessar stöðvar.
— Hvað vinna margir starfs-
menn hjá Hafskip hf.?
Það munu vera um 115 fastir
starfsmenn. A skipaflotanum eru
um 60 manns, 14 vinna skrifstofu-
störf, annað starfslið við vöru-
geymslur, útgerð og uppskipun.
A árinu 1974 voru farnar 110
ferðir milli landa á þessum
siglingaleiðum, sem áður voru
taldar, þar af 90 ferðir á eigin
skipum, aðrar ferðir voru með
leiguskipum.
— Hvernig er félagsstjórnin
skipuð nú?
— Þeir eru: Magnús Magnús-
son, Höskuldarkoti, formaður,
Ólafur B. ólafsson, Sandgerði,
varaformaður, Friðrik Magnús-
son, Njarðvikum, Axel Kristjáns-
son, Hafnarfirði, Einar Guðfinns-
son, Bolungarvik, Haraldur
Gislason, Vestmannaeyjum og
Þórarinn Guðbergsson, Garði.
Að sigla um
veraldarhöfin
— Nokkur framtiðarverkefni
framundan?
— Við hjá Hafskip hf. einbeit-
um okkur nú að þvi að skipu-
leggja fyrirtæki okkar og ná
nauðsynlegri hagkvæmni i
rekstri. Æskilegast væri, að hafa
skipin stærri en þau eru, en tiðar
skipaferðir eru lika nauðsyn og
hafnarskilyrðin eru ekki alls
staðar það góð að sigla megi stór-
um skipum. Þessir staðir verða
lika að hafa skipaferðir, það þarf
að koma þangað varningi og
flytja afurðir á brott. Þetta tak-
markar stærð skipanna, auk ann-
ars.
Við erum með ráðagerðir um
að bæta einu skipi við til viðbótar
nú á næstunni, en of snemmt er þó
að greina nánar frá þvi nú.
Auðvitað er okkur það ljóst, að
möguleikar okkar eru ekki ein-
vörðungu bundnir við Island.
Miklir möguleikar eru ónýttir af
Islendingum, þvi t.d. er öll olia
flutt til landsins með leiguskipum
og Alverið i Straumsvik flytur
hráefni að versmiðjunni með
erlendum stórskipum.
Þá er þess að gæta, að Norð-
menn, Danir og reyndar allar
Norðurlandaþjóðirnar nema
Islendingar taka þátt i alþjóða-
siglingum, meira að segja
eru Alandseyingar stórveldi á
sjónum.
Við þurfum þvi að skoða
siglingamálin miklu nánar og at-
huga hvort islenzkir farmenn
geta ekki aflað gjaldeyris með þvi
að sigla um heimshöfin fyrir
erlendar þjóðir.
Eins og stendur er markaður
heldur daufur, en ég hygg, að við
reynum þetta eitthvað þótt siðar
verði, segir Magnús Magnússon
frá Höskuldarkoti að lokum.
Jónas Guðmundsson.
Halldór S. Friðriksson, skrifstofustjóri ræðir við Magnús Magnússon, forstjóra
Þórey Hvanndal og Erla Sigriður Jóhannsdóttir vinna á skrifstofunni
Wm , si a ’
■' y,'f< ;
Mikið ber á ungu fólki á skrifstofum Hafskip, enda forstjórinn aðeins 34 ára. A myndinni er skrifstofu-
fólk. Elías Henz, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Elínborg Halldórsdóttir, og Sigurlaug Halldórsdóttir.