Tíminn - 03.08.1975, Síða 22

Tíminn - 03.08.1975, Síða 22
Hamingjusöm fjölskylda I skozku hálendi. Heather frá fyrra hjónabandi Lindu. Maryj_ Poul og Linda meö Stellu. Bítillinn sem gerðist bóndi Börnin skipta Lindu og mig mestu. — Ding dang, ring bang, hér er útvarpsstöðin WC Beatles City i New York. Enn eru 15 Bitlamin- útur þangað til klukkustundar- langur þáttur Bitlanna hefst. Hitinn er 26 Bitlastig. Þannig fórust þulinum oft orð I þessari vönduðu útvarpsstöð á þeim tima, þegar siðhærðu piltarnir fjórir frá Liverpool heiöruðu Bandarikin með návist sinni. Allir voru vitlausir i Bitlana, allir vildu heyra þá og sjá. Orð þeirra urðu ýmsum meira virði en sjálf biblian. Leiðtogi þeirra John Lennon hélt þvi fram að hann væri meiri en Jesús sjálf- ur, en þá neituðu ráðamenn út- varps- og sjónvarpsstöðvar að spila plötur Bitlanna. Aðdáendur þeirra þvinguðu útvarpsmennina hins vegar til að skipta um skoðun. Þaö eru 11 ár siðan þetta var. Nú heyrum við sjaldan minnzt á þá,en þó kemur fyrir að blöðin birta fréttir um að John Lennon hafi skilið við Yoko Ono japönsku konuna sina, hafi fundið sér nýja ástkonu og svo farið aftur til Yoko, eða um að Pattie hafi farið frá George, af þvi að hann hafi verið orðinn allt of upptekinn af indverskri hugleiöslu, eða að Ringo hafi leikið I kvikmynd, eða gefið út nýja plötu, sem aldrei slær i gegn. Og jafn reglulega kemur upp orðrómur um að þessi frægi kvartett ætli að fara að syngja aftur saman og það heyrist af skrimslinu i Lock Ness. En aldrei varð úr þvi. Þessi fræga pop-hljómsveit, sem hafði selt 90 millj. L.P. plötur og 120 millj. af litlum plötum, mun aldrei leika saman aftur. Eftirlætis bitill allra kvenna milli 12 og 42 ára, Paul McCartney sem nú er 33 ára gamall, ætti bezt að vita það — „Okkur er öllum Ijóst, að þetta mikla fyrirtæki, Unglingarnir óðu eld og vatn fyrir Bitlana allt þar til George fór í hugleiðsluferðalag, — John dró sig i hlé með Yoko Ono og Ringó gerðist kvikmynda- leikari. Poul gerðist hins vegar góður fjölskyldufaðir i Skozku hálöndunum. sem við vorum með i, er ekki lengur til. Viðhöfum sætt okkur við það. Eins og John Lennon sagði einu sinni viö okkur á skrifstofu plötuútgáfufélagsins okkar „APPLE”: „ÉG fer úr hljómsveitinni. Ég skil við ykk- ur”.” „Draumurinn búinn”. Paul, siðasti ungkarlinn i hljómsveitinni, giftir sig um svipaö leyti Lindu Eastman, bandariskum ljósmyndara og timi Bitlanna, hálfguðanna fjögurra i poptónlistinni, var liðinn. Nú skrifuðu virtir tón- listagagnrýnendur ekki lengur langar greinar um nýjustu plöt- ur þeirra með orðskrúði eins og: „Bitlarnir hafa yfirfært flókna tónlistartækni hinna gömlu meistara á tónlist samtimans meö innsæisfullum andrikum hætti”. Liðinn var einnig sá timi, þegar verzlunarfólk allt frá Hamborg til Hawaii græddi milljónir á bitladúkkum, skyrt- u, hringjum, vasaklútum, hött- um og hárkollum. A eftir komu beiskar deilur um „APPLE”-veldið, arðhluta- bréfin, laun framkvæmdastjóra og gjöld fyrir höfundarrétt, sem ekki höfðu verið greidd. Og John Lennon komst að þessari bitru niðurstöðu: — Draumurinn er búinn. Ekki aðeins draumurinn um Bftlana, heldur einnig um nýja kynslóð. Það sem við gerðum I danssölunum i Hamborg og Liverpool var stórkostlegt. En strax og við urðum frægir var allt búið. Nú, 10 árum eftir þetta mikla æði, er engum Bltlanna sérlega anntum sina fyrrverandi félaga )

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.