Tíminn - 03.08.1975, Síða 24

Tíminn - 03.08.1975, Síða 24
TÍMINN Sunnudagur 3. ágúst 1975. ÉG HÉLT AÐ SVALBARÐSEYRI . VÆRI DANMÖRK" Tíminn ræðir við Eirík Brynjólfsson, róðsmann ó Kristneshæli, ó sjötugsafmæli hans Eflaust kannast margir við Eirik G. Brynjólfsson ráðsmann I Kristneshæli. Það eru ekki svo fá- ir sjúklingar sem hafa verið þar á stað I gegnum árin og kynnzt þeim mannlsem hefur verið vak- andi og sofandi yfir velferð og velgengni staðarins alit frá stofn- un til þessa dags. Tfminn ræddi við Eirik fyrir skömmu og er eng- an veginn hægt að sjá það að þar fari sjötugur maður. Eiríkur er kvæntur Kamillu Þorsteinsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Fluttíst níu ára aö heiman „Ég er fæddur að Breiðagerði i Lýtingsstaðahreppi i Skagafirði, þann þriðja ágúst 1905 og þar bjó ég fram til fjögurra ára aldurs, eöa þar til föður mlnum var sagt upp jarðnæðinu og eftir það bjó ég á ýmsum stöðum þar til haustið 1914 að fór ég alfarinn úr Skagafiröi. Ég man að þegar við feðgarnir, sem fórum gangandi mestan hluta leiðarinnar til Eyja- fjaröar, sáum Eyjafjörð og Sval- barðseyri, þá spurði ég föður minn hvort þarna væri Danmörk, en það skal tekið fram að ég hafði aldrei séð sjó áður, enda alinn upp i sveit. Nú, I Eyjafirði elst ég svo upp hjá frænku minni Guðríði Brynjólfsdóttur og fóstra minum___ Einari Sigfússyni á Stokkahlöð- um. Heimavistarstjóri viö Gagnf ræðaskólann á Akureyri Hjá fósturforeldrum minum var ég þar til skólaganga hófst, en vorið 1922 tók ég inntökupróf viö Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. Haustið eftir settist ég á skólabekk þá orðinn 17 ára og lauk gagnfræðaprófi tveim árum siðar. Hins vegar var ég viðloöa framhaldsdeild i tvö ár, er Sigurður Guðmundsson skóla- meistari kom á fót og var visir að menntaskóla, en þar heltist ég úr lestinni, m.a. af þvi að fóstri minn dó veturinn 1926. En það varð ekki úr að ég gerðist bóndi i hans stað, þvi skömmu siðar veiktist ég af brjósthimnu- bólgu og varð óvinnufær næsta vetur. Þarna við Gagnfræðaskól- ann gegndi ég svokölluðu starfi heimavistarstjóra og mun senni- lega vera sá siðasti er hlaut þá stöðu jafnframt námi. Heima- vistarstjóri var skipaður af skóla- stjóra og var ég valinn i starfið, en þvi gegndi ég þau ár, er ég var i skólanum. Það var i þvi fólgið að sjá um öll innkaup til heima- vistarinnar, greiða þá reikninga er til hennar bárust og gera upp við nemendur, þannig að óneitan- Kamiila Þorsteinsdóttir og Eirlkur Brynjólfsson lega tók það mikinn tima frá námi. 22 ára ráðinn sem ráðsmaður að Kristnesi Vegna brjósthimnubólgunnar var ég ófær til að gérast bóndi sem ég annars hefði vafalaust orðið. Þvi varð úr að ég sótti um stöðu ráðsmanns i Kristnesi og fékk hana 1. október 1927 aöeins 22 ára gamall. Þar mun ugglaust hafa ráðið miklu að ég haföi starfað sem heimavistarstjóri, en ekki hafa heldur meðmæli Sigurðar Guðmundssonar spillt fyrir. í Kristnesi hef ég slðan starfað óslitið að undanteknu rúmlega einu ári sem ég kenndi á Akureyri i forföllum Þorsteins M. Jónssonar. Fyrir uppsögnina hafði ég gert kaupkröfur án þess að fá viðunandi úrlausn, en þegar ég er svo ráðinn aftur vorið 1932 þá hafði ég 300 krónur á mánuði, og allt fritt, sem þótti mjög gott i þá daga. Mikiðstarf unnið til að komast fyrir berklana Þegar Kristneshæli tók til starfa voru berklar óskaplega al- gengir og raunar mun algengari en almenningur i dag getur gert sér grein fyrir. Var Jónas Rafnar yfirlæknir allt frá stofnun hælis- ins 1927 til ársins 1955, og vann ó- skaplega mikið starf, enda var hann fyrstu árin eini læknirinn. Og það veit ég,að sjúklingarnir mátu hann lika mikils og báru viröingu fyrir honum. Það er svo ekki fyrr en að Sigurður Sigurðs- son er ráðinn berklayfirlæknir 1935 að eitthvað fer að rofa til, en það var meðal annars hans starf að fara um landið og leita hrein- lega eftir sjúklingum, enda fund- ust þá oft smitberar, sem engum manni hafði dottið i hug aö væru sjúkir og allra sizt þeim sjálfum. Lyf voru þá ekki til, en reynt var að hafa smitbera i sem allra mestri einangrun. Þannig var farið sérlega varlega með allan úrgang og þeir urðu að spýta i sérstakar skálar. En ég man hversu átakanlegt þaö var að sjá ungt og efnilegt fólk koma hingað fársjúkt án þess að nokkur vissa væri fyrir þvi að það læknaðist. Kristneshæli mun hafa tekið um 60sjúklinga þegar I byrjun og var það yfirfullt mörg fyrstu árin. Þáttaskil meðtil- komu lyfjanna Það er svo ekki fyrr en árið 1952 að berklalyfin koma fram, en með tilkomu þeirra verða þátta- skil i bardaganum við berklana. Þá læknuðust ákaflega margir og einnig höfðu margir fengið bata af að láta „höggva” sig, er Guð- mundur Karl yfirlæknir á Akur- eyri þótti sérstaklega fær við. Af þeirri aðferð hlutust þó lýti, svo þegar seinna var hægt að skera hluta lungans i burtu i stað þess var einnig um framför að ræða. Og nú er svo komið eftir öll þessi ár að sjúkdómurinn er hverfandi, einstaka tilfelli gjósa upp með löngu millibili, i dag eru einungis þrir berklasjúklingar hér á Krist- nesi af þeim 77, er dvelja á hæl- inu. Þá var hugmyndin að gera Kristnes að hóteli Þegar svo var komið sögu að tekizt hafði að vinna bug á berklunum runnu á ráðamenn tvær grimur hvað gera skyldi við Kristnes. Þá kom meðal annars sú hugmynd fram að þarna væri um tilvalið hótel að ræða, en sem betur fór varð ekkert af þvi. Þá var ákveöið að nota húsnæðið fyrir hjúkrunarsjúklinga sem ekki geta^ verið á elliheimilum vegna sjiikleika og hefur þaö komið á daginn að full þörf var fyrir stofnun sem þessa. En áður en þessi stefna var tekin gátum viö litið rótað okkur, en strax árið 1963 voru hafnar byggingafram- kvæmdir á staðnum og er þeim reyndar ekki lokið enn, þvi nú er verið að vinna að viðbyggingu sem I verður meðal annars lyfta, bætt hreinlætisaðstaða og fleira. Hins vegar hefur þörfin alltaf verið meiri en fjárveitingin, og fyrrgreind bygging er löngu á eft- ir kröfum timans. Hef alltaf haft áhuga fyrir skógrækt Við byrjuðum 1933 að planta skógi fyrir sunnan aðalbygging- una og var þar farið eftir teikn- ingum Jóns Rögnvaldssonar garðyrkjumanns, en hann var okkur mjög hjálplegur við garð- inn og útvegaði okkur plöntur og þess háttar ef vantaði. Þetta var allt i smáum stil til að byrja með, en stöðugt var bætt við ár frá ári og nú er svo komið að fyrir utan heimalóðina er þetta samtals 27 hektarar. En nú siðustu ár hefur litið bætzt við af trjám, og ég vildi láta það koma fram að hér hefur aldrei unnið garðyrkjumaður þó svo full þörf væri á. Það verður ekki og er ekki hægt að ætlast til þess að of fámennt starfsliö sjái um þetta, ef til vill i fristundum sinum. Kennsla og búskapur 1 gegnum árin hef ég haft mik- inn áhuga á kennslu og skólamál- um almennt, þannig sat ég um hrið i skólanefnd hér, og eins og ég gat um áðan þá kenndi ég fyrir Þorstein M. Jónsson við Barna- skóla Akureyrar um eins vetrar skeið. En nokkru siðar eða 1939—40 kenndi ég við Gagn - fræðaskólann á Akureyri hjá Þor- steini, er var orðinn skólastjóri. Nokkrum árum eftir það, tók ég unglinga til kennslu hingað að Kristnesi, en þvi fer fjarri að það væri mikið eða markilegt,sem þar fór fram, enda einungis um undirbúning fyrir aðra skóla aö ræða. Á þessum árum hef ég llka dundað við búskap og á árunum 1930—35 rak ég búskap á Stokka- hlöðum, en þá voru erfiðir timar og illmögulegt að stunda búskap- inn af einhverju viti, þannig að ég lagði hann á hilluna. En við Skag- firðinginn i mér hef ég hvorki viljað né getað losnað og I hugan- um tel ég mig alltaf með Lýting- um þó að nú séu nærri 61 ár siðan ég átti þar heima. Ég hef alltaf haft gaman af hestum og mun það vera arfur úr Skagafirði, einkum úr móðurætt. Ég hef oft átt góða hesta og mun minningin um þá ylja mér það sem eftir er ævinn- ar''sagði Eirikur Brynjólfsson að lokum. u. mum v in vummn ■< !!i ii iiiinmimniiiíííiíii tumimtum timi! niiiiii * ***-*■- »»•< M ___________________________, Kristneshæli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.