Tíminn - 05.09.1975, Side 2
2
TÍMINN
Föstudagur 5. september 1975.
Stjórn Reykja-
prents ræðir
samkomulagið
á fundi í dag
Gsal—Reykjavik — Samkomu-
lag þetta er i raun fólgið I þvf, að
öll blöðin þrengja að sér til þess
aö hægt sé aö gefa út þetta nýja
blað. Visir færir sinn tima tölu-
vertfram og blaöiö fer úr prent-
smiðjunni fyrr en áöur hefur
verið, — og nýja blaöiö fer i
prentun skömmu eftir Visi,
sagði Steingrimur Hermanns-
son, fulltrúi biaðstjórnar Tim-
ans, sem sat maraþonfund
Blaðaprentsstjórnar i fyrrinótt,
en fundinum lauk undir morgun
með samkomulagi um tilhögun
mála i Blaðaprenti, eftir aö
Dagblaðið hefur bætzt viö i hóp
þeirra blaöa, sem þar hafa ver-
ið prentuö.
Bæði stjórn Blaðaprents og
fulltrúar Dagblaðsins, sem
mættir voru á fundinum, undir-
rituðu samkomulagið, — en
Þórir Jónsson, frá Reykja-
prenti, útgáfufélagi Visis óskaði
eftir fresti á undirritun sam-
komulagsins. til að bera sam-
komulagið undir stjórn Reykja-
prents.
Steingrimur kvað aðalatriði
samkomulagsins vera það, að
öll blöðin þrengdu að sér á einn
eöa annan máta, en samkomu-
lagið væri gert til eins mánaöar
og hefðu allir hlutaðeigandi
aðilar stætzt á að setja málið i
gerðadóm. Að sögn Steingrims
á niðurstaða gerðadóms að
liggja fyrir á gildistima sam-
komulagsins.
A fundinum varð það að sam-
komulagi, að Visismenn skuld-
binda sig til að dreifa ekki
blaði slnu fyrr en eftir klukkan
þrettán, en likur eru taldar á, að
Dagblaðið geti orðið tilbúiö til
dreifingar um klukkan fjórtán.
Fundur Blaðaprentsstjórnar
lauk umkl. 6 i fyrrinótt, og sagði
Steingrimur Hermannsson að
mikil spenna hefði rikt á fundin-
um. — Ég tel, að allir séu fegnir
þvi að samkomulag náðist og ég
hygg, að allir voni, að það verði
til góðs, ekki sizt Blaðaprenti, —
en við höfðum aðallega hag þess
i huga i þessum viðræðum, svo
og hagsmuni Timans, — en við
teljum, að það hefði næstum þvi
orðið banabiti fyrir Blaðaprent
að vera á einn eða annan hátt
aðili að málaferlum, sem
kannski gætu tekið ár eða
meira, sagði Steingrímur.
Stefnt er að jivi, að fyrsta
tölublað Dagblaðsins liti dags-
ins ljós næstkomandi mánudag.
„Umbúnaður olíutankanna
í Hvalfirði fráleitur"
BH-Reykjavik -- Það eru fjórir
tankar á þessu s,æði, og þeir eru
ailir eins byggðir, svo ekki
verður hjá þvi komizt að athuga
þá alla. Þegar viögerð á þessum
tanki er lokiö, verða hinir þrir
tæmdir og athugaðir og fram-
kvæmd viðgerð á þeim, ef nauð-
synlegt reynist, eins og telja má
fullvist. Þetta mun taka langan
tima, og verður þvi naumast lokið
fyrr en undir vorið, sagði Stefán
M. Bjarnason, mengunarsérfræð-
ingur hjá Siglingamálastofnun-
inni, en við höfðum samband við
Stefán til að grennslast fyrir um,
hver hefði oröiö niðurstaðan
varðandi oliumengun, sem fannst
fyrir nokkru i Hvalfirði.
— Bilunin i tanknum var nán-
ast furðuleg, eða sprungnar
punktsuður á stálbitunum i undir-
stöðum tanksins, en suður þessar
halda við burðarbitana, og eru
fjórar á hverjum bita. Þessar
festingar hljóta að teljast fráleit-
ar, miðað við hvað á þær er lagt.
I nánari útskýringum sinum
sagði Stefán okkur frá þvi, að
tankurinn hefði verið tómur um
árabil, þangað til hann hefði verið
tekinn i notkun á þessu sumri.
— Það var eitthvað i kringum
10. júni, sem farið var að dæla
oliu i þennan tank, sem hafði ver-
iðtómurumárabil,og lekinn kom
strax i ljós. Hins vegar var ekki
hægt að ganga úr skugga um á-
stæðuna fyrr en tankurinn hafði
verið tæmdur og hægt var að at-
huga botninn og undirstöðurnar
nákvæmar.
Frá oliutanknum komst lekinn i
jarðveginn þarna i kring. Um-
hverfis tankinn voru svo skálár,
sem settar voru til þess að safna
jarðvatni, og i þessar skálar barst
olian um safnleiðslur. Þaðan
komst olian svo i lækjarfarveg og
rann Ut i sjó, þannig að lekinn
varð strax áberandi.
Nýja ferjulægið vígt í gær
BH—Reykjavik — 1 gær var
formlega tekiö I notkun nýtt
ferjulægi I Reykjavik, en þaö hef-
ur verið I notkun I 26 daga, og
hefur biiferjan Akraborg haft
þar aðstöðu. Formaður útgerðar-
stjórnar Akraborgar, Björn H.
Björnsson, sagöi I viðtali viö Tim-
ann I gær, að ferjulægið skipti
sköpum I útgerö Akraborgar, og
hefði ailur flutningur með skipinu
fjórfaldazt siðan ferjulægið var
tekið i notkun og kynni enn að
aukast, er menn hefðu almennt
gert sér grein fyrirþýöingu þessa
samgöngutækis. Halldór E.
Sigurðsson, samgöngumálaráö-
herra, opnaði formlega brúar-
ganginn, og sat sjálfur I fyrstu
bifreiðinni, sem ók um borð.
1 ávarpi sinu viö athöfnina,
komst Ölafur B. Thors, forseti
borgarstjórnar svo að orði, að
loksins væri með þessu ferjulægi
fundin lausn á þýöingarmiklu
samgöngumáli, og væri þó aðeins
um bráðabirgðalausn að ræöa að
sinni. Nú fyrst væri hægt að nýta
þessa miklu ferju svo sem efni
stóðu til, er hún var keypt hingað.
Ölafur benti á hagræðið af þessu
farartæki, og sömuleiöis, að vonir
stæðu til þess, að fleiri aðilar hag-
nýttu sér þessa aðstöðu, er fleiri
bilferjur kæmust I gagniö.
Ólafur benti á, að framkvæmd-
ir viðferjulægið hefðu hafizt þann
1. júll, en 13. ágúst hefðu fyrstu
bflarnir farið um borð eftir þess-
um leiðum. Heföi reynslan á
þessum tima ótvirætt sannaö
ágæti og þýöingu ferjulægisins.
Kostnað við ferjulægið kvað
Ólafur vera 10-11 millj. kr.
Þá opnaði samgöngumálaráð-
herra Halldór E. Sigurðsson
bryggjusporð ferjulægisins og
settist upp I bifreið sina, sem ók
fyrst um borð I Akraborgina. Ný
samgöngutækni hafði formlega
verið tekin I notkun.
i
á
i
Haukadalsá
Veiðihornið ræddi.við hann
Beniedikt Jónmundsson hjá
Stangveiöifélagi Akjpness I gær
og innti hann ir^/ta af þeim
væiðiám, sem félagið hefur haft
á leigu i sumar.
Auðvitað var það Haukadals-
á, sem bar fyrst á góma, og var
Benedikt ánægður meö veiðina I
ánni I sumar. Þvi að nú hefði
verið nóg vatr I ánni. Upp úr
ánni hafa komiö á þessu sumri
rúmlega 800 laxar og er það
svipað og allt veiðitimabilið i
fyrrasumar, en þá veiddust alls
810 laxar. Veiðitimabilinu lýkur
20. september.
Meðalþyngd laxanna, sem
veiðzt hafa á þessu sumri er 7,5
pund, og þyngsti laxinn, sem
veiðzt hefur á samrinu, er 20
pund. 5 stengur eru leyfðar I I
anni.
Stangveiðifélag Akraness hef-
ur á leigu þann hluta árinnar,
sem liggur frá vatni niöur að
sjó.
1 Haukadalsvatni kvað Bene-
dikt hafa frétt af góöri silungs-
veiði, og hann sagðist vita til
þéss, aö silungur gengi upp ána
um mitt sumar, þannig að
ástæða væri til að ætla, aö veiðin
væri góð I vatninu, en ekki
þekkti hann nánar til þeirra
mála, og vissi ekki, hver hefði
meö sölu veiðileyfa I vatninu að
gera, ef þau væru yfirleitt seld.
Hins vegar kvað Benedikt
enga veiði i ánni ofan viö vatnið.
Heföi Stangveiðifélag Akraness
lagt mikinn kostnað I það fyrir
nokkrum árum, er félagið hafði
ána á leigu að reyna aö rækta
ána upp, en sei ðin, sem i hana
var sleppt, skiluðu sér alls ekki
aftur þangað.
Andakilsá
Benedikt Jónmundsson kvað
Andakilsána hafa staöiö sig vel I
sumar, en þar eru aðeins leyfö-
ar tvær laxastengur.
Eru i sumar komnir 276 laxar
upp úr Andakflsánni, og eru þeir
6,5 pund á meðaltali.
Er laxveiðin stunduð á svæö-
inu frá brú upp að virkjun, en á
svæðinu frá brú til sjávar eru
leyfðar 4 silungsstengur, og
kvað Benedikt silungsveiðina
einnig hafa verið góða i sumar.
Veiðitimabilinu i Andakilsá
lýkur þann 17. september.
Flekkudalsá
Benedikt kvað Flekkudalsána
hafa staðiö við öll þau fyrirheit,
sem hún gaf i fyrrasumar um,
aðhún væriaðnásérvelá strik.
Flekkudalsáin var orðin ágæt
veiðiá fyrir nokkrum árum, en
svo datt skyndilega botninn úr
veiðiskapnum þar, og kunna
menn ekki skil á þvi. Nú virðist
hún vera búin aö ná sér.
1 sumar eru komnir upp úr
Flekkudalsá liðlega 420 laxar,
en I fyrra veiddust þar 300 lax-
ar. Meðalþyngd laxanna á þessu
sumri er 6 pund!
Þrjár stengur eru leyfðar i
ánni, og þar veiðist enginn sil-
ungur. Veiöitimanum lýkur 10.
september.
Hér kemur svo veiöisagan.
Hún heitir að þessu sinni
Maðurinn, sem fékk
þann virkilega stóra.
Laxveiðimaður einn, sem var
við veiðar i Laxá i Aöaldal fékk
einn ógurlega stóran á I sumar.
Svo stóran, að óhætt er að full-
yrða, að enginn laxveiðimaður
fyrr eða siðar hefur fengið aðra
eins veiði. Það var nefnilega
naut, sem hann fékk á hjá sér.
Sagan er sú, að fyrrnefndur
maður var að kasta og stóð úti i
ánni. Voru mikil tilþrif i köstum
hans. Veit hann ekki fyrr en að
tekið er hraustlega á móti og
verður harla ángæður ........
þangað til að hann sá hvers kyns
var. Naut eitt, alsaklaust, var
alveg niður viö vatnsborðið, og
hafði gleypt þennan furðuhlut,
sem kom svifandi. Ekki varð
nautinu meint af, en veiðimað-
urinn varð I meira lagi hissa.
Þessa ágætu veiði fékk hann á
maðk.....
Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra klippir á boröann og lýsir
ferjulægiö opnað. Timamynd Gunnar
40 keppendur á sjóstanga-
veiðimótinu fengu 4 tonn
ASK—Akureyri — Um slðustu
helgi var sjóstanga veiðimót
haldið á vegum Sjóstangaveiði-
félags Akureyrar ogvar þetta mót
hiö 12. i röðinni. Róið var frá Dal-
vlk og voru keppendur 40 talsins,
28 frá Norðurlandi og 12 frá
Suðurlandi. Heiidaraflinn var
rúm fjögur tonn af ýmiskonar
fiski.
/
Þyngsta fiskinn veiddi Bjarki
Arngrimsson frá Akureyri, þorsk
9.1 kg.. Aflahæsta konan varð
Gréta Úlfsdóttir, Keflavik, en hún
veiddi 136,7 kg og var húr. eini
keppandinn frá Suðurlandi, er
hlaut verðlaun. Aflahæsti kepp-
andinn varð svo Matthias Einars-
son, Akureyri, veiddi hann 231,6
kg, en Matthias veiddi einnig
flesta fiska eða samtals 133
stykki. Það var sveit Matthiasar,
sem varð aflahæst með rúm 600
kfló, en I öðru sæti var sveit Jó-
hanns Kristinssonar frá Akur-
eyri, en það má geta þess, að með
Jóhanni voru þrir synir hans.
Þriðja varð sveit Rafns Magnús-
sonar frá Akureyri með 523,7 kg.
Örnum hefur fjölgað um
helming á s.l. tíu árum
— en stofninn er samt enn í mikilli hættu
ARNARVARP heppnaðist hjá 12
arnarhjónum sumarið 1975 og 14
ungar urðu fleygir.
7 arnarhjón urpu en varp þeirra
misfórst af einhverjum orsökum.
Tala arna á landinu nú, er að
minnsta kosti 75, auk þeirra unga
sem komustupp i ár. Stofninn er
samt mjög litill, þótt hann hafi
tvöfaldazt á sl. tiu árum, og er
enn mikil hætta á, að honum verði
útrýmt, og má i engu slaka á frið-
unaraðgerðum.
Tveir dauðir ernir fundust á
þessu ári. Hugsanlegt er, að ann-
A þessu ári heppnaðist varp hjá 12
arnarhjónum og fleygir ungar
uröu 14, en varp misfórst hjá 7
hjónum.
ar þeirra hafi drepizt af eitri, sem
sett var i sjórekin kindahræ i
þeim tilgangi að drepa hrafna.
Að mati manna, sem bezt
þekkja, er sú eitrun, sem fram-
kvæmd hefur verið hér á landi
undanfarin ár til þess að draga úr
ágangi svartbaks gagnslitii og
hefur engin áhrif á stærð svart-
baksstofnins, en er mjög hættuleg
öðru viðkvæmu lifi, þar á meðal
hafarnarstofninum. Verður að
leita annarra ráða en eitrunar
gegn fjölgun svartbaks.
óttazt er, að stofn snæuglu og
fálka fari minnkandi og eru það
vinsamleg tilmæli, að rjúpna-
skyttur, refaskyttur og aðrir
skotmenn þyrmi þessum fuglum,
en báðar þessar tegundir fylgja
rjúpnastofninum á veturna.