Tíminn - 05.09.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 05.09.1975, Qupperneq 3
Föstudagur 5. september 1975. TIMINN 3 HHJ—Rvik — bað hefur ekki verið skotinn minkur hér i Reykjavik siðan þeir drápu minkinn á Hótel Borg hér um árið, sagði Erlendur Sveinsson lögregluvarðstjóri, sem i gær skaut mink á Tjörninni i Reykjavik með dyggilegri að- stoð minkabana og tveggja hunda hans. Annars hefur okkur lengi grunað, að minkur væri hér við Tjörnina, þótt hann hafi ekki sézt fyrr en nú, þvi að varp i Tjarnarhólmanum hefur verið óvenju litið i sumar. Auk þess hefur verið mikið um mink i nágrenni borgarinnar i sumar og m.a.t.d.nefna, að hann hefur unnið mikið tjón á varpi á Alfta- nesi. Fyrst varð vart við minkinn á Tjarnargötunni um miðjan dag i gær. Einn starfsmanna borgar- innar, sem var að hreinsa Tjarnarbakkann fann dauða önd og sá mink á hlaupum á bakkanum. Von bráðar komu lögreglumenn á vettvang ásamt minkabana og hundunum Bellu og Snap. Eftir mikinn eltingaleik fram og aftur um tjarnarbakkann, sá minkurinn sér þann kost vænst- an að leggjast til sunds og synti út i hólmann. Þá var brugöið við og náð i gúmmibát og minknum veitt eftirför. Ct i hólmann fóru þeir Erlendur vopnaður hagla- byssu, , minkabaninn ásamt hundum sinum og Gunnar ljós- myndari Timans. Hundarnir fundu þegar þefinn af minknum, en hann skauzt fram og aftur á milli steinanna i hólmanum og létsig ekki fyrr en minkabaninn rak járnkarl ofan i bakkann, þar sem hann var undir. Þá lagðist minkurinn til sunds á nýjan leik og hugðist forða lifi sinu á sama hátt og fyrr. En Erlendur varð fyrri til með haglabyssuna og banaði kvikindinu i einu skoti. Þá hentist Snap út i og krækti i hræið og eftir nokkurt reiptog & milli Erlendar og hundsins, skar minkabaninn skottið af og með það var siðan haldið til lands, þar sem fjöldi áhorfenda beiö hinna sigurglöðu veiði- manna. Minkurinn flýr hólmann og byssunni. synda til lands á nýjan leik. Snap syndir á eftir og Eriendur lyftir Og hér rfftur skotift af. Minkurinn er allur. ..Stærsti bær. sem i *ann- sakaður hefur verið ff HHJ—Rvik — Þetta er llklega stærsti bær, sem rannsakaöur hefur verift hérlendis og kirkjan sú elzta, sagði Gísli Gestsson fornleifafræðingur I viðtali við Timann I gær, en Gisli er ný- kominn austan úr Alftaveri, þar sem hann hefur unnið að upp- greftri fornbæjar, sem talið er að hafi farið i eyöi einhvern tima á fjórtándu öid. Framhlið bæjarins er hvorki meira né minna en fimmtiu metra löng. Það er raunar ein- kennilegt, sagði Gisli, að svona stór bær skuli hafa verið rétt viö túnið á Þykkvabæjarklaustri og þá lika hitt að 2-3 kilómetrum vestar á sandinum, er önnur rúst að heita má eins. Nú höfum við rannsakað stofu. skála oe baðstofu eða ofn- stofu til gufubaða ásamt nokkr- um útihúsum. Gripahús höfum við engin fundið, en þau kunna að leynast i sandöldu þarna skammt undan, en hana er ekki hægt að rannsaka sökum vatns- aga. Núna i sumar grófum við upp hús, sem ég tel vafalitið, að hafi verið kirkja. Afstaðan til bæjar- ins er eins og gerist eöa geröist sunnan lands, þ.e. suðaustur af bæjardyrum. Liggur vönduð stétt frá bæjardyrum að kirkju. Kirkjan éöa bænhúsið hefur verið meö timburgafli aö vestan og alþiljuö innan og með viöar- gólfi. Innanmál hússins er 2,8 m sinnum 6 m eða svipaö og í bæn- húsinu á Núpsstað. Erfitt er enn sem komið er aö timasetja rústirnar með fullri vissu og jarðfræðingar glima nú við þá gátu.. Hins vegar er lik- legt, að bærinn sé frá 14. öld og hafi farið i eyði eigi fyrr en i hlaupi 1311 og ekki siðar en skömmu eftir aldamótin 1400. Hluti bæjarins er hlaðinn úr hnausum og i þeim er öskulag, sem jarðfræðingum tekst von- andi að bera kennsl á og þá má með nokkurri vissu segja til um aldurinn. Þessi bær er mjög svipaður Gröf i öræfum, sem fór I eyöi 136Íog enginn af þeim hlutum, sém fundizt hafa mæla á móti þvi, að hann sé frá svip- uðum tima, en rannsókn grip- anna er auðvitað enn á frum- stigi. Mikill fjöldi muna hefur fund- izt við rannsóknina og má t.d. nefna brot úr mörgum eirpott- um, viðarleifar úr húsunum, sem margt má af ráða um þaö hvernig staðiö var að smiðum á þessum tima en mjög sjaldgæft, að slikt geymist i jörðu hér á landi. Þá hafa fundizt brot úr renndum tréskálum, nokkrir sáir eöa öllu heldur för eftir þá, partur af glugga með blýum- gerð og gleri, eirdiskur og blý- kross. í kirkjunni fundum við lik- neskju af Mariu mey meö son sinn i fanginu, raftölu, sem ef til vill er af talnabandi, brot úr steyptum eirpottum og ilátum úr brenndum leir, sem sjaldgæft er að finnist hér. Þá fundust tvær eirskálar. Mariulikneskjan er úr tini og er hún eina sinnar tegundar, sem fundizt hefur hérlendis. 1^1 ^ Marfullkneskjan, krossinn og raftalan, sem lundust vift rannsókn- ina I Alítaveri. Llkneskjan er hin eina sinnar tegundar, sem fundizt hefur hér á landi. Marka má stærð gripanna af hvarftanum neðst á myndinni, en hver reitur á honum er einn sentimetri. önnur eirskálin, sem fannst I kirkjunni. Þvermál skálarinnar er um 25 sm. Tfmamyndir Gunnar Snap kemur með mlnkinn I kjaftinum að hólmanum, þar sem tlkin Bella biftur I ofvæni. Minkahundar hata minkinn af öllu hjarta og éta hræin ósjaldan meft húft og hári. Áftur en tókst að ná hræinu af þeim voru þeir búnir aft sloka heiminginn I sig. Timamyndir Gunnar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.