Tíminn - 23.09.1975, Page 6

Tíminn - 23.09.1975, Page 6
6 TÍMINN Þri&judagur 23. september 1975 Aðsókn að AAennta- skólanum ó fsafirói aldrei meiri — Framkvæmdir við nýja skólahúsið hefjast næsta sumar Menntaskólinn á tsafiröi hefur nú veriö settur i sjötta sinn. Þetta var i fyrsta sinn sem setningarat- höfnin fer fram i húsakynnum skólans, i nýjum mötuneytis- og samkomusal í öörum áfanga ný- bygginga á Torfnesi. Jakob Hallgrimsson, tónlistar- kennari, stjórnaði fjöldasöng við upphaf og lok samkomunnar. Jón Baldvin Hannibalsson skóla- meistari, flutti setningarræðu og gerði grein fyrir skólastarfinu á vetri komanda. Alls bárust rúmlega 70 umsókn- ir um skólavist. Er það mesta að- sókn, sem verið hefur að skólan- um til þessa. Þar af hafa 62 nýir nemendur staðfest umsókn sina, 50 i fyrsta bekk, en 12 i aðra bekki. Alls munu 165 nemendur stunda nám við skólann i vetur. Nemendahópurinn skiptist þann- ig, að 50 eru i 1. bekk, 39 i öðrum bekk, 40 i 3. bekk, og 36 stúdents- efni i fjórða bekk. Um 70 þessara nemenda eru frá ísafirði, 33 ann- ars staðar af Vestfjörðum og 62 koma viðsvegar að af lands- byggðinni. Piltar eru 84, en stúlkur 81. A öðru til fjórða ári stunda 54 nám á félagsfræðakjör- sviði en 61 á raungreinakjörsviði. Hin nýja heimavist skólans rúmar 80 manns og er hún full- skipuð. Vistin skiptist i 7 smærri einingar. A einni einingunni er hjónagarður. Fastir kennarar við skólann eru 12, en af þeim gegna 4 aðeins hluta úr starfi. Stundakennarar eru 4. Tveir kennarar láta nú af störfum við skólann. Karl Kristjánsson, viðskiptafræðing- ur, sem jafnhliða kennslustörfum vann að undirbúningi byggða- áætlunar fyrir Vestfirði, tekur nú upp störf hjá áætlanadeild Framkvæmdastofnunar rikisins, en við starfi hans hér tekur Guðjón Skúlason, viðskiptafræð- ingur. Asmundur Jónsson, sem kennt hefur stærðfræði og eðlis- fræðier farinn til framhaldsnáms I Bandarikjunum, en Viðar Agústsson, B.S. tekur við kenn- arastarfi i stærðfræði og raun- greinum. Lára Oddsdóttir, sem verið hefur ritari og fulltrúi i skrifstofu skólans, lætur nú af störfum, en við tekur Herdis Hiibner.sem varð stúdent i fyrsta árgangi, sem Menntaskólinn á ísafirði brautskráði. Auk þess starfa við skólann tveir nýir stundakennarar, Hallur P. Jóns- son, B.A., kennir sálfræði og heimspeki sem valgreinar, og Sigriður Kristmundsdóttir B.A., sem kennir mannfræði og bók- menntir. Ymsar nýjungar i skólastarfi verða teknar upp i' vetur. T.d. má nefna, að tekin verður upp 5 daga kennsluvika og boðið er upp á margar nýjar valgreinar eins og spænsku (2ja ára nám), sálfræði, heimspeki og mannfræði og framhaldsnám i stærðfræði fyrir raungreinamenn. Námskeiðið „grunnskóli ISt, ” sem er ætlaður fyrir leiðbeinendur og þjálfara i iþróttum, verður nú tekið upp i fyrsta sinn. Auk þess gefst nemendum kostur á að stunda nám i val- greinum við aðra skóla. Milli 15 og 20 menntskælingar stunda nám við Tónlistarskóla Isafjarð- ar en aðrir læra til vélstjóra eða stýrimanns við Iðnskólann eða velja sér þar tækniteiknun. Byggingaframkvæmdum er nú að mestu lokið við 2. áfanga heimavistar- og mötuneytisbygg- ingar skólans. Samt verður ein- hver bið á þvi að hið nýja mötu- neyti geti tekið til starfa, þar sem tækjabúnaður i eldhúsi er enn ekki tilbúinn til notkunar. 1 sumar hefur umhverfi nýbygginganna verið lagfært verulega, svæðið hefur verið tyrft, gangstigir hellulagðir og bilastæði og heimreið malbikuð. Upphaflega var hluti neðstu hæðar þessa nýja húsnæðis ætlað- ur til heilsugæzlu. En þar sem íslenzkar vörur á kaupstefnu Dagana 18-21. september 1975 var haldin sýningin Scandinavian Fashion Week i Bella Centret og Fashion Center i Kaupmannahöfn og var þessi sýning sú tuttugasta i röðinni. Sýning þessi er haldin vor og haust. tslenzkar vörur voru vel kynntar á kaupstefnunni. Að þessu sinni sáu tveir danskir umboðsaðilar islenskra ullar- vöruframleiðenda um kynninguna. Voru það fyrirtækin Elinor Jelsdorf, umboðsaðili Ála- foss og fleiri og Islandia, umboös- sali Sambandsins. Auk hinna fyrrnefndu umboðs- aðila kynnti danska fyrirtækið T- Trading ullarvörur frá fyrir- tækinu Kaupfell S/F. Kynning íslenzku ullarvaranna var i alla staði vel úr garði gerð og þeim aðilum til sóma, sem að henni stóðu. Sýningaraðilarnir sjálfir létu allir vel yfir þátt- tökunni og töldu hana nauðsyn- legan lið i markaðsstarfsemi sinni. framkvæmdir við nýtt fjórðungs- sjúkrahús og heilsugæslustöð eru nú i þann veginn að hefjast i næsta nágrenni skólans þótti sú húsnæðisráðstöfun ofrausn. Varð að ráði að Tónlistarskóli ísafjarð- ar fengi inni i þessu húsnæði i staðinn, þar til öðruvisi skipaðist um framtiðarhúsnæði þess skóla. Frá upphafi hefur verið ráð fyrir þvi gert, að hin nýja heima- vistarbygging yrði rekin sem Eddu-Hótel að sumarlagi. Þar verður gistirými fyrir 80 gesti i tveggja og nokkrum eins manns herbergjum, en 120 manns geta matazt í senn i mötuneytissaln- um. Forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins hefur þegar falazt eftir húsnæðinu til hótelrekstrar næsta sumar og eru þeir samningar i undirbúningi af beggja hálfu. Næstasumarerað þvi stefnt að framkvæmdir geti hafizt við þriðja áfanga nýbygginga, þ.e. sjálft skólahúsið. Byggingadeild menntamálaráðuneytis vinnur nú ásamt arkitektum, bygginga- nefnd og skólameistara, að endurskoðun á upphaflegum teikningum, með það fyrir augum að skólahúsið geti fullnægt þeim kröfum, sem gera verður til sam- einaðs framhaldsskóla eða fjöl- brautaskóla fyrir Vestfirði. Töflur um heildarskatta Alagður tekjuskattur 1975* f jb'ldl greiðenda. Skatturodssml: Reykjavík 22.565 Ve s turlandsumdæmi 3*250 Vestf jarðaumdsemi 2.552 Noröurlandsumdasni vestra 2.088 Norðurlandsumdæmi eystra 5*376 Aus turlandsumdæml 2.7^0 Suður landsumdsemi 3*326 Vestmannaeyjar 1.169 Reykjanesumdæmi 10.9^2 Samtals 55.788 Alagning tekjuskatts 1975 félaga og einstaklinga að frádregnum ónýttum persónuafslætti og barnabótum, svo og eignarskattur 1975. 1$ álag meðtalið. Skattumá: E i r. s t a k 1 i n F e r P é 1 ö g Tekjuskautv.r Ónýttur persónuafsl. ákvaroaöur til gr.útsv. skv.skattútr. Ónýttur pers ónuafs1. mögulegur tll gr. útsvars Barnabsstur Mismunur Eignar- skattur Samtals Tekjuskattur Eignar- skattur Samtals Reykjavík 3.370.959-512 351.450.133 0 886.065.000 2.133.444.379 130.962.318 2.264.406.697 771.179.310 130.667.032 901.846.342 Vestihrland 385.022.712 32.888.362 57.078.429 184.635.000 110.420.921 13.584.935 124.005.856 44.253.466 8.466.658 52.720.124 Vestfiröir 325-334.485 16.265.161 50.343.798 130.920.000 127•805.526 5.322.394 133.127.920 44.837.913 12.144.588 56.982.50i Noröurl.v. 206.990.700 0 128.869.550 125.310.000 í 47.188.850 9.395.592 ■* 37.793.258 8.919.521 4.678.597 I3.598.ll8 Horöurl.e. 644.34l.580 86.445.865 41.868.690 3iO.335.OOO 205.692.025 20.884.304 226.576.329 95.613.243 17.540.369 Ii3.i53.6i2 Austurland • 328.273.594 16.623.835 76.102.369 156.270.000 79.277.390 7.652.572 86.929.962 14.386.537 5.719.828 20.106.365 Suðuriand 400.935.300 29-102.460 73.197.743 184.170.000 114.465.097 20.172.915 134.638.012 . 53-210.443 10.322.726 63.533.169 Vestmannae. 185.511.468 13.657.689 0 54.720.000 117.133-779 4.528.688 121.662.467 19.095.802 8.192.889 27.288.691 Reykjanes 1.806.035.277 138.976.080 0 592.207.500 1.074.851.697 49.193.007 1.124.044.704 170.615.027 32.692.835 203.307.862 Samtals: 7.653.404.628 685.409.585 427.460.579 2.624.632.500 3.915.901.9'$4 26l.696.725 4.177.598.689 1.222.111.262- 230.425.522 1.452.536.784 1. Nákvæmar upphæðir ónýtts perscnuafsláttar til greiðslu útsvars eru fyrir hendi í þeim sveitarfélögum þar sem útsvar er reiknað i skjfrsluvéluo og reyndist sú upphæð samtals 685.409-585 kr. 2. Þar sem útsvar er ekki reiknað í skýrsluvélum fæst aðeins útreikningur á þelrri upphæð ónýtts persónuafsláttar sem hæst getur komið til greiðslu útsvars. 5. Þegar tekið er tillit til hlutfalla á milli heildarupphæða ónýtts persónuafsláttar og þess hluta ónýtts persónuaf- sláttar, sem vitaö er að ríkissjóður kemur til með að greiða, þykir mega áætla að heildargreiöslur ríkissjóðs til sveitarfélaga 1975 veröi nálægt 800.000.000 kr., þannlg að mismunur tekjuskatts einstaklinga annars vegar og greiðslu ónýtts persónuafsláttar og barnabóta hins vegar verði um 4.220.000.000 kr. en vegna skattkerfisbreytinga á sl. vori er sú fjárhæð, án frekari útreiknings, þó ekki samanburðarhæf við tekjuskatt einstaklinga að frádregnum skattafslætti, álögðum gjaldárlð 1974.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.