Tíminn - 23.09.1975, Síða 14

Tíminn - 23.09.1975, Síða 14
14 TÍMTNN Þriðjudagur 23. september 1975 LÖ GREGL UHA TARINN 22 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal - — Hvernig leit hann út? — Hávaxinn náungi með Ijóst hár. Hann var með eitt- hvað í eyranu. — Eitthvað hvað? — Eins og hann væri heyrnarsljór, sagði strákurinn og strauk enn úr nefinu á sér. Á örkinni stóð þetta: SCALON VARABORGAR STJORI E R NÆSTUR... Örkin var rannsökuð og þess gætt að ata ekki fleiri fingraförum á hana en Murchison varðstjóri hafði gert. Þeir stóðu umhverfis tólf ára snáða, klæddan bláum skíðagalla, sem var að minnsta kosti þremur númerum of stór. Væskilslegan tólf ára snáða með stöðugt nef rennsli. Þeir þaulspurðu hann og ráku úr honum garnirn- ar, eins og þeir hefðu klófest Kviðristu-Jóa. Það eina, sem þeir fengu frá stráknum, var kvefið hans. Hann endurtók í aðalatriðum það sem hann hafði sagt Murchi- son varðstjóra: Að hávaxinn, Ijóshærður náungi með eitthvað í eyranu hefði stöðvað sig hinum megin götunn- ar, andspænis lögreglustöðinni, og boðið sér fimm doll- ara fyrir að halda á umslagi inn til varðstjórans. — Þú meinar heyrnartæki, ekki satt, væni minn? spurðu þeir. — Jú, hann var með eitthvað í eyranu, svaraði strákur- inn. Hann sá ekkert rangt við að fara með umslag inn á lögreglustöðina, og gerði það þess vegna. Meira vissi hann ekki. Hann vissi ekki einu sinni hvað maðurinn með þetta eitthvað í eyranu hét. (— Þú meinar heyrnartæki, drengur minn? — Jú, hann var með eitthvað í eyranu.) Hann vissi ekkert um manninn og hafði aldrei séð hann í hverfinu, né heldur annars staðar. Hann spurði, hvort hann mætti ekki fara heim, því hann þyrfti að koma við í verzluninni Lundu að sækja kjóla fyrir systur sína, sem saumaði kjóla fyrir frú Montana. — Jæja, góði. Var hann með heyrnartæki? — Já, hann var með eitthvað í eyranu, svaraði piltur- inn aftur. Málinu lauk þannig, að klukkan hálf þrjú leyfðu þeir honum að fara, án þess svo mikið sem að bjóða honum ís eða tyggigúmmí. Svo sátu þeir eftir í skrifstofusalnum og héldu á hinum dularfulla og saknæma bréf i með töng- um. Þeirákváðuaðsenda þaðtil Sam Grossman, flokks- foringja á rannsóknarstofunni. Það var veik von til þess að honum tækist að draga fram í dagsljósið önnur fingraför en þau, sem tilheyrðu Murchison varðstjóra. Enginn þeirra minntistá heyrnarsljóa manninn. Eng- um er um það gefið að tala um afturgöngur, hvað þá heldur að hugsa um þær. XXX Meyer var í símanum: — Halló, Bernice. Er yfir- maðurinn við? Jú, ég ætla að bíða. Hann hamraði þolinmóður á þorðið með blýanti og beið. Innan stundar heyrði hann skæra og reigingslega rödd hljóma i símanum. — Raoul Chabrier varahéraðslögmaður talar.... — Halló Rollie. Þetta er Meyer Meyer í 87. umdæmi. Hvernig gengur hjá ykkur á Chelsea-götu? — Vel, bara vel, sagði Chabrier. Hvaða góðgæti ertu með fyrir okkur núna? Kannski svolítið morð? — Nei. Ekkert í þeim dúr, Rollie, sagði Meyer. — Axarmorð kannski? sagði Chaþrier. — Nei. Satt að segja er þetta persónulegs eðli. s,sagði Meyer. — Nú, jæja? — Já. Hlustaðu nú á mig, Rollie. Hvað er hægt að gera, ef einhver tekur upp á því að nota naf nið manns? — Hvað áttu við? spurði Chabrier. — ( bók? — Ja hérna, sagði Chabrier. — Notaði einhver nafnið þitt i þók? — Já. — Er það þók um starfsemi lögreglunnar? — Nei. — Var minnzt á þig sérstaklega? — Nei. Það er að segja, bæði já og nei. Hvað áttu við? — Var minnzt sérstaklega á þriðju gráðu leynilög- reglumanninn Meyer? — Annarrar gráðu leynilögreglumaður, saði Meyer til að leiðrétta hann. — Var þá sérstaklega minnzt á annarrar gráðu leyni- lögreglumanninn Meyer Meyer, sem starfar við... — Nei. — Er EKKI minnzt á þig? — Nei. Ekki á þann hátt. — En þú sagðir áðan, að einhver hefði notað nafnið þitt? — Já, þeir gerðu það. HON gerði það. — Meyer minn kær. Ég er önnum kaf inn maður, sagði Fyrst hentir'V^A^ía1nn var ’ þú einum / .d,Óna*egnr,°? bezta viðskipta-,áttl Pað sklliB- vininum út..„' J ÞRIÐJUDAGUR 23. september 7.00 Morgunútvarp. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 t léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bök Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (15). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð og flutt er tónlist við ljóð Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar: tsiensk tónlist. a. „Helga hin fagra”, lagaflokkur eftir Jón Laxdal. Þuriður Pálsdóttir syngur, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pi'anó. b. Sextett fyrir flautu, klarinettu, trompet, horn og tvö fagott eftir Pál P. Pálsson. Jón Sigur- björnsson, Gunnar Egils- son, Jón Sigurðsson, Stefán Þ. Stephensen, Sigurður Markússon og Hans P. Franzson leika. c. Lög eftir Þórarin Guðmundsson. Margrét Eggertsdóttir syngur, Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. d. „Landsýn”, hljómsveitar- forleikur eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Jindrich Rohan stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Siðdegispopp. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dick- ens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (12) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.30 Evrópukeppni i knatt- spyrnu: IBK—Dundee UnitedJón Ásgeirsson lýsir frá Keflavik. 19.45 Trú, töfrar, galdur. Haraldur ólafsson lektor flytur siðara erindi sitt. 20.05 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Ur eriendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maðurtekur saman þáttinn. 21.25 Serenaða fyrir hljóm- sveit op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarps- ins leikur, Stig Westerberg stjórnar. (Frá sænska út- varpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (18). 22.35 Harmonikulög Myron Floren leikur. 23.00 A hljóðbergi. Peter Ustinov les nokkrar dæmi- sögur handa okkar öld eftir James Thurber og endur- segir nokkrar véllognar sögur Múnchausens baróns. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 23. september 1975 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og augiýsingar. 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. 8. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Gestur hj Dick Cavett. Norman Mailer. I þessum þætti ræðir Dick Cavett við höfund hinnar umdeildu ævisögu leikkonunnar Marilyn Monroe. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.