Tíminn - 05.10.1975, Síða 2

Tíminn - 05.10.1975, Síða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 5. október 1975 Nýja fiskmóttakan hjá Hjálmi hf. Mikið byggt á Flateyri, þótt vetur nólgist Flateyri, Ks Sn.: Allmikiö hefur verið byggt hér I sumar og er enn unniö kappsamlega aö byggingum þó vetur náigist meö ægihraöa. Sjö ibúöarhús eru i byggingu og eru nú á afarmis- munandi stigi eöa allt frá þvi, aö unnið sé aö jarövinnu i grunni uppi i að vera tilbúin undir tré- verk og allt þar á milli.Fjögur þessara húsa eru reist samkv. lögunum margumtöluöu um 1000 ieiguibúöir. Húsnæöis- máiastofnunin hefur veitt góöa fyrirgreiöslu og hafa samskipti við hana verið meö miklum ágætum og starfsliði til sóma. Hjálmur h.f. er að reisa fisk- móttökuhús mikiðr vegna togaranna, sem von er á I marz og er það verk komið vel á veg, en aðeins er eftir að byggja þak og veggi efstu hæðar hússins. Hús þetta er byggt samkvæmt nýjustu kröfum um stærð og gæði slikra húsa og vandað i alla staði. Skeljungur h.f. hefur i sumar reist hér nýjan oliutank, og mun það m.a. standa i sambandi vib nýja togarann. Framkvæmdum Skeljungs h.f. fylgja hin sigildu einkenni á framkvæmdum oliu- félaganna, snyrtimennska, en viða um landið er.u athafna- svæði oliufélaganna hreint skraut i plássunum. Flateyrarhreppur stendur I byggingu skolpdælustöðvar, hinn siðari, en nokkuð er síðan hin fyrri var byggð. Eldri skolpdælustöðin er við miðja eyrina en sú nýja ofarlega. Vegna þess hve Flateyri ber nafn með réttu hefur bygging þessara stöðva reynzt nauðsyn- leg og með þeim mun öllu skolpi safnað i eina rás, sem liggur beint út úr eyraroddanum út á dýpi og strauma þar. Vænta menn þess, að þá verði sjór við eyrina eins hreinnog bezt gerist. Skolpdælustöðin fyrri hefur verið nefnd Saurbær, en vegna þess hve hin nýja er nærri kirkju staðarins, er hún gjarnan nefnd Kirkjubær. Kaupfélag Onfirðinga hefur lagt I verulegan kostnað við brautargerði sláturhúsi slnuog jafnframt byggt við til að koma upp viðunandi snyrtiaðstöðu. Stendur nú slátrun yfir og verður henni væntanlega lokið um 10. þ.m. Við þessa byggingafrétt má bæta þvi að grjót það, sem olli sem mestum vanda vega- gerðarmanna við Hvilft I sumar (hvort sem voru álfar eða huldufólk) er nú komið I brimvarnargarð við eyrina ,,upp i bót” og ber ekki á nein- um atburðum þar, en svo undarlega hefur boriö við, að þéttingsstórt bjarg er nú komið inn I mitt pláss, og þykist enginn vita nein deili á flutningi þess og er þvi við hæfi að fara með fullri gát að steininum. Tilboö óskast I ýmsar stæröir og geröir af jaröstrengjum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 18. nóvember 1975, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: HJtJKRUNARSTJÓRI óskast nú þegar á Barnaspitala Hringsins, deild D. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 24160. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARFRÆÐINGUR (hjúkrunarkona) óskast til starfa á næturvaktir. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. Reykjavik, 3. október 1975, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍMI 11765 Eitt af nýju fbúöarhúsunum fokhelt Oliutankar Skeljungs á Flateyri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.