Tíminn - 05.10.1975, Side 7

Tíminn - 05.10.1975, Side 7
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 7 NEÐANJARÐAR- VÖTN SEGJA FYRIR UM JARÐSKJÁLFTA Elpar Khodzjajev, fréttaritari APN „Tregöulofttegundir eru efni, sem gefa til kynna, hvaö er aö gerast neöanjaröar. Séfylgzt meö þeim og fleiri efnum, ér hægt að segja fyrir um jarðskjálfta.” Þetta er niöurstaöa erindis, sem Abdumubdi Sultankhodzjajev, yfirmaður rannsóknastofu Jarö- skjálftastofnunar visindaaka- demíu Ozbekistan, flutti á ráö- stefnu, sem fjallaöi um rannsókn- ir á jaröskjálftafyrirboðum. Ráö- stefnan fór fram í Tashkent dag- ana 27. mai til 3. júnf. Hún var haldin aö frumkvæði Alþjóöa- samtaka jaröskjálftafræðinga og jaröeölisfræöinga, og tóku þátt I henni visindamenn frá 12löndum. Asamt sovézkum sérfræðingum tóku þátt i starfi hennar yfir 500 manns. Visindamenninir fylgdust af á- huga með fyrirlestri Sult- ankhodzjajev, sem fjallaði um árangur af starfi úzbekskra vatnsjarösk jálftafræðinga. Vatnslagiö undir yfirboröi jarðar nær 20—30 km niður. Innan þeirra takmarka eru yfir 80% upptaka allra jaröskjálfta. Þess vegna veröur að lita á vatniö sem rikj- andi hluta þess umhverfis Tash- kent. Aður en jarðskjálftinn i Tash- kent varö, fór aö bera á þvi að helium- og radonmagn I upp- sprettuvötnum fór að aukast verulega. A miðju árinu 1965 haföi það næstum tvöfaldazt og jókst mjög ört. I október 1965 komst á stööugleiki, en áður en 8 stiga jaröskjálftinn I Tashkent geisaöi, haföi magnið minnkaö snögglega. Eftir jaröskjálftann hélt magn radons og fleiri tregðulofttegunda áfram að minnka, og vakti það athygli jaröskjálftafræöinga. Sú spuming vaknaöi, hvað heföi ver- ið aö gerast I iörum jarðar stuttu fyrir jarðskjálftann. 1 nágrenni við staöinn, þar sem jarðskjálftinn verður, safnast smám saman fyrir orka, þrýst- ingurinn vex, leiðir myndast fyrir tregöulofttegundirnar, og þær geta fariö af miklum krafti út i neöanjaröarvatniö. Hér af verður dregin sú álykt- un, aö rannsaka þurfi reglulega sýni af borvatni. Sett hafa veriö upp sérstök tæki viö margar bor- holur á Tashkentsvæðinu, sem skrá stöðugt breytingar á efna- samsetningu neðanjarðarvatns- ins. Þegar niðurstöður rannsókna fyrstu áranna voru teknar saman i eitt, kom i ljós, að fyrir mjög sterka jarðskjálfta tifaldaöist heliummagn i neðanjarðarvatni, en radonmagn þrefaldaðist. Magn fleiri lofttegunda jókst einnig, t.d. argons og flúors. Einnig átti sér staö breyting á isótópum og fleiri efnum. Aö áliti visindamanna eru jarö- skjálftarnir til komnir vegna öfl- ugrar geislunar, sem kemur frá upptakastað jarðskjálftans löngu fyrir fyrsta kippinn. Framkomn- ar tilgátur hlutu staðfestingu viö rannsóknir á mjög snörpum jarö- skjálfta, sem varð i sjálfstjómar- lýöveldinu Dagestan, 14. mai 1970. A grundvelli ofangreindrar aö- feröar hafa verið gerðar fyrstu árangursriku spárnar um jarö- Hreint ^land fagurt land LANDVERND skjálfta. Nú segja visindamenn fyrir um 2/3 allra jaröskjálfta, sem eiga sér stað I Mið-Asiu. Þann 12. júni 1973 var uppfinn- ingin um efnafræöilegar breyt- ingar neðanjaröarvatns, sem fyrirboöi jaröskjálfta, skráö hjá sovézku rlkisnefndinni, sem fjall- ar um uppgötvanir og uppfinning- ar. Einn af eigendum uppgötvun- arinnar er prófessor Abdumubdi Sultankhodzjajev, doktor I jarð- fræöi og bergfræöi. Jarðskjálftar hafa leikið margt húsið grátt. Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjáþér ( 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15.september til 31.október, ^FJELAG LOFTLEIDIR ISLANDS Félog með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.