Tíminn - 05.10.1975, Page 15

Tíminn - 05.10.1975, Page 15
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 15 Ræða Ólafs Jóhannessonar, viðskiptamálaróðherra á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur 1. þessa mánaðar 23. mai s.l. og gerir nú ráð fyrir þvi, að lækkun útflutningsbirgða skv. fyrri áætlunum muni verða verulega minni en áður hafði ver- ið áætlað. Endurskoðaðar tekjur af vöruútflutningi, reiknað á föstu gengi, lækki þvi um 4.450 milj. kr. frá fyrri áætlun, og nemi þvi fyrir árið 1975 i heild 49.000 milj. kr. Breytingin felur i sér tæplega 6% magnlækkun frá þvi, sem gert er ráð fyrir i fyrri áætlun, en auk þess um 4% meiri verðlækkun út- flutningsafurða, en áætlað hafði verið. Þetta hefur sin áhrif. Að sjálf sögðu eru þetta ennþá spár, og allar spár geta breytzt. Hingað til hafa þær breytzt heldur til hins lakara. — Hitt getur auðvitað alltaf átt sér stað, að þær breytist lika til batnaðar frá þvi sem ráð hafði verið fyrir gert. En það er alveg augljóst, að sá veiki hlekk- ur, sem er i utanrikisviðskiptun- um á þessu ári og reyndar var i vaxandi mæli á seinni hluta árs- ins 1974, er minnkandi eftirspurn erlendis eftir útflutningsvörum okkar. Og sú minnkandi eftir- spurn hefur þrýst verði þeirra stöðugt niður. Þannig er nú áætl- að að útflutningsverð hafi lækkað um 13% á fyrra helmingi þessa árs frá þvi á sama tima ársins 1974. Aðeins standa vonir til þess, að heldur muni draga úr þessari lækkun á seinni hluta ársins, þannig að menn hafa nú viljað áætla, að verðlækkun útflutnings- ins mundi nema um 11% fyrir ár- ið í heild. En þvi miður verður það að segjast, að ennþá bólar lit- ið á bata i þessum efnum. Með hliðsjón af áætlaðri verðhækkun innflutningsvara má reikna með þvi að viðskiptakjörin rýrni um 17-18% frá 1974. en Það. ár rýrnuðu þau um 11%. Kaupmátt- ur tekna af vöruútflutn. hefur þvi minnkað alls um 26—27% gagnvart innfluttum vörum á ár- unum 1974 og 1975. Þróun inn- flutnings á þessu ári sýnir ótvi- rætt nokkur áhrif þeirra aðhalds- aðgerða, sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir. Þannig hefur al- mennur innflutningur dregizt saman um rösk 9% á fyrstu 7 mánuðum ársins reiknað á föstu gengi, en magnbreytingin er þó mun meiri, eða tæp 17%. Þéssi þróun virðist koma heim við það sem spáð hafði verið af þjóðhags- stofnuninni á þessum tima. óhagstæður greiðslujöfnuður. Greiðslujafnaðaráætlun fyrir árið i heild hefur verið endur- skoðuð með hliðsjón af breyttri útflutningsáætlun, auk ýmissa nýrri upplýsinga um aðra þætti greiðslujafnaðarins, t.d. nýlega gerð flugvélakaup Flugleiða. Viðskiptahallinn, sem er vöru- skiptahalli og halli á þjónustu- jöfnuði, er mjög mikill eða áætl- aður á þessu ári 17.600 milj. en var 1974, eftir bráðabirgðatölum að visu, 23.300 millj. svo að þetta hefur þó skánað. Þarna kemur svo aftur til fjármagnsjöfnuður, þ.e. lánin, sem tekin eru. Gert er ráð fyrir að á þessu ári komi inn nokkru meiri lán eri á fyrra ári, eða um 19 milljarðar. Þar af fer i afborgun fyrri lána 6.200 millj. þannig að nettólán + nokkrar aðrar fjármagnshreyf- ingar hafa það i för með sér, þeg- ar það er dregið frá viðskipta- hallanum, 17.600 millj., að áætlaður greiðslujafnaðarhalli á þessu ári verður 2.500 millj. Vöntunin er sem sagt jöfnuð með lánum. Nú getur það auðvitað i sjálfu sér verið réttlætanlegt að taka lán og flest af þessum lánum eru tekin til nauðsynlegra fram- kvæmda til skipakaupa, til flug- vélakaupa o.s.frv., þannig, að þau eru vissulega i mörgum tilfellum fyllilega réttlætanleg. En samt sem áður hljóta 'að vera takmörk fyrir því, hversu langt megi ganga i þvi að taka erlend lán, jafnvel þó langtimalán séu. Þegar hér er nefnd talan 2.500 milljónir sem væntanlegur greiðsluhalli á þessu ári, þá er samt rétt til hughreystingar að taka það fram, að þetta er um 5.900 millj. hagstæðari útkoman en árið 1974. Þessi áætlaði við- skiptajöfnuður -+ 17.600 millj. kr. jafngildir þvi, að þjóðin eyði um 10% meira en hún aflar, en sam- svarandi tala fyrir árið 1974 nam tæpum 12%. Aukning erlendra lána Eins og ég sagði áðan, þá eru innkomin löng erlend lán heldur meiri en árið 1974, og afborganir' af erlendum lánum aukast um nær fjórðung á árinu 1975, auk þess sem vaxtagreiðslur fara ört vaxandi. Greiðslubyrði af erlend- um lánum til langs tima, þ.e.a.s. hlutfallið á milli samtölu afborg- ana og vaxta annars vegar og samtölu tekna á útfluttum vörum og þjónustu hins vegar, breyttist úr 11.4% á árinu 1974 i nærfellt 15% á þessu ári. Lætur nærri að það sé þriðjungs hækkun á einu ári. Spáð hefur verið að ef áfram- haldandi þróun ætti sér stað, þá mundi þessi greiðslubyrði vera komin upp i um 20% á árinu 1979 og mundi þá fimmtungur af gjaldeyristekjunum i þeirri merkingu, sem ég hef áður talað um, fara i greiðslu afborgana og vaxta. Ef löng erlend lán eru reiknuð með sem hlutfall af þjóðarframleiðslu þá næmu þau 24.3% skv. bráðabirgðatölum fyrir árið 1974 26.3% skv. áætlun 1975. Verri gjaldeyrisstaða um 2500 millj. króna Eins og ég hef þegar tekið fram þá er gert ráð fyrir þvi, að gjald- eyrisstaðan rýrni um 2.500 millj. kr. á þessu ári. Gjaldeyrisvið- skipti sjálfra viðskiptabankanna falla ekki beint saman við þetta vegna þess, að þar kemur fleira inn i heildarmyndina. Ef maður fylgist með og athugar gjald- eyrisviðskipti bankanna frá degi til dags og mánuði til mánaðar, þá er þar um mjög breytilegar tölur að ræða. Þó var það svo, að bæði i april, mai og júni var niðurstaða jákvæð. Þetta snerist aftur við I júli. Þá var hún neikvæð og fór niður fyrir strik- ið. í ágúst var hún aftur jákvæð, en i siðasta mánuði, september- mánuði, verð.ur hún allmikið fyrir neðan strikið. Byggist það aðal- lega á þvi, að ákaflega litið kom inn af gjaldeyri i þeim mánuði. Auk þess segja þeir, sem þessum málum eru kunnugir, að septern- bermánuður sé jafnan erfiður i þessu efni vegna óvenjulega mik- ils innflutnings eða greiðslna, t.d. á oliu og svo hefur einnig verið að þessu sinni. Gleðilegt er að geta sagt, að siðasta dag mánaðarins, sem sagt daginn i gær voru gjald- eyriskaup bankanna óvenjulega mikil. Þá komu inn i bankana 565.9 millj. kr. en út fór á sama tima aðeins 287 millj. og þar i voru skipaleigugjöld talsvert mikil. Þannig er þetta auðvitað barningur, en þó er ekki ástæða til neinnar örvæntingar i sam- bandi við þessi mál. Kjaramálin framundan Um kjaramálin er það að segja, að þar er ákaflega mikil óvissa rikjandi um þessar mund- ir. Opinberir starfsmenn hafa eins og lög gera. ráð fyrir, sett fram sinar kröfur. Þar er við þrjá aðila að eiga, Bandalag starfs- manna rikis' og bæja, Bandalag háskólamenntaðra manna, og lækna. Kröfur þessara aðila eru að sjálfsögðu mjög mismunandi en skv. kröfunum öllum er um verulegar hækkanir að ræða. Auk þeirra kaupkrafna, sem þarna er um að ræða hjá opinberum starfsmönnum, þá setja þeir mjög ofarlega á blað kröfur um verkfallsrétt. Þessi mál, að þvi er varðar opinbera starfsmenn, eru i deiglunni. Ég hika ekki við að segja, að kröfur þeirra margra hverra eru óhóflegar og ósann- gjarnar. Hins vegar er vitað mál, að hjá ýmsum almennum opin- berum starfsmönnum er þörf á hækkunum og verður sjálfsagt aldrei undan þvi vikizt, hvorki með samningum né heldur kjara- dómi, að það komi til einhverra hækkana hjá þessum aðilum. Alþýðusambandið hefur ekki enn lagt fram sinar kröfur. Þaö undirbýr kröfugerð og mun væntanlega leggja kröfurnar fram i næsta mánuði. Það veit enginn hverjar þær verða og þess vegna er allt i óvissu um þessi mál. Rikisstjórnin hefur að sjálf- sögðu það hlutverk fyrst og fremst i sambandi við samninga á milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, að standa fyrir upplýsingaöflun og láta þeim i té allar þær upplýsing- ar, sem unnt er að veita. Það er ákaflega mikið atriði, að þessir aðilar geti orðið sammála um að þær upplýsingar séu réttar. Þá ættu þeir að geta orðið sammála um það, hvaða forsendur séu fyrir hendi, þegar á svo að fara að ræða um, hverjar hækkanir geti veriðum að ræða. Hjá hækkunum verður ekki komizt eins og allt er i pottinn búið, en það skipÞ ir auðvitað miklu máli, að þær hækkanir séu raunsæar, og mið- aðar við greiðslugetu. Og ég verð að segja það, að eins og á málum var haldið í vor af hálfu Alþýðu- sambandsins, þá tel ég, að þetta geti farið skaplega, ef sýnd verð- ur samskonar ábyrgðartilfinning og þá var sýnd að minum dómi. Versnandi afkoma atvinnuveganna En hins vegar er það svo, að vegna afkomu atvinnuveganna er ákaflega þröngur stakkur skorinn i þessu efni. Sé litið lauslega yfir væntanlega afkomu atvinnuveg- anna á þessu ári, þá eru spár uppi um það, að framleiðslumagn I landbúnaði minnki um 3% en þá er þess að gæta, að toppfram- leiðsla var i landbúnaði á siðasta ári. Með sama hætti er áætluð magnaukning i sjávarútvegi um 2% á þessu ári, en að iðnaðar- framleiðslan minnki um 3%, en þar af munar mest um álið, en þó er liklega um 1% samdráttur i al- mennum iðnaði frá árinu á und- an. Byggingastarfsemi er áætlað að dragist saman um 1%. Auðvit- að er erfitt mál, að spá hver af- koman verður og allt sem sagt er um það eru meðaltalstölur. Þess vegna getur hver einstakur i hverri grein haft allt aðra sögu að segja af ýmsum ástæðum en meðaltalið segir til um. Ég álit, að afkoma landbúnaðar geti orðið góð eða sæmileg á þessu ári þrátt fyrir magnminnkun, sem þarna á sér stað i mjólkurframleiðslu. Um sjávarútveginn er það að segja, að hann greinist mjög og útkoman i einstökum greinum hans er mjög mismunandi. Frystiiðnaðurinn og fiskvinnslan eiga i erfiðleikum. Þar verður halli þegar á heildina er litið þrátt fyrir stórfellaar greiðslur úr verðjöfnunarsjóði þannig, að hann er nú nokkuð til þurrðar genginn eða verður á árinu. Aftur á móti er aðra sögu að segja frá söltun og heröslu. Þar álit ég að afkoma verði góð, og hagnaður á þeim greinum, og þó að þær greiði nokkuð af þeim hagnaði i verðjöfnunarsjóð. Það er ákaf- lega erfitt að segja til um hluti eins og fiskim jölsvinnsluna. Fiskimjölið er á lágu verði nú og þess vegna gæti þar verið um ein- hvern bata að ræða. Loðnu- vinnslan er eins og allir þekkja erfið við rikjandi ástæður og það er ekki hægt að sjá fyrir neinn bata i þeim efnum. Það er svo um útgerðina að segja, að þar er ástandið lika misjafnt eftir þvi um hver tæki er að ræða. Stóru togararnir eru reknir með mikl- um halla en þeim halla er mætt með fyrirgreiðslu úr rikissjóði á þessu ári. Minni togararnir kom- ast yfirleitt að þvi er haldið er — sæmilega af á þessu ári, en þó er vitað mál, að það er misjafnt og einstakir togarar geta komið miklu verr út. Um bátaflotann er það hins vegar að segja, að hann á við mikla og hefur átt við mikla erfiðleika að etja. Það verður þess vegna varla annað sagt um sjávarútveginn en að hann standi mjög tæpt og það, þó að verð- jöfnunarsjóðurinn sé reiknaður inn i dæmið á þessu ári, en hann verður að miklu leyti uppétinn og þess vegna ekki fyrir hendi á næsta ári. Þannig, aö ef ekki verða breytingar til batnaðar, annað hvort i verðlagi eða afla, þá er auðsætt að sjávarútvegur- inn verður ekki við þvi búinn að mæta miklum hækkunum i út- gjöldum. Ég býst við þvi, að um iðnaðinn megi segja i heild að hann standi heldur skár en á fyrra ári. Sumar útflutnings- greinar i iðnaði hafasýnt góða af- komu eins og t.d. skinna- og ullar- iðnaðurinn. Ég hygg, að það megi segja um verzlun, að hennar af- INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1975, 2.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Með heimild í lögum nr. 11/ 1975, auk heimilda eldri laga til þess að gefa út ný spari- skírteini í stað þeirra, sem upphaflega voru útgefin og innleyst hafa verið að við- bættri verðlagsuppbót, hefur fjármálaráðherra, f. h. ríkis- sjóðs, ákveðið útgáfu og sölu á spariskírteinum ríkissjóðs 1975 — 2. fl., að fjárhæð allt að 300 millj. kr. Kjör skírteina eru í aðalatr- iðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin eru verðtryggð og er grunnvísitala þeirra sú Hag- við 1. byggingarvísitala, sem stofan skráir miðað nóvember n. k. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteinanna hefst 7. þ. m., og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innlánsstofnunum um allt land svo og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.