Tíminn - 05.10.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 05.10.1975, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 5. október 1975 ÁSTAND OG HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM koma verfti svipuð eins og undan- farin ár og betri en i fyrra, sem var erfitt ár fyrir verzlun. Meðalkauphækkun 27% Verðhækkanir 48% á þessu ári Þegar veriö er aö tala um efna- hagsmál, hugsanlegar kauphækkanir og afkomu á næsta ári, þá er auövitað eitt veigamik- iö atriöi, og þaö er kaupiö. Og eins og ég sagöi áöan, er þar allt i óvissu um hvaö viö tekur um ára- mót. Hins vegir eru fyrir hendi nokkrar staöreyndir um þaö, hvaö gerist á þessu ári. t pening- um munu kauptaxtar allra laun- þega hækka um 27% aö meöaltali frá þvi á árinu 1974, en meöal- talsveröhækkunin hefur hins vegar oröiö 48%. Þetta sýnir aö um verulega /kaupmáttarrýrnun er aö ræöa á þessu sama tima- bili, sennilega 13-14%. Reiknað er meö því, að verö- iagiö standi á rauða strikinu 1. nóv., eöa 477 stig, og þeð gæti út af fyrir sig sýnt, aö þaö hafi veriö nokkuö raunsætt viöhorf, sem lagt var til grundvallar i kaup- samningunum i vor, og vonandi aö þaö haldi áfram. Hvað er til ráða? Auðvitað er þetta heldur dökk mynd, sem ég hei dregiö upp hér, og það er eðlilegt aö menn spyrji hvaö sé til ráða. Nú, það er eins og fyrri daginn að úrræöi i þess- um efnum liggja ekki á lausu. Ég hef fyrir mitt leyti sagt, aö ég teldi, aö skoöa þyrfti mjög vand- lega svokallaða niöurfærsluleiö. Augljóst er aö henni fylgja ýmsir framkvæmdaerfiöleikar, og mörg atriöi i þvi sambandi hafa ekki verið athuguö, en þarf aö athuga áöur en hún kæmi til greina. En ég held, aö þaö gæti veriö mjög nauösynlegt aö reyna aö feta sig aöeins niöur þennan stiga sem. viö höfum alltaf haldið upp til þessa. En ekki I neinum stökkum — þaö væri skaölegt — heldur yröi að fara meö mikilli gát niður á viö og taka litla áfanga. Halda veröur áfram aö- haldssemi i verölagsákvörðunum og meiri aöhaldssemi á sumum sviöum en gert hefur veriö, t.d. i verölagningu opinberrar þjón- ustu þá veröur aö sýna mikla aö- haldssemi i fjármálum, bæöi i opinberum framkvæmdum og lánamálum og viö veröum aö stefna aö þvi aö hætta aö lifa um efni fram. — Þaö getum viö ekki um ótakmarkaðan tima. Ekki höft Margir hafa þaö á oröi hvort ekki væri hægt aö bæta gjald- eyrisástandið meö þvi aö gripa til innflutningstakmarkana. Ég held að ekki veröi gripiö til innflutningstakmarkana. Ég tel, aö þaö sé yfirleitt óheilbrigö stefna aö byggja á sliku. Viö höf- um fengið aö kynnast þvi nú að undanförnu, hvernig það er fyrir okkur aö mæta sliku i þeim lönd- um, sem viö þurfum aö selja til. Viö erum nefnilega ekki einir um þaö að vera illa staddir gjald- eyrislega. Viö höfum mætt þvi, bæöi á Spáni og i Brasiliu, aö þar hefur verið gripiöitil aðgerða, sem eiga aö bæta gjaldeyris- ástandið og fólgnar eru i inn- borgunargjöldum og óbeinum innflutningstakmörkunum. Við getum ekki ætlazt till þess að viö einir komumst upp meö að gripa til innflutningstakmarkana, heldur mættum viö þá allt eins búast viö þvi, að þvi yröi svarað i svipaöri mynt. Ég held, aö frelsi i viöskiptum sé almennt mikils virði fyrir þjóð eins og okkur, sem á svo mikiö undir utanrikisviö- skiptum og þaö sé ákaflega hæpiö fyrir okkur aö fylgja fram þeirri stefnu, aö nota eigi takmarkanir á innflutningi. Hins vegar veröur auövitaö aö gæta vissrar hófsemi, og fylgjast þarf meö i þeim efn- um. Þaö hefur veriö gert og það veröur gert. En til annarra og róttækari ráöstafana veröur ekki gripiö, nema eitthvað nýtt komi fram og gerist i þessum efnum. Ég tel, aö bezt sé aö sem mest frelsi riki I þessum efnum. Hins vegar veröur auðvitaö lika aö hugsa til þess, að búa þarf þannig um iðnað, sem fyrir er i landinu, að hann geti mætt samkeppni viö samsvarandi framleiöslu annars staðar. Allir Islendingar eiga aö hafa i huga að kaupa isl. vörur, en ekki útlendar, þegar á milli er hægt að velja. Og ekki er vafi á þvi, aö meö sálfræðilegum áróðri má ná verulegum árangri, og aö þvi þurfum viö aö vinna. Gengisfelling ekki úrræði Þaö veröa ekki settar neinar nýjar hömlur. Þaö verður heldur ekki gripið til gengisfellingar, nema eitthvaö nýtt og óvænt ger- ist. Margtber til þess. Þaö er búiö aö þrautreyna gengisfellingu. Það er búiö aö framkvæma gengisfellingar hér oft, og þaö er ómótmælanlegt, eins og ég hef tekiö fram, aö gengisfellingarnar hafa átt sinn rika þátt i þvi að spenna upp verölagiö i landinu og magna veröbólguna. Gengisfell- ingar hafa aldrei boriö árangur nema skamma hrið, nema þaö hafi jafnframt gerzt, aö aörar ástæöur hafi breytzt á þá lund, að þær hafi snúizt meö þeim straumi, sem gengisfellingunum var ætlaö aö skapa. Þaö er heldur. ekki ástæða til gengisfellingar út af fyrir sig, vegna þess að gengiö hefur i sjálfu sér verið tiltölulega stööugt á þessu ári frá siöustu breytingu. Gengið er að visu sveigjanlegt, og breytist eftir þvi sem gengi annarra mynta er- lendra breytist. Þvi veröur auð- vitaö að fylgja, og að sjálfsögöu geta gengisbreytingar annars staöar skapaö þaö ástand, að hér verði aö gera gengisbreytingar. Sannleikurinn er sá, aö erlendar skuldir eru orönar svo háar, að þaö er litill búhnykkur aö gripa til gengisfellingar. Erlendur kostn- aöur viö hin afkastamestu fram- leiðslutæki er einnig svo mikill, aö þaö er áhaflega hæpið af þeim sökum að gripa til gengisfelling- ar. Ég held, aö þaö megi meö talsverðum rétti segja, aö þessar að- veröum rétti segja, aö þessar aö- stæöur (erlendu skuldirnar), svo gleöilegar sem þær nú annars éru, og sá mikli hluti kostnaðar við framleiöslutæki, sem kemur i erlendri mynt, sé eins konar öryggi gegn gengislækkun. Annars er allt óvist, þar til séö veröur, hvernig horfir i kjara- málum og kaupsamningum og ekki gott að meta úrræði og að- geröir, fyrr en viðhorfin i þeim efnum verða eitthvað ljósari. Ég spyr hins vegar, hvaöa stjórn ætti frekar aö geta ráöiö viö þau vandamál, sem viö er aö etja, önnur en núverandi stjórn, sam- stjórn tveggja langstærstu þing- flokkanna og með yfirgnæfandi hluta þjóðarinnar aö baki sér. Friöa þarf 50 milurnar fullkomlega Auk efnahagsmálanna er land- helgismáliö auövitaö þaö mál, sem snertir stjórnmálaviöhorfiö nú og langmest er rætt um, Þaö mál hefur verið rætt svo rækilega i fjölmiölum, aö ég tel ekki ástæöu til aö fara um það mörg- um oröum. Menn þekkja þær viö- ræöur, sem fariö hafa fram viö tvær þjóðir, Breta og Belga. Þær hafa ekki borið neinn árangur. Ég tel þessar viðræöur þó sitt með hvorum hætti. Ég tel viðræðurnar við Belga allt annars eðlis, og þau boö, sem þeir hafa gert, allt annarrar tegundar, heldur en Bretanna, sem komu hingað meö þær hugmyndir, að þvi er virtist, að þeir gætu haldið áfram i nokkurn veginn sama dúr og áður. Bretarnir hafa fengið sinn aðlögunartima — hæfilegan að- lögunartima — og þess vegna getur auðvitað aldrei oröið um það að ræða, að þeir geti fengið nokkuð, sem nálgast það, sem þeir hafa haft. Og ég verð að segja þaö, aö eins og horfir, þá tel ég engar likur á þvi aö samning- ar takist viö Breta um veiöar innan 50 milnanna, og þá ekki heldur innan 200 milnanna, fyrir 13. nóv. Þeir viröast svo langt frá þvi að vilja samk'omulag. Ég tel, aö okkur beri aö halda þannig á málum, aö reynt veröi með öllum tiltækum ráöum aö friöa 50 míl- urnar fullkomlega. Ég hef hins vegar verið þeirrar skoöunar, og segi hana alveg hiklaust, aö viö verðum að fylgja sömu stefnu varöandi svæöið á milli 50 og 200 milna og viö fylgdum áður i sam- bandi við 50 milurnar. Viö eigum Ólafur Jóhannesson flytur ræöu sina á fundinum. (Timamynd Gunnar). Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík HLUTAVELTA ARSINS verður í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1, í dag, sunnudaginn 5. október kl. 2 eh. FJÖLDI GÓÐRA MUNA — EKKERT HAPPDRÆTTI — ENGIN NÚLL REYKVÍKINGAR: Styrkið slysavarna- og björgunarstarf SVFÍ. Stjórnin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.