Tíminn - 05.10.1975, Síða 17

Tíminn - 05.10.1975, Síða 17
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 17 að vera opnir fyrir samningi um umþóttunartima á þvi svæði. Um Þjóðv. þarf ekki að ræða i þessu sambandi. Það verður ekki samið við þá. Það er óhugsandi, á meðan þeir halda uppteknum hætti. En sjálfsagt fáum við nán- ari skýringar á þessu máli, þegar utanrikisráðherra kemur heim og skýrir frá þvi, sem komið hefur fram i viðræðum hans við utan- rikisráðherra V-Þjóðverja. — Þó að ég sé þeirrar skoðunar, að ekki muni koma til samninga fyrir 13. nóv. um veiðar innan landhelgi a.m.k. ekki við Breta og Vestur- Þjóðverka, þá tel ég rétt, og hef samþykkt það, að viðræöur færu fram, enda ekki stætt á þvi að neita sliku. Útfærslan i 200 sjó- milur kemur til framkvæmda 15. október. Það liggur i augum uppi, að það verður erfitt að verja það svæði með þeim skipa- og flug- vélakosti, sem við höfum i land- helgisgæzlunni. Menn verða að vera við þvi búnir að kosta þvi til sem þarf. Við vonum auðvitað, að þó að samningar takist ekki þá komi Bretar ekki inn fyrir 50 mil- urnar aftur. Það veit hins vegar enginn, og þess vegna þýðir ekki annað en gera ráð fyrir þvi. Vel getur komið til átaka og þess vegna verður og er skylda okkar að standa að þvi eins og menn að búa landhelgisgæzluna sem bezt i stakk i þessum efnum. Þvi miður er hún vanbúin, en þó hefur hún betri skipakost en áður. Landhelgisgæzlumönnum ekkert of gott Ég hef undrazt, að menn hafa talið það eftir, þ.á.m. blaðamenn, að landhelgisgæzlan fengi til sinna umráða flugvél sambæri- lega og á borð við þá flugvél, sem hún nú hefur búna þeim beztu tækjum sem kostur er á. Menn hafa jafnvel gert svo litið úr sér að fara með spé i þvi efni og vera að tala um það, að land- helgisflugmennirnir þyrftu nú ekki alltaf að standa uppréttir i vélinni. Það er eins og menn viti ekki, að þessar flugvélar þurfa að vera á lofti og geta verið á lofti klst. saman. Ég hef alltaf sagt og segi það enn, að landhelgisgæzlu- mönnunum er ekkert of gott og það er mér alveg fullkomlega að mæta, ef gagnrýni er borin fram i þeim efnum. Ég mun verja það, sem þar hefur verið gert, og það er mikil fölsun, sem sumir blaða- menn hafa leyft sér og það jafnvel i rikisútvarpinu, þegar þeir hafa komið fram og vitnað i skýrslu, sem þeir hafa kallað skýrslu sér- fræðinga, þar sem þeir segja að sérfræðingar hafi lagt til, að það verði keypt allt önnur flugvél af Beachcraft-gerð i stað Fokker Friendshipvélarinnar. Slika vél á Landhelgisgæzlan þegar, og þær eru einnig fyrir hendi hjá Flugfé- laginu, og þess vegna — m.a. af hagkvæmnisástæðum og til þess að hafa varahluti — er alveg sjálfsagt að tala vel af þeirri tegund. En hvaða sérfræðingar voru það, sem sátu i þessari nefnd. Það er maður úr hagsýsl- unni, sem að visu er verkfr. en sem mér vitanlega hefur ekki komið nálægt flugvélum. Það var fulltrúi minn i dómsmálaráðu- neytinu, ágætur maður, sem ég held samt að hafi ekki komið ná- lægt flugvélum, og það var for- stjóri Landhelgisglzlunnar, sem er heldur ekki neinn sérstakur sérfræðingur i flugvélum og flugumsjónarmaður á Reykja- vikurflugvelli, en flugumsjónar- menn þurfa ekki að vera svo af- skaplega miklir flugmenn og þeir hafa ekki verið klukkustundum sanan á flugi i gæzlu i misjöfnu veðri. Þetta eru menn sem svo eru kallaðir sérfræðingar, og blaðamenn leyfa sér að upplýsa um. Hvað sögðu svo þessir sér- fræðingar? Þeir segja það i þvi bréfi, sem fylgir með áliti þeirra, að þeir hafi aðeins fjallað um til- lögu Landhelgisgæzlunnar um kaup á minni gerð af flugvélum, og þegar um minni geröina er að ræða þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að Beaciiraft sé hentugust, en taka það fram alveg berum orðum, að þeir hafi ekki fjallað um og skili engu áliti um stærri gerðina. Og svo leyfa menn sér að tala um þetta án þess að hafa nokkru sinni augum litið þetta nefndarálit. Ég vara alla við þvi, að falla i þá gryfju, að fara að telja eftir, það sem gert verður til þess að búa landhelgis- gæzluna sem bezt i stakk. Það get ur vel verið, að við eigum eftir að upplifa það, að það reyni nokkuð mikið á þá menn. Þeir eru lagðir i mikla hættu. Það getur verið að sú hætta verði raunveruleg, og það getur kostað miklar fórnir. Þá verður það ekki skemmtilegt fyrir þá, sem hafa talið eftir og vaðið uppi með slikan leiðinda- áróður, að hugsa til þess, ef eitt- hvað kemur fyrir. Ég öfunda þá a.m.k. ekki. En það er aðeins rétt i sambandi við landhelgismálið, og það sem stendur fyrir dyrum, að velta fyrir sér tveimur spurn- ingum, sem miðaðar eru við þaö, sem ég hef verið að segja um efnahagsástandið hér á undan: Hvernig ætli við værum staddir i dag, ef við hefðum ekki-fært út landhelgina i 50 sjómilur þegar við gerðum það? Hvernig ætli af- koman væri þá hér 'a landi? Ætli það hefði ekki mátt dragast eins og sumir vildu? Hvernig ætli við værum staddir hér á landi, ef við hefðum ekki keypt skuttogarana á þeim tima sem við gerðum það og dreift þeim um landið? Þetta ættu menn að hugsa um. Stjórnarsamstarfið er ekki verra en gengur og gerist í samsteypustjórnum Menn spyrja gjarnan hvernig stjórnarsamstarfið gangi og sam- komulagið sé innan stjórnarinn- ar. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé ekki verra en gengur og gerist i samsteypu- stjórnum. Að sjálfsögðu eru skoð- anir skiptar og oft hljóta niður- stöður að byggjast á málamiðlun. En ég verð að segja það, að ég hef þá reynslu, að það sé litið á málin af sanngirni og reynt að komast að þeirri málamiðlun sem við hæfi er. Ég fyrir mitt leyti held, að það sé alveg ákveðinn vilji i báðum samstarfsflokkum rikis- stjórnarinnar að halda þessu samstarfi áfram, og ég held að báðir séu ákveðnir i þvi að standa að þessu samstarfi af fullum heilindum. Þess krefst þjóðar- hagur. Við höfum ekki efni á þvi að sundra kröftunum i mein- ingarlitla flokkadrætti. Hvorugur stjórnarflokkanna mun þvi hlaupa undan böggunum, þó að þeir séu dálitið þungir i bili. Enda veit ég ekki hvaða önnur stjórn ætti að taka við eða liklegri væri til að hafa vald á málunum eins og þau nú eru. Ndms- og umboðs- menn nómsmanna erlendis athugið: Þar sem fjármagn til haustlána hefur enn ekki verið tryggt, reyndist lánasjóðnum ekki unnt að hef ja úthlutun þeirra á áður auglýstu úthlutunartimabili, sem var 15. til 30. september. Úthlutun hefst strax og fjármagn hefur verið tryggt. Lánasjóður íslenzkra námsmanna Laugavegi 77. nokkuð fyrir peningana ATHUGIÐ BARA VERÐIN 685.000 il öryrkja CA KR. 505.00 C A KR. 740.000 il öryrkja CA KR. 551.00 CA KR. 825.000. Skodr ÍWL Verd SKODII ^JWR Verö til öryrkja CA KR. 622.000 Sérstakt hausttilboð! BÍLARNIR ERU AFGREIDDIR Á 'FULLNEGLDUM BARUM SNJÓDEKKJUM. TEKKNESKA BIFREJÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44 -46 KÓPAVOGI S(MI 42600, Matvöruverzlun til sölu. Góð velta miðað við stærð og til- kostnað. Húsnæði getur fylgt i kaupunum ef óskað er. Tilboð sendist Timanum fyrir mánu- dagskvöld 13. okt. 1975, merkt Atvinnu- öryggi 1871. Læbjargötn 2 símar 16400 12070 25060 26555 C

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.