Tíminn - 05.10.1975, Síða 19
Sunnudagur 5. október 1975
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26S00
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Kjósa Bretar
þorskastríð?
Það kom fram i ræðu þeirri, sem Olafur
Jóhannesson viðskiptamálaráðherra flutti á
fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur siðastl.
miðvikudagskvöld, að hann taldi engar likur á, að
samningar hefðu tekizt við Breta fyrir 13. nóvem-
ber, þegar landhelgissamningurinn, sem var
gerður 1973, fellur úr gildi. Svo mikið bar á milli
á fyrsta viðræðufundinum. Bretar verða að draga
stórlega úr kröfum sinum, ef nokkur von á að
verða um samkomulag.
Það hefur frá upphafi verið afstaða Fram-
sóknarflokksins að i framhaldi útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar i 200 milur, væri rétt að veita þeim
þjóðum, sem hafa veitt milli 50 og 200 milna
markanna, nokkurn umþóttunartima á þessu
svæði. Þetta er i samræmi við afstöðu vinstri
stjórnarinnar 1971, þegar hún hóf undirbúning út-
færslunnar úr 12 milum i 50 milur. Þá var það eitt
fyrsta verk hennar að bjóða viðræður um
undanþágur i stuttan tima á þvi svæði, sem út-
færslan náði til. Þetta sama hafa aðrar þjóðir
yfirleitt gert undir svipuðum kringumstæðum.
Það liggur i augum uppi, að allt annað gildir
um svæðið innan 50 milnanna heldur en svæðið,
sem er milli 50 og 200 milnanna. Það er ekki hluti
hinnar nýju útfærslu heldur er það búið að vera
hluti islenzku fiskveiðilögsögunnar i þrjú ár. Á
þvi svæði hafa þær þjóðir, sem þess hafa óskað og
hægt hefur verið að ná samningum við, haft
umþóttunartima i nær þrjú ár. í næsta mánuði
eru t.d. liðin þrjú ár siðan samið var við Belgiu-
stjórn. Bretar eru búnir að hafa þar unsaminn
umþóttunartima i tvö ár þann 13. nóvember
næstkomandi, en áður höfðu þeir veitt ólöglega
innan markanna i eitt ár. Þvi má segja, að þeir
séu i reynd búnir að hafa þar þriggja ára
umþóttunartima.
Svæðið innan 50 milna markanna hefur svo al-
gjöra sérstöðu, vegna þess að þar hefur verið um
ótviræða ofveiði á þorskstofninum að ræða. 1
samræmi við það hefur oft verið bent á það hér i
blaðinu að undanförnu, að þótt útfærslan i 200
milur sé stór áfangi i landhelgismálinu, sé það
stærsta skrefið, sem stiga þurfi i landhelgis-
baráttunni á þessu ári, að draga úr veiðunum
innan 50 milna markanna og tryggja Islendingum
þar forgangsrétt. Á þvi byggist það, að hægt verði
að koma á nauðsynlegri friðun, án þess að skerða
þurfi afkomu þjóðarinnar.
Af hálfu Breta er þvi haldið fram, að þeir hafi
takmörkuð not af veiðum við Island, fái þeir
engar undanþágur innan 50 milna markanna.
Þetta er rétt að vissu marki. En Bretar verða
jafnframt að gera sér annað ljóst. Það er ómót-
mælanlegt, að bæði þorskur og ýsa eru nú ofveidd
innan 50 milna markanna. Heildaraflinn á
þessum aðalfisktegundum þarf að minnka. Það
er jafnframt augljóst, að vegna efnahagslegra
ástæðna þarf afli íslendinga sjálfra fremur að
aukast en hið gagnstæða. Það er orðin viður-
kennd regla, hvað sem deilum um mörk fisk-
veiðilögsögunnar liður, að strandrikið eigi að
hafa algeran forgangsrétt, þegar draga þarf úr
veiðum af friðunarsvæðum. Þá eru það út-
lendingarnir sem verða að vikja.
Meðan Bretar sýna ekki nægan skilning á þessu
atriði, er ekki von um samkomulag. -Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hírohito hefur verið
keisari í hálfa öld
Bandaríkjaför hans vekur mikla athygli
HIROHITO keisari Japans
er um þessar mundir á feröa-
lagi um Bandaríkin. Hann er
þar i opinberri heimsókn.
Aöur en hann heldur
heimleiöis mun hann ávarpa
allsherjarþing S.Þ. Keisarinn
verður að ferðast undir
strangri lögregluvernd, því að
óttazt er, að brjálæðingar eða
uppreisnarhópar geri tilraun
til að ráða hann af dögum.
Þetta er I annað sinn, sem
keisarinn fer úr landi, siðan
hann tók við embætti, en 1971
heimsótti hann Vestur-Evrópu
og hafði japanskur keisari þá
ekki farið úr landi i 2600 ár.
Förina til Vestur-Evrópu fór
keisarinn i tilefni af þvi, að þá
voru 50 ár liðin siðan hann
dvaldi þar sem krónprins i sex
mánuði. Keisarinn segist
jafnan minnast þess tima,
sem hins skemmtilegasta i lifi
sinu, enda mun hann þá ekki
hafa verið undir eins ströngu
eftirliti og aðhaldi og heima
fyrir.
Hirohito keisari er fæddur
29. april 1901. Hann tók við
keisaraembættinu 25.
desember 1926 og hefur þvi
gegnt þjóðhöfðingjaembætti
lengur en nokkur annar núlif-
andi maður. Þegar hann tók
við keisaraembættinu fyrir
nær 50 árum, var hann
tignaður sem sonur sólar-
guðsins og sýnd alls konar
virðing samkvæmt þvi. Hann
var þá talinn 124. keisarinn,
sem hefði skipað japanska
keisarastólinn. Sama ættin
hafði farið með keisara-
dóminn allan þann tima, og er
talið að forfaðirinn, Jimmu að
nafni, hafi komið til valda
fyrir 2635 árum. Engin ætt i
heiminum hefur setið svo
lengi við völd, t.d. eru taldar
24 keisaraættir i Kina á sama
tima. Ef til vill stafar þessi
langi valdaferill ættarinnar af
þvi, að keisaripn haföi teljandi
litil völd. Völdin voru oftast I
höndum fámenns aðals eða
yfirstéttar, sem notaði sér
guðlegan uppruna og trúar-
lega stöðu keisaranna til að
vinna alþýðuna til hlýðni og
undirgefni og létust þvi
stjórna I nafni þeirra. Flestir
keisaranna gerðu litið annað
en að iðka heimspeki, visindi
og tónlist, einangraðir frá
þjóðinni. Sá. siður hélzt alveg
fram á daga Hirohitos, að
þegar keisarinn ferðaðist,
fóru sérstakir verðir á undan,
sem gættu þess að göturnar
væru mannlausar og dregiö
væri fyrir alla glugga. Aöeins
fáir útvaldir máttu sjá
keisarann og umgangast
hann.
ÞETTA breyttist eftir lok
siðari heimsstyrjaldarinnar.
Þá var það krafa rússnesku
og brezku stjórnarinnar, sem
að vissu marki var studd af
Bandarikjastjórn, að Hirohito
keisari yrði I hópi þeirra
japanskra leiðtoga, sem
kæröir yrðu fyrir striösglæpi.
Otvirætt var lika, að japanskir
stjórnmálamenn höföu mjög
notað sér nafn keisarans til
réttlætingar landvinninga-
stefnu sinni, bæði heima fyrir
og erlendis. Sumar heimildir
Japönsku keisarahjónin
fullyrða, að keisarinn hafi
vitað um þetta og látið sér vel
lika. Sjálfur lýsti keisarinn sig
lika bera alla ábyrgð og þvi
ætti að ákæra hann og engan
annan. MacArthur, yfirhers-
höfðingi Bandamanna á
Kyrrahafssvæðinu, taldi sig
hins vegar vita, að keisarinn
var hér að taka á sig ábyrgð,
sem aðrir áttu, og i reynd
hefði hann veriö mótfallinn
striðinu en ráðið litlu. I sam-
ræmi við þetta, ákvað
MacArthur aðra lausn. I stað
þess að ákæra keisarann fyrir
striðsglæpi, ákvað MacArthur
aö svipta hann guðdómnum.
Keisarinn skyldi eftirleiðis
vera álitinn venjulegur maður
og staða hans ákveðin i sam
ræmi við það I stjórnarskránni
sem venjulegs valdalitils
þjóðhöfðingja i vestrænum
stil. Keisarinn varð manna
fyrstur til að fallast á þetta og
hefur hagað sér dyggilega i
samræmi við það. Allt bendir
til, að hann kunni betur við
það, að vera venjuleg
manneskja en sonur sólar-
guðsins. Keisarinn hefur engin
bein afskipti haft af stjórn-
malum siðan, hann hefur
ferðazt heilmikiö um Japan,
heimsótt spitala, barnaheimili
og verksmiðjur og kappkostað
að vera sem alþýðlegastur,
þótt hann sé sagður hlédrægur
aö upplagi. Krónprinsinn
hefur kvænzt stúlku af verka-
mannaættum. Og vinsældir
keisarans meðal almennings
hafa ekki minnkað við þetta.
Eitt dæmi þess er það, að
MacArthur lét fækka starfs-
mönnum við hirðina um 4000
manns. Síðan bjóðast árlega
um 20-30 þús. ungir Japanir til
að vinna i þjónustu keisarans
sem sjálfboðaliðar. Undan
tekning frá þessu eru nokkrir
róttækir öfgaflokkar, sem
hafa reynt að gera aðsúg að
keisaranum, þegar hann hef-
ur verið á ferðalögum, og
gerðu m.a. áhlaup á keisara-
höllina, sem næstum hafði
heppnazt, daginn áður en hann
hóf Evrópuferðina 1971. Af
þessum ástæðum var gætt sér-
staks öryggis i sambandi við
Evrópuför keisarans og ekki
sizt haft gott auga með
japönskum námsmönnum, er
margir hallast að öfga-
flokkunum.
HIROHITO hefur erft það
frá forfeörum sinum, að hafa
mikinn áhuga á visindum.
Hann hefur um margra ára
skeið unnið að þvi að kynna sér
sérstaklega gróðurlif og dýra-
lif hafsbotnsins og lauk á
siðasta ári 10. bók sinni um
það efni. Keisarinn er nú yfir-
leitt álitinn með fremstu
visindamönnum á þessu sviði.
Hann er starfsmaður mikill
eins og flestir landar hans.
Venjulega fer hann á fætur um
sjöleytið og skiptir deginum
milli visindaiðkana og
stjórnarstarfa, sem fyrst og
fremst eru fólgin i þvi, að
annast ýmsar formlegar mót-
tökur. I tómstundum sinum
leggur keisarinn mikla stund á
ljóðagerð, en margir forfeður
hans hafa verið miklir ljóða-
smiöir. Þannig segir sagan, að
afi hans hafi samið ekki færri
en 10 þúsund kvæði.
Samkvæmt stjórnarskránni
frá 1946 hefur keisarinn ekki
nein teljandi veraldleg völd.
Hann hefur gætt þess vand-
lega að fara ekki út fyrir vald-
svið sitt. Vafalitið gæti hann
þó haft mikil áhrif, ef hann
beitti sér. Sögusagnir herma,
að keisarinn hafi aðeins einu
sinni beitt valdi sinu, en bæöi
stjórn hersins og rikisstjórnin
báðu hann að taka endaniega
ákvörðun um, hvort Japan
ætti að gefast upp i siðari
heimsstyrjöldinni eftir að
Bandarikjamenn höfðu
varpað kjarnorkusprengjum á
tvær borgir þeirra. Keisarinn
ákvað uppgjöfina.
Keisarinn kvæntist Nagako
prinsessu 1924 og eignuðust
þau tvo syni og fjórar dætur.
Dæturnar hafa orðið að afsala
sér öllum titlum, þegar þær
hafa gifzt.
-Þ.Þ