Tíminn - 05.10.1975, Síða 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 5. október 1975
Jón BöAvursson inenntaskólakennari. líniamynd Kóbert
og tunga
þrenning
sönn og
• n
ein....
Rætt við Jón Böðvarsson,
menntaskólakennara um
ferðalög ó söguslóðum
ALKUNN ER sú tilhneiging
flestra góðra ferðamanna að yilja
þekkja það land, sem farið er um,
— vita nöfn á fjöllum og hólum,
ám og lækjum. En svo gott og
blessað sem þetta er, þá er hitt
ekki siður fýsilegt að kunna nokk-
ur skil á þeirri sögu, sem gerzt
hefur i landinu. Við eigum erfitt
með að hugsa ckkur islenzkan
mann, sem kemur i Bergþórshvol
og hefur aldrei heyrt nefndan
Njál bónda, Bergþóru konu hans
og sonu þeirra. Eða hver ekur
Fljótshliðina á enda, án þess að
Gunnar Hámundarson hvarfli
honum i hug?
En það hafa viðar gerzt sögur
en i Rangárvallasýslu, þótt Njála
sé frægust islenzkra sagna. Hvar
sem við ferðumst um land okkar
erum við á söguslóðum, og fárán-
legt væri að ætlast til þess að al-
mennur ferðamaður vissi alla
sögu þess staðar, þar sem hann er
staddur hverju sipni.
,, Landnámsmennirnir
eru eins og
kunningjar ykkar”
Hér er komið að hlutverki hins
snjalla leiðsögumanns. Hann get-
ur blásið lifi i landið undir fótum
okkar og fengið okkur gengnar
kynslóðir að förunautum.
t dager lesendum Timans feng-
inn einn slikur leiðsögumaður,
Jón Böðvarsson menntaskóla-
kennari. Hann á að baki langan
oggóðan feril sem ferðamaður og
leiðbeinandi ferðafólks, og þess
vegna er sjálfsagt að byrja á þvi
að segja sem svo:
— Hvenærbyrjaðir þú á þessari
starfsemi, Jón?
— Ekki treysti ég mér til þess
aö svara þvi nákvæmlega, en það
er orðið nokkuð langt siðan. Ég
byrjaði á þvi sem kennari að
segja nemendum minum frá
söguslóðum þeirra tslendinga-
sagna, sem kenndar voru i skóla.
Sföar varð ég vörður i Þórsmörk,
á eftir Jóhannesi úr Kötlum, og
þá fyrst hófst hið eiginlega leið-
sögustarf mitt. Ég þurfti þá að
fara reglulegar gönguferðir um
Þórsmörk og nágrenni hennar
með hópa ferðafólks, og hafði af
þvi mikla ánægju.
— Þú hefur ekki verið f neinum
vafa um, hvernig bezt væri að
vinna þetta, eftir að hafa leiðbeint
nemendum þfnum um þessa
hluti?
— Jú, satt að segja varégi tals-
verðum vafa um það i upphafi,
hverjum tökum bezt væri að taka
starfið. En reynslan varð mér
hollur skóli, eins og mörgum öðr-
um. Ég fann brátt, að ailir, jafnt
ungir sem aldnir Islendingar,
höfðu ótrúlegan áhuga á þvi að
þekkja sögu lands sins. Á hvern
hátt þeir staðir, sem komið var
til, væru merkir, og jafnframt að
heyra skýringar á örnefnum og
staðaheitum alls konar. Landið
fær allt annað og miklu meira
gildi I augum fólks, þegar þvi hef-
ur verið sagt hvað hafi gerzt á
þessum eða hinum staðnum, og
hvenær. Það er ekki nóg að þylja
upp sjálf nöfnin. Það þarf lika að
segja hvernig stendur á þeim
nöfnum og nafngiftum, sem á
vegi okkar verða.
• —Þetta á auðvitað einkum við
um tslendinga?
— t Þórsmörk komu margir út-
lendingar lika, og það vakti undr-
un mina, að þeir höfðu þennan
sama áhuga, en af öðrum orsök-
um. Einu sinni sagði útlendingur,
sem búinn var að vera hér nokkuð
lengi, við mig: Ég er svo hrifinn
af þvi, að hjá ykkur tslendingum
virðist enginn timi vera til. Land-
námsmennirnir eru eins og kunn-
ingjar ykkar. Það er svo garhan
að heyra tslendinga tala saman
um atburði, sem hafa gerzt á
fyrstu árum tslandsbyggðar,
næstum eins og þeir hefðu sjálfir
verið viðstaddir.
Hér var skipalægi
öldum saman — og
hér barst svarti
dauði á land forðum
— Já, tengsl lands og sögu, —
það er nokkuð sem vert er um að
tala. Hvort eigum við heldur að
ræða um Njáluslóðir eða Þjórsár-
dal?
— Hvorugt. Við skulum heldur
lita okkur nær og tala um svæði,
sem flestir ferðast um, og það oft
og mörgum sinnum, en þó oftast
þannig, að þeir þeysa um það eins
hratt og komizt verður og eru
þeirri stund fegnastir, þegar þeir
eru lausir við þennan krók, sem
þeim finnst vera á leið sinni. Ég á
hér við Hvalfjörð, sem yfirleitt
nýtur ekki ýkjamikilla vinsælda
ferðafólks, — svo ekki sé meira
sagt.
Ég hef einu sinni látið það út úr
mér, og er fús til að standa við
það hvar sem er, að mér finnst
hæfilegt að fara fyrir Hvalfjörð á
þrem dögum. I Hvalfirði eru bæði
margir staðir og fallegir, sumir
rétt við þjóðveginn, sem flestir
hafa ekki hugmynd um, en verða
ákaflega hrifnir og undrandi,
þegar þeim hefur verið bent á þá.
Jafnframt hefur eitthvað merki-
legt gerzt, svo að segja á hverjum
bæ, og þvi er ákaflega auðvelt að
tengja saman land og sögu á
þessum slóðum.
Hvalfjörður. Svo vel vill til, að i
þeim firði er eina hvalveiðistöð
landsmanna, en nafn sitt hefur
hann þó ekki fengið af þvi, — svo
einfalt er málið ekki. Við þurfum
að fletta upp i þjóðsögunum okkar
og lesa þar um Rauðhöfða,
illhvelið, sém'grandaði skip-
um og mönnum, og sið-
ast sonum prestsins i Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, en
hann var fjölkunnugur og kom
hvalnum fyrir kattarnef með þvi
að leiða hann inn fjörðinn, upp
Botnsá og alla leið upp i Hval-
vatn. t tengslum við þessa
sögií eru svo örnefni, svo sem
eins og Hvalfell, Hvalvatn,
og fleiri. — Sá maður, sem
segir ferðafélögum sinum
þessa sögu, þegar ekið er fyrir
Hvalfjörð, mun ekki þurfa að
kvarta um áhugalausa tilheyr-
endur.
A þjóðveldistima, og liklega
fram undir siðaskipti, er Hval-
fjörður ein aðalhöfn íslendinga.
Þar köstuðu þau skip akkerum,
sem komu af hafi „færandi varn-
inginn heim”, en við það eru lika
tengdir sorglegir atburðir. Hér
var það, sem Einar Herjólfsson
steig á land, óvitandi um að hann
flutti með sér mannskæða drep-
sótt, sem átti eftir að verða þjóð-
inni þung i skauti, sjálfan svarta-
dauða. Einar kom að bænum
Botni, sýkti fólkið, og þaðan
breiddist prestin um landið.
Svo liðu margar aldir. Þá gerð-
ist það einu sinni sem oftar, að
ófriður varð með mönnum,
heimsstyrjöldin 1939-1945. Nú
varð Hvalfjörður gifurleg her-
skipahöfn. Skipalestir komu þar
við á leið sinni á milli Evrópu og
Ameriku og fjörðurinn var mor-
andi i alls konar fleytum, stórum
og smáum, — flestum þó stórum.
Ég var þá drengur hjá afa minum
i Gerði á Akranesi, og ég man, að
við krakkarnir töldum stundum
tuttugu, þrjátiu eða enn fleiri
skip, sem komu eða fóru sama
daginn. Mér er það enn i minni,
þegar Hood, hið mikla orrustu-
skip Breta, silgdi út fjörðinn
snemma morguns, en um kvöldið
fréttist, að þvi hefði verið sökkt.
Það hafði slegið i bardaga á milli
þýzkra og brezkra herskipa, hér
vestur af landinu, og skot frá
þýzka drekanum „Bismarck”
hitti skotfærageymsluna i Hood.
Þurfti þá ekki að sökum að
spyrja, skipið sprakk i loft upp og
skipshöfnin fórst öll, að undan-
teknum tveim eða þrem mönn-
um, en um borð voru yfir þrettán
hundruð manns. — Þetta gerðist
24. mai 1941.
Ipnri-Hólmur,
Kúludalsá og
Hallgrimssteinn
Þannig er saga Hvalfjarðar.
Hann er mikil skipahöfn að fornu
og nýju, en auk þess var hann
jafnan fiskisæll mjög, þótt fyrir
það tæki á striðsárunum, þegar
oliubrákin var um allan sjó.
Og það er íleira en sjór Hval-
fjarðar, sem geymir mikla sögu.
Ef farið er um Kjalarnesið, sakar
ekki að horfa yfir fjörðinn, þar
sem Innri-Hólmur blasir við, eitt
aðalsetur Stephensenættarinnar,
þegar veldi hennar var hvað
mest, og skammt frá er Kúludals-
á, sem margir vildu að yrði
biskupsstóll, þegar hann var
fluttur frá Skálholti.
Fyrir austan Akrafjall, og milli
þess og Miðfells, er mýri ein sem
varðfræg i Islenzkum bókmennt-
t hrikalegu gljúfri innst I Botnsdal er Glymur, sem mun hæstur allra
fossa á íslandi. Venjulega er hann vatnslltill og hljóðlátur, en í miklum
vatnavöxtum verður hann tröllslegur. Þá skjálfa klettarnir I nánd og
glymjandin veröur óhemjuleg. Ljósm. Páll Jónsson.
Sunnudagur 5. október 1975
TÍMINN
2Í
Þessa mynd þekkja vlst allir, sem einhvern tima hafa ekiö fyrir Hvalfjörð. Það leggur reyki upp um strompa hvalstöðvarinnar og bilvegurinn sveigir fyrir Þyril, sem gnæfir yfir
umhverfi sitt i hljóölátri tign og lætur sig eneu skinta brambolt mannanna.
um, þegar Halldór Laxness skrif-
aði tslandsklukkuna, þvi að það
var þar, sem Sigurður Snorrason
„kóngsböðull” lét lif sitt. Eftir
leik þess mannsláts mun ekki
þurfa að segja þeim sem kynnzt
hafa þessu mikla skáldverki
Halldórs, en minna má á, að
einmitt i þessari sömu mýri á nú
að reisa járnblendiverksmiðju, —
á Grundartanga.
— Fólki þykir víst ekki ónýtt að
krydda ferðalagið með slikum
sögum?
— Nei, slikar frásagnir eru
ákaflega vinsælar og vekja mik-
inn áhuga allra, sem heyra.
Vafalaust er Saurbær sá staður
á þessum slóðum, sem flestir
þekkja og vita eitthvað um. Flest-
um er kunnugt, að þar bjó séra
Hallgrimur Pétursson og orti. En
hitt vita sjálfsagt færri, að til eru
merkar samtimaheimildir um
það, hvernig og hvar hann orti
Passiusálmana. Hann orti þá
snemma á morgnana og gekk þá
undir ákveðinn stein á melunum
fyrir ofan bæinn, sem siðan heitir
Hallgrimssteinn.
Fyrir skömmu brann sam-
komuhúsið að Hlöðum á Hval-
fjarðarströnd. Ég játa að þá varð
ég feginn, þvi að húsið stóð alveg
fast upp við Hallgrimsstein. 1
flestum öðrum löndum hefði þessi
steinn verið afgirtur, áletrun sett
við hann og ferðamenn siðan
leiddir þangað til þess að sýna
þeim staðinn, þar sem eitt
fremsta skáldverk lúterskrar
kristni varð til. Þetta væri sjálf-
sagt hægt að gera nú, fyrst sam-
komuhúsið er brunnið, en hins
vegar væri það ákaflega likt ts-
lendingum að reisa nýtt hús á
nákvæmlega sama stað/. svo að
drukknir menn geti haldið áfram
að brjóta brennivinsflöksur og
pissa á bakvið Hallgrimsstein.
Hér angar jörðin af
skáldskap og sögnum
— Fleira kemur fram I hugann
en Iiallgrimur Pélansíiui og
Passiusálmarnir. Hér hljótum við
að vera i næsta nágrenni við
söguslóöir Kjalnesingasögu?
— Mikið rétt. Maður, sem ferð-
ast eins og leið liggur úr Reykja-
vik upp i Hvalfjörð, fer framhjá
öllum aðalstöðunum, sem koma
fyrir I Kjalnesingasögu. Mér
hefur stundum dottið i hug, að
bezta ráðið til þess að kenna ts-
lendingum að tengja saman land
sitt og sögu, væri að gefa Kjal-
nesingasögu út handa barnaskól-
um með viðeigandi kortum, og
fara siðan með reykvisk skóla-
börn á þessar slóðir. Það tæki
ekki nema dagstund.
Þá verður og fyrir okkur Saur-
bær á Kjalarnesi, þar sem
Sigurður Björnsson bjó, en hann
er fyrirmyndin að Eydalin lög-
manni i íslandsklukkunni. Þegar
i Kjósina er komið, sjáum við
trafell, sem frægasti draugur á
Islandi er kenndur við. Nú er sem
betur fer kominn vegur um
Kjósarskarð, svo menn geta ekið
þá leiðina á milli Kjósar og Þing-
valla, farið framhjá Möðruvöll-
um og trafelli og sagt sögur af
Móra sér og öðrum til skemmtun-
ar.
A þessari leið eru ýmsir krókar,
sem hægt er að fara, og gefa
ferðalaginu aukið gildi. Það er til
dæmis hægt að fara fyrir Eyrar-
fjall og sömuleiöis upp I Kjósina
og hringveginn, en þetta gera fá-
ir, þótt það muni ekki nema sára-
litlu. Sama er að segja um
Brynjudalinn. Ég gerði það einu
sinni mér til gamans, að ég spurði
marga ágæta ferðamenn, hvort
þeir hefðu ekki komið upp i
Brynjudal. Nei, þangað hafði
enginn komið.
Þegar við erum komin upp i
Hvalfjarðarbotn, rifjast Harö-
ar-saga og Hólmverja upp, þvi að
þar I grenndinni eru fjölmargir
staðir sem snerta atburðarás sög-
unnar.
— Við þennan eina fjörð gerast
sem sagt tvær Islendingasögur?
— Já, hvorki meira né minna,
— og þó reyndar miklu meira,
eins og ég drap á hér að framan.
Meira að segja þjóðtrú siðari
tima hefur ekki gengið framhjá
þessum söguriku slóðum. Hér er
lika Katanes, sem Katanesdýrið
er við kennt.
— Það er þá gaman að fylgja
ferðafólki um Ilvalfjörðinn?
— Já, hvort það nú er! Min
reynsla er sú, að ef fólk gerir sér
það ómak að stanza á nokkrum
stöðum, þá kemst það að raun
um, að fjörðurinn er ákaflega
merkur frá sögulegu sjónarmiði,
og ekki einungis það, heldur opn-
ast lika fyrir mönnum fegurð,
sem þeir höfðu aldrei fyrr komið
auga á. t sambandi viö þetta
siöast talda langar mig að benda
fólki á að aka fram á eyrina beint
á móti Grundartanganum, sem
minnzt var á hér að framan. Þaö
liggur bilvegur alla leið út á eyri,
og fjallasýnin þaðan er stórkost-
leg.
Þau orð myndu allir ís-
lendingar vilja gera að
sinuin
— Sækist ferðafólk ekki eftir
sögufróðum leiðsögumönnum,
fyrst þvi þykir gott að heyra sögu
þeirra staða, sem ferðazt er um?
— Mér er kunnugt um, að eftir-
spurn eftir leiðsögumönnum,
sem geta veitt slika fræðslu,
Framhald á bls. 36
í Harðar-sögu segir frá dvöl Hólmverja I klettaviginu Geirshólma skammt frá Þyrli I Hvalfirði.