Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 5. október 1975
TÍMINN
29
— Kaupsýsla og list eru and-
stæður, þannig að vandamálin
hrönnuðust upp hjá Apple, segir
George. — Ég var aldrei neitt
hrifinn af Apple-búðunum og
öllu þvi, sem gert var i kringum
Apple. A öllu Apple-timabilinu
snerist hugur minn eingöngu
um það að vinna i stúdiói að
upptökum, en John, Paul og
Ringo höfðu alltaf einhverjar
háleitar hugmyndir. — Að lok-
um fór svo að allt fyrirtækið
varð okkur eins og mikill haus-
verkur. Allt sem gat farið illa,
fór illa. Hins vegar gerði Apple
ýmislegt hrósvert, þótt ástandið
hafi verið orðið alveg hræðilegt i
lokin. Þess vegna er ég nú með
Dark Horse Record. — Ég hafði
enga trú á Apple, og góðir tón-
listarmenn þarfnast hvatning-
ar.
— Mun þá Dark Horse læra af
mistökum Apple og verða fyrir-
tæki til frambúðar, spyr Cole-
man. — Já, örugglega, svarar
Harrison. — Hins vegar mun
rekstur fyrirtækisins aldrei
hafa áhrif á mig sem tónlistar-
mann, þvi ég er tónlistarmaður
en ekki kaupsýslumaður. Okkur
öllum f jórum var i raun og veru
fyrirmunað um langan tima að
sinna okkar tónlist vegna
vandamálanna i sambandi við
Apple, en nú höfum við sem
betur fer allir getað fjarlægzt
þessa reynslu.
— Allir gerum við mistök.
Apple-fyrirtækið var ef til vill
ein allsherjar mistök, en það er
jú það sem lifið er, að meira eða
minna leyti, — og til þess eru
mistökin að læra af þeim.
Harrison segir siðan um fyrir-
tæki sitt, að það muni bjóða upp
á plötur með nýjum listamönn-
um, en hins vegar muni það
verða tiltölulega smátt i
sniðum. ,,Þeir listamenn, sem
verða tengdir Dark Horse,
verða að vera mér einhvers
virði utan tónlistar sinnar, þvi
ég ætla ekki að koma mér i þá
gryfju, sem mörg hljómplötu-
fyrirtæki eru i, — að þola ekki
suma listamenn sina. Ég kæri
mig ekki um listamann, sem er
t.d. bara stórfenglegur söngv-
ari, ef mér geðjast ekki að per-
sónunni.
Hlustar ekki á plötur
Bítlanna
— Ég er enn mest hrifinn af
þeirri tónlist, sem hreif mig
mest i gamla daga, tónlist
Smokey Robinson, Stevie Wond-
er og þeirra sem léku i þeirra
anda, sagðl Harrison, er hann
var spurður um aðra tónlistar-
menn. — Nei ég hef aldrei verið
hrifinn af Balck Sabbath....og
ég hef aldrei heyrt i Bay City
Rollers.
Hins vegar bætti hann við, að
han vildi gjarna heyra i þeim,
aðeins til að geta myndað sér
skoðun á þeim. — Ég er hins
vegar alls ekki hrifinn af Slade
og Mud. Sá bezti, sem mér dett-
ur i hug af enskum tónlistar-
DARK HORSE
Plötur, sein eru væntanlegar frá
Dark Horse.
Splinter — með aðra plötu sina
frá Dark Horse — hljóðupptöku
stjórnaði Tom Scott.
Jiva — Kaliforniukvartett —
hljóðupptöku stjórnaði Stewart
Levine (hefur unnið með
Minnie Riperton)
Attitudes — ný bandarisk
hljómsveit — Jim Keltner,
tr<xmmur, Danny Kootch, gitar,
Paul Stallworth, söngur og
bassi, David Foster, pianó.
Henry McCullough— með nýja
hljómsveit (var i upphaflegu
Wings með Paul McCartney)
Stairsteps — blökkumanna-
hljómsveit skipuð fjórum
tónlistarmönnum frá New York.
D
Þessi gamla mynd sýnir Ge
orge með fyrsta gitarinn sem
hann eignaðist.
]
NÝ HLLJÓMSVEIT hefur tekið
til starfa, og nefnist hún Alfa
Beta. Meðlimir hennar sem eru
þrir talsins, eru allt kunnir
popparar, þeir Guðmundur
Haukur Jónsson, fyrrum
söngvari i Roof Tops, Atli Viðar
Jónsson, bassaleikari úr Borgis,
og Halldór Olgeirsson, sem eitt
sinn var trommuleikari með
Acropolis og um tima með Roof
Tops. Að sögn Guðmundar
Hauks, sem leikur á pianó,
munu þeir allir syngja, en
hljómsveitin mun hafa það
markmið að leika þá tónlist, er
fóik vill heyra, þegar það er að
skemmta sér. — Viö leggjum
ekki upp úr þvi að eltast við það
nýjasta i poppheiminum, enda
cr hljómsveitin ekki popphljóm-
sveit, sagði Guðmundur
Haukur.
Alfa Beta er hljómsveit en
ekki trió. — Við viljum ekki
kalla okkur trló, þvi sá mögu-
leikier vissulega fyrir hendi, að
við verðum einhvern tlma
átján, sagði Guðmundur i
gamansömum tón.
mönnum, er Peter Skellern,
sem minnir mig talsvert á
Harry Nilsson, sagði hann.
— Hlustarðu nokkurn tima á
plötur Bitlanna?
— Nei, ég hef ekki hlustað á
neina þeirra i áraraðir.
— Hvernig minnist þú Bitl-
anna núna, þegar þú litur til
baka?
— Beatles? Ég tel að Bitlarnir
hafi veriðeða séu (langt hlé).
mjög góðir. Eitt atriði sem öll-
um ætti að vera hugstætt i sam-
bandi við Bitlana, er það, að við
lögðum hart að okkur, og við
lögðum okkur i lima við að
vikka út okkar eigin tilraunir i
tónlist, til þess að yfirstiga eins
mikið af okkar takmörkum og
við frekast gátum.
— Telur þú, að John, Paul,
George og Ringo standist nú
samanburð við Bitlana?
— Ef ég lit á okkur hvern i
sinu lagi, tel ég, að enginn okkar
standist samanburð við Bitlana
heild, en hins vegar tel ég að við
séum engir eftirbátar þeirra,
sem nú eiga mestu fylgi að
fagna. Sennilega gerðum við
okkur aldrei almennilega grein
fyrir þvi, meðan Bitlarnir voru
til, hvað við vorum i raun
ofsalega stórir. Það er ekki fyrr
en núna, að þetta er að renna
upp fyrir okkur, þegar við flett-
um i gegnum heimildarit um
Bitlanna.
Harrison segir nú, að sér hafi
likað vel Bitlatimabilið, —
svona eftir á að hyggja — þótt
honum hafi leiðzt allt umstángið
i kringum það, meðan á þvi
stóð.
— Bitlarnir sendu frá sér
mörg góð lög, góða tónlist, ein-
hverjar nýjungar allan timann.
Við vissum alltaf, að næsta
plata okkar myndi seljast vel út
á Bitlanafnið, en það stóð þó
aldrei i veginum fyrir þvi, að við
reyndum ekki eitthvað nýtt.
Harrison er inntur eftir þvi,
hvort honum finnist hann vera i
samkeppni við hina þrjá, eftir
að Bitlarnir hættu.
— Nei, það finnst mér ekki,
segir hann. Ég er ánægður þeg-
ar einhver hinna þriggja gerir
eitthvað athyglisvert. Við erum
vinveittir hver öðrum og ég
hygg, að við fylgjumst allir
nokkuð vel með þvi, sem hinir
eru að fást við.
Þá er Harrison spurður að
þvi, hvort titillinn „fyrrverandi
Bitill” valdi honum ekki
leiðindum stundum, þar eð hann
hafi alltaf verið sá Bitill, sem
rninnst hafði sig i frammi.
— Mér likar ekki nafngiftin.
Það eina sem ég hef á móti öllu
„fyrrverandi”, er að það gefur
mér litið i aðra hönd i nútiman-
um.
— Aðdáun táninganna var
ágæt i byrjun, en siðar virtust
henni engin takmörk sett. Ég
óskaði aldrei eftir þvi, en hins
vegar er til fólk, sem finnst
svona æði alveg stórkostlegt. —
Ég hef ekkert á móti þvi að vera
vinsæll, en sú stund kemur, að
það er óheilbrigt að fólk telji sig
vera eitthvað, sem þú ert alls
ekki.
I fyrra fór George Harrison i
hljómleikaferðalag um Banda-
rikin og fékk yfirleitt ekki góða
dóma — talað var um að hann
hefði misst röddina, og á sum-
um hljómleikunum var hvergi
nærri uppselt.
— A nýju plötunni virðist þú
algjörlega hafa náð valdi á
röddinni aftur. Hvers vegna var
rödd þin svo veik á hljómleikun-
um i fyrra?
— Það er til einföld skýring á
þvi. Fyrir hljómleikaferðalagið
hafði ég unnið nætur og daga að
ýmsu — stjórnað Ravi Shank-
ars-tónlistarhátið i Englandi,
unnið að plötunni og skipulagt
hljómleikaferöina, — og á
þessum tima söng ég ekki mik-
ið. Ég hafði hreinlega ofkeyrt
mig og var þreyttur. Hins vegar
var ég sjálfur ekkert óánægður
með röddina — hún liktist pinu-
litið rödd Louis Armstrong — en
það var bara þreyta, sem oili
þessu.
Að lokum:
— Ég mun halda áfram að
þroskast sem tónlistarmaður,
reyna að skrifa betri og betri
lög, reka litið hljómplötufyrir-
tæki. — Bitlarnir voru stórt at-
riði i lifi okkar allra, en það var
gærdagurinn... (,,but it was
Yestarday.....”). — Gsal