Tíminn - 05.10.1975, Qupperneq 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 5. október 1975
0 Undir beru
fer mjög Vaxandi. Hið ánægju-
legasta við það er sú
staðreynd, að þessi eftir-
spurn fer alls ekki eftir stöð-
um eða stéttum þjóðfélagsins. A
undanförnum árum hef ég ferðazt
með starfsmönnum ýmissa
verkalýösfélaga, það má heita
orðið fastur liður hjá mér á
hverju sumri að vera leiðsögu-
maður hjá Trésmiðafélagi
Reykjavlkur og Iðju, svo aðeins
tvö séu nefnd. Það er gleðilegt að
heyra, hve þetta fólk, sem yfir-
leitt hefur ekki notið mikillar
skólamenntunar, er áhugasamt,
hversu vlðlesið og vel upplýst það
er, og hve feginsamlega það tekur
allri nýrri vitneskju og fróðleik.
Og þetta er ekki bundið við neitt
tiltekið aldursskeið.
— Þessar ferðir eru þá bæði
fræðsla og skemmtun?
— Einmitt. Og I sumar held ég
að hafi verið meira um það en áð-
ur, en þær væru skipulagðar.
Ferðafélag tslands, hefur áratug-
um saman unnið mikið að þvl að
kynna landið, sérstaklega þó meö
sinum ágætu árbókum, sem mjög
margir safna og lesa. En að
undanförnu hafa margir aörir að-
ilar lagt málinu rækilegt lið, og
nægir þar að minna á Vegahand-
bókina, sem örn og örlygur gáfu
út. Það er ákaflega mikill
stuðningur fyrir leiðsögumenn
ferðafólks að hafa þessar bækur
með sér og tala út frá þeim.
Þessi tilhneiging að tengja
saman land og sögu sést líka á
starfsemi félaganna. Ferð á
Njáluslóðir má heita fastur liður
hjá Ferðafélaginu, Otivist
auglýsir núna Laxdæluferð með
ágætum leiðsögumanni, Einari
Kristjánssyni, sem þekkir þær
söguslóðir afbragðsvel, og fleiri
dæmi væri sjálfsagt auðvelt að
tina til.
— Og áhugi á slikum ferðum
fer vaxandi?
— Já, alveg áreiðanlega, það
finnum við bezt, sem að þessum
málum störfum.
Snorri Hjartarson skáld segir á
einum stað:
Land þjóö og tunga, þrenning
sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móður-
kné.
í reyndinni myndu allir ís-
lendingar vilja taka undir þessi
ógleymanlegu orð. Þeir vilja
þekkja landiö sitt og sögu þess,
þvi að þeir finna hið innra með
sér þessa tilfinningu:
Land þjóð og tunga, þrenning
sönn og ein..
— VS.
GEYMSLU
hólf
GEYMSLUHOLF I
ÞREMUR STÆRDUM.
NÝ ÞJÓNUSTA yiD
VIDSKIPTAVINI I
NÝBYGGINGUNNI
BANKASTÆTi 7.
Sqmvinnubankinn
HITAVEITU
teng
mgar
i Kópavogi, Garðahreppi,
Reykjavik, Seltjarnarnesi.
Hilmar J. H. Lúthersson
Simi 7-13-88.
Kaupið bílmerki
Landverndar
Hreint
táSland
fagurt
land
LANDVERND
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensínafgreióslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustig 25
SVALUR
eftir
Lyman Young
Fyrir aðra er vandamálið
of mikil sól."'
/Hefurðu séð
gamlingjan sitja
Nei, farðu á
móti honum
eitthvað er