Tíminn - 07.10.1975, Page 5

Tíminn - 07.10.1975, Page 5
Þriðjudagur 7. október 1975. TÍMINN 5 Gamall draumur hefur rætzt Jón Kristjánsson skrifar grein i siðasta tölublað Austra um orkumálin austanlands. Jón segir: ,,Eins og skýrt er frá I þessu blaði hefur nú náðst sá merki áfangi I orkumálum okkar Austfirðinga að Lagarfoss er farinn að veita okkur ljós og yl. Þetta er gamall draumur hér um sióðir sem nú hcfur rætzt, þótt áhyggjur séu nokkrar af því hvað veturinn ber i skauti sinu fyrir þessa virkjun, eins og aðrar rennslisvirkjanir. Verður að vona að þeir aðilar sem um vatnsmiðiun fjalla i Lagar- fljóti geri sitt bezta til sam- komulags sem allir geta við unað. Finna verður leið til þess að tryggja þessu mann- virki rekstraröryggi, án þess að stórspilla náttúru Héraðs- ins, eða öðrum verðmætum. Það hefur oft verið bent á það, m.a. hér f blaðinu að Lag- arfossvirkjun leysir aðeins brýnasta vanda dagsins í dag og fram undan er enn frekari sókn i virk junarmálum, ef takast á að tryggja þessum landshluta næga orku á kom- andi árum. Má i þessu sam- bandi benda á það að með Lagarfossvirkjun fæst ekki orka til húshitunar i stórum stil, sem er þó mikil nauðsyn á, einmitt hér þar sem jarðhit- inn er af skornum skammti, eða að minnsta kosti ófundinn enn i þeim mæli sem dugar.” Næsti dfangi Þá segir Jón Kristjánsson: 1 Ijósi þessara staðreynda ber að fagna því að undirbún- ingur er nú hafinn undir næsta áfanga i virkjunarmálum hér, með rannsóknum á hinum miklu virkjunarmöguleikum, sem taldir eru vera á Fljóts- dalshéraði, og nauðsynlegt er að halda þeim rannsóknum á- fram af fullum krafti. Það virðist einstætt að ef útkomur þessara rannsókna reynast hagkvæmar, þá ber að ráðast i stóra virkjun á þessum slóð- um 100 megawött eða þar yfir. Það yrði svo mál sérfræðinga eða framkvæmdaatriði hvort Bessastaðaárvirkjun sam- kvæmt þeirri hugmynd sem þar lá til grundvallar yrði byggð sem áfangi i sliku mannvirki.” Sjdlfstæðismdl f jórðunganna Að lokum segir Jón: „Jafnframt þessu þarf að hyggja að þróun atvinnulifsins og orkusölu með tilliti til breyttra viðhorfa auk þess sem ákveðin stefna yrði mörkuð I húshitunarmálum. Orkan er undirstaðan og að orkuöfluninni þarf að vinna af festu. Þessi mál eru vanda- söm og virkjunarundirbúning- ur allur timafrekur, þvf er nauðsynlegt að stefnan sé ráð- in sem fyrstog öll áform gerð heyrum kunnug svo almenn- ingi sé Ijóst hvert stefnir og geti myndað sér skoðanir á málunum eins og þau liggja fyrir. Allan undirbúning þarf að vanda sem mest, þess vegna er þess að vænta að myndar- legt framhald verði á þeim rannsóknum sem hafnar eru á Fjótsdalshéraði þannig að framkvæmdir geti hafizt á grunni þeirra. ( Það er sjálfstæðismál hvers fjórðungs um sig að veruleg orkuframleiðsla eigi sér stað innan marka hans, og sú stefna er beinlinis hættuleg að raða öllum stórvirkjunum á Þjórsársvæðið, þar þykir eng- inn biti of stór.” Þ.Þ. Malbik og snjór FLATEYRI, K. Sn.: Fyrir skömmu lauk malbikunarfram- kvæmdum hér. I fyrra voru.malbikaðir um 350 m aðal- götunnar, Hafnarstræti, en áður hafði verið steypt um 100 m neðst i götunni næst höfninni og við frystihúsið. Núna var bætt við um 250 m og er þá Hafnar- strætið allt lagt varanlegu slit- lagi utan nokkrir metrar i neðri endann, en þar þarf að fjarlægja gamla kaupfélagshúsið til þess að unnt sé að ljúka verkinu. Þá var og malbikað 400 ferm. svæði við barna- og unglinga- skólann og auk þess nokkur minni bilastæði og plön auk hafnarsvæðisins, sem annars staðar hefur verið getið um. 1 sambandi við malbikunina má geta þess, að Flateyri er óhappastaður með malbikun að þvi leyti að ekki er fyrr farið að koma með malbikunartækin hingað en kólna tekur og hann fer að snjóa. Svo var i fyrra og aftur nú. Má vænta þess við framhald malbikunar, að krafa verði gerð um að Flateyri verði siðasta verkefnið til þess að tryggja hinum góðviðri. Þeirri breytingu, sem varan- leg gatnagerð veldur, er vel lýst með orðum gests, sem hér kom i gær, en hann sagði: ,,Ég ætlaði ekki að þekkja plássið, þvi siðast þegar ég kom, þá var ég nærri búinn að týna jeppan- um minum i holunum i Hafnar- strætinu.” Flateyringar eru að vonum ánægðir með þennan áfanga og ekki sizt þakklátir Miðfelli h.f. sem var verktaki, undirverk- tökum Véltækni h.f. og Oliumöl h.f., Fjórðungssambandi Vest- firðinga, og öllum þeim öðrum, sem með dugnaði og trúmennsku komu þessu verki i höfn. Svo mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar unnu að þessu verkefni, að hin góða samvinna og árangur má kallast tæknilegt og mannlegt afrek. Malbikunarframkvæmdir viö Ilafnarstræti á Flateyri. TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUOBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SfMI 42600 þó nokkuð fyrir peningana! ATHUGIÐ BARA VERÐIN SHODH coc AAn wo 6o5.000.- ( Veró til oryrkja CA KR. 505.000.- SHOoa nKMg% nnn iwL 740.000.- Verd til öryrkja CA KR. 551.000- ðMWA nnn t.'iioB 825.1)00.- Veró til öryrkja CA KR. 622.000- HSérstakt hausttilboð! BÍLARNIR ERU AFGREIDDIR Á FULLNEGLDUM BARUM SNJÓDEKKJUM. Húseign til sölu Þingholtsstræti 6 Kauptilboð óskast i húseign prent- smiðjunnar Gutenberg, ásamt tilheyrandi eignalóð. Húsið veröur til sýnis þeim, er þess óska miövikudaginn 8. október kl. 2-4 e.h. og veröa tilboöseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboö þurfa aö berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. miövikudaginn 15. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ir-^—111 ....................... Bílasalcm Höfðatúni 10 \ SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibíla Vörubila — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla ! virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. ■ Bilasalan Höfðatúni 10 *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.