Tíminn - 07.10.1975, Page 7

Tíminn - 07.10.1975, Page 7
Þriðjudagur 7. október 1975. TÍMINN 7 Hannes Þórðarson: Útigangur hrossa er smón, sem verður að hverfa úr þjóðlífinu SNEMMA á öldum er stóðhrossa getið á landi hér, og þau gengu gjöfum milli höfðingja. Það þótti álitsauki að eiga mörg stóðhross. Þau voru rekin á heiðar að vori og smalað eins og sauöfé að hausti. Þegar tið var góð, voru þau rekin upp fyrir byggð til haust- göngu og göngu fram yfir jól. Oft- ast voru þau sótt i harðindum, eða þau leituðu sjálf fram i byggð. En þar flæktust þau um hagann og börðu hjarnið, hungruð og hiisa- laus. Þeim var stundum gefið á freðann, og var það nokkur bót. Þegar frostbyljir stóöu dögum saman, eina viku og upp i hálfan mánuð, þá var aldrei hægt að hára skepnunum. Eneinn treysti sér til að leita hestana uppi, og hey hvarf út i veðurafsann um leið og það var leyst úr meisum og pokum, ef reynt var að hygla þeim veslingum, sem stóðu heima við hús. Hestarnir stóðu i höm heima við bæi, við vegi og Uti um hag- ann. Að lokum hnigu þeir niður örmagna af hungri og kulda. Þeir urðu að hraunum, en svo köllúð- ust hrossabein úti á viöavangi. Enginn kærði annan fyrir hung- urdauöa hestanna. Það voru of margir sekir til þess, og oft voru það rikustu menn héraðsins. Van- inn gerði manninn miskunnar- lausari gagnvart stóðhrossum en öörum skepnum. Lengi hefur tibkazt ab láta hross ganga áti, en þvf þarf ab linna. Læknaritari Starf Iæknaritara við Heilsugæzlustöðina i Olafsvik er laust til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Oddvita Ólafsvikurhrepps, eða Kristófers Þor- leifss. læknis Heilsugæzlustöðvarinnar i Ólafsvik, sem gefa nánari upplýsingar. Ólafsvik 1/10, 1975. Heilsugæzlustöðin ólafsvik. ARMÚLA 7 - SÍMI 84450 Rafsuðu TÆKI fyrir SUÐUVÍR 2,5 og 3,35 mm handhæg nýkomin.— Innbyggt öryggi og ódýr fyrir yfirhitun. Rafsuðu- io i hjálmar og tangir nýkomið. pYn9a kg Hundar gera sér snjóbæli f bylj- um og nýtt bæli, þegar þeir eru komnir að þvi að fenna i kaf. Sauðfé fennir og getur lifað þar marga daga við bærilega liðan og bjargast siðan. En hestar geta ekki lifað ifönn, þeir kafna, sögðu gömlu mennirnir. Stóðhrossin veröa aðstanda af sér veðrið, eigi þau að lifa það af. Húsakynni manna og dýra hafa batnað mjög á siðustu öld, og það má ekki viðgangast að stóðhross- um sé hvorki ætlað hús né hey i vetrarhörkum. Mér er sagt, að þessi ósiður sé nú, illu heilli, að færast i vöxt á sinni árum. Nú er talað mikið um náttúru- vernd og gróöurvernd, og það er góðra gjalda vert. En hefur úti- gönguhesturinn gleymzt? Hvorki þjónar Utiganga hans vernd gróð- urs né mannsæmandi hrossarækt. Stóðið stórskemmir sauðfjárhaga og nagar á vetrum allan gróður af melum og hólum, og vinnur þann- ig að gróðureyðingu og upp- blæstri eins og hreindýrin, sem nú fara i of stórum hópum niður um sveitir Austurlands. Merkur bóndi I Breiðdal i Suð- ur-MUlasýslu sagði mér nú i sum- ar, að skóglendið innan og ofan bæjarins hefði tekið algerum stakkaskiptum siðan hann hætti allri vetrarbeit. Kjarrið var áður aðeins i lægðum milli melanna, en nú breiðist það óðum upp Ur lægðunum og yfir melana, og sumir þeirra eru að hverfa i kjarrið. Sauðhagar að sumri eru nU orðnir mun betri en áður var. SU var tfðin, að útigangshestar voru hér niður um alla borg og rótuðu i sorptunnum og börðu upp öskuhauga. Þessar blessaðar skepnur mændu á vegfarendur hálfbrostnumaugum. En borgar- yfirvöld i Reykjavik hafa gert á þessu bragarböt. Það mátti meðal annars lesa þetta i blöðum borgarinnar i sum- ar: „Jafnframt er lagt bann við allri lausagöngu hrossa innan lögsagnarumdæmis Reykjavikur frá og með hausti komanda. Reykjavik, 21. jili 1975. Borgar- stjórinn i Reykjavik.” Borgar- yfirvöldin hafa áður sýnt lofs- verðan og sjálfsagðan áhuga á velferð hestanna. Eigendum þeirra hafa verið úthlutaðir staðir undir hesthús og hlöður upp með Ellliðaánum. Þar er viða vel að unniö og hlutaðeigendum til sóma. Það eru mörg ár siðan hungraðir og vegalausir hestar hafa sézt á götum borgarinnar, og ég held aö þeir séu lika horfnir Ur borgarlandinu. Ég, sem þetta rita, hef fyrir satt, að árið 1884 hafi verið staö- fest lög um skyldur hreppstjóra til eftirlits með þvi, að fyrir hendi væri hús og nægilegt fóður handa fénaði hvers bónda. Þessi lög hafa oft verið brotin, og þá sérstaklega, þegar stóð- hross áttu i hlut. Væri nú ekki rétt, á þvi herrans ári 1975, að gera lögin algild I framkvæmd og fela sýslumönn- um og öðrum valdsmönnum landsbyggðarinnar að sjá um, að mannúð verði sýnd dýrum og hestar með taldir eins og yfirvöld Reykjavikur hafa sýnt i verki? Islenzk yfirvöld hafa nýlega haldið landsfólkinu veglegar há- tiöir á árinu 1974, og minnzt þá ellefu alda byggðar i landinu. En gleymdust húsdýrin? Hafa þau eigi dvalið jafnlengi I landinu og maðurinn? Þjóðarsmánin: útigangur hrossa, sem hvorki er ætlað hús né fóður, verður að hverfa Ur þjóðlifi voru. Það verður að hætta að setja á guð og gaddinn. Stóö- hrossin eiga að njóta þess, að þjóðin býr við betri efnáhag nú en áður. Það væri verðugt verkefni Dýraverndunarfélagi Islands að hefja rannsókn á kjörum islenzka hestsins og þvo Utigöngusmánina af þjóðinni. Dýraverndunarfélag- iö hlýtur að fá öruggan stuðning ráða og félaga, sem vinna að gróðurvernd og ræktun. Fransk-íslenzka Ijósmyndasýningin sem opnuð var i franska bókasalnum að Laufásvegi 12 þann 27. september 1975, verður lokuð þriðjudaginn 7.. október 1975, en verður opnuð aftur frá 30. októ- ber til 2. nóvember frá kl. 15-22. öll starfsemi franska bókasafnsins hættir þann 7. október 1975 vegna undir- búningsvinnu við mikla audio- visuel-sýningu á frönskum impression- ista-málverkum, sem verður opin frá laugardeginum 11. október 1975 til sunnudagsins 26. október 1975 að honum meðtöldum, frá kl. 17-22. Til sölu Rússajeppi (nýjasta gerð) árgerð 1974 til sölu i sýningarskála hjá Sveini Egilssyni. Höfurvi fyrirliggjandi hljóðkúta og púströr í eftirtaldar brfreiðar Bedford vörubila ......... Bronco.................... Chevrolet fólksbíla og vörubila Citroen GS ............... Datsun disel og 100A-1200-1 600-160-180 . Chrysler franskur Dodge fólksbila . D.K.W. fólksbila Fiat 1100-1500-124-125 Ford, ameriska fólksbila Ford Anglia og Prefect Ford Consul 1955-62 Ford Consul Cortina 1 300 Ford Escort Ford Zephyr og Zodiac 127-128 — 1600 ... hljóðkútar ... hljóðkútar ... hljóðkútar ... hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar hljóðkútar Ford Taunus 1 2M, 1 5M, 1 7M og 20M .......... hljóðkútar Ford F100 sendiferðabila 6 og 8 cyl .......... hljóðkútar Ford vörubíla F500 og F600 ................... hljóðkútar Ferguson eldri gerðir ........................ hljóðkútar Gloria ....................................... hljóðkútar Hiilman og Commer fólksb. og sendiferðab.................................hljóðkútar Austin Gipsy jeppi ........................... hljóðkútar International Scout jeppi .....................hljóðkútar Rússajeppi Gaz 69 ............................ hljóðkútar Willys jeppi ................................. hljóðkútar Willys Vagoner ............................... hljóðkútar JeepsterV6 ................................... hljóðkútar Landrover bensin og disel .................... hljóðkútar Mazda 1300—616 ............................... hljóðkútar Mercedes Benz fólksbila 180-190-200-220-250-280 .................... hljóðkútar Mercedes Benz vörubila ....................... hljóðkútar Moskwitch 403-408-41 2 ....................... hljóðkútar Opel Rekort og Caravan ..................... hljóðkútar Opel Kadett ................................. hljóðkútar Opel Kapitan.................................. hljóðkútar Peugeot 204-404-504 ... ...................... hljóðkútar Rambler American og Classic .................. hljóðkútar Renault R4-R6-R8-R1 0-R1 2-R1 6............... hljóðkútar Saab 96 og 99 ............................... hljóðkútar Scania Vabis.......................................... Simca fólksbíla .............................. hljóðkútar Skoda fólksbíla og station ................... hljóðkútar Sunbeam 1250—1500 ............................ hljóðkútar Taunus Transit bensin og disel ............... hljóðkútar Toyota fólksbila og station................... hljóðkútar Vauxhall fólksbíla ........................... hljóðkútar Volga fólksbila .............................. hljóðkútar Volkswagen 1200 Og 1300 Volvo fólksbila ...............................hljóðkútar Volvo vörubila .......................................... og puströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og pústriir og púströr. og púströr. hljóðkútar og pústror. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. . hljóðkútar og púströr. hljóðkútar. Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar, margar gerðir. Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. BNavörubúðin Fjöðrin h.f.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.