Tíminn - 12.10.1975, Page 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 12. október 1975
Fiskivatnsrétt I Borgarfiröi. Byggö 1678, notuö til 1856.
Gamla Þverárrétt (byggö um 1856) hjá Kvíum á Hofseyrum
ÞVERARRÉTTIR i Þverárhliö
i Mýrasýslu eru með fjárflestu
og stærstu réttum hér á landi. 1
haust var gizkað á að komið hafi
i réttina i fyrstu göngum allt að
25 þúsund fjár. Og alltaf eru
reknar þar inn 15-20 þúsund
kindur. Núverandi rétt var
byggð árið 1960, steinsteypt,
hringlaga með almenningi og 34
dilkum misstórum. Réttin þar á
undan var byggö 1911 og var
fyrsta steinsteypta réttin á
landinu. Þar áöur stóö réttin
innan viö byggðina, spölkorn
fyrir innan Hermundarstaði á
árbakkanum, byggð um 1856 og
stóð til 1910. En fyrrum, þ.e. á
árunum 1678 til 1856, var réttaö á
tanga i Fiskivatni undir hömr-
um og þótti réttarstæöið hið feg-
ursta, en var að lokum ekki talið
öruggt fyrir grjóthruni. Fiski-
vatnsréttir voru hálfum mánuði
fyrr en nú vegna kjötsölu I
verzlanir áður en kaupskip
færu. Var talað um aö tiöarfar
tæki oft breytingum þann dag,
sem var fimmtudagurinn i 20.
viku sumars. Fróðlegt væri að
fá skýrar myndir af gömlu rétt-
unum.
Elztu réttirnar voru hlaðnar
úr grjóti. Þá var hesturinn far-
arskjóti, en nú billinn. Sums
staðar eru rekstrarnir nú lika
fluttir á bilum.
Þær eru sannarlega bragðleg-
ar kindurnar i Þverárrétt i
fyrstu göngum 1975. Taldi rétt-
arstjóri þetta stærsta fjárhóp
sem i réttina hefur komið.
Myndina tók S.dór.
En myndirnar af gömlu rétt-
unum hefur Ragnar ólafsson
deildarstjóri léö i þáttinn. „Eins
mig fýsir alltaf þó aftur að fara i
göngur.”
— Athugasemd: í 91. þætti 28.
sept. var birt mynd af gömlum
reisulegum bæ undir Spákonu-
felli. Það er Arbakki, næsti bær
við Spákonufell og skilur
Hrafnsá tún bæjanna. Steinhús
er nú á Arbakka og þar búið. A
Arbakka fæddist hinn umdeildi
maöur dr. Valtýr Guðmunds-
son.
í sama þætti var mynd af
gamla (austari?) bænum að
Keldunúp á Siðu ranglega
merkt sem Núpar I Fljótshverfi.
Kletturinn upp af Keldunúp
heitir Steðji. Nokkru austar er
Gunnarshellir, kenndur við
Gunnar nokkurn, er flýöi
þangað undan fjandmönnum
sinum. Erfitt er að komast I
hellinn. Krossmark er þar inni
frá gamalli tiö.
Fróðlegt væri aö fá til birting-
ar myndir af gömlu bæjunum á
Núpum i Fljótshverfi og Spá-
konufelli.
Safniö I Þverárrétt I fyrstu göngum 1975
t Þverárrétt um 1960
Byggt og búið
í gamla daga
93