Tíminn - 12.10.1975, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 12. október 1975
Fjallgöngumennirnir tóku siðan
við birgðunum af jakuxunum og
báru allt sjálfir á bakinu.
Norðurhliðin i Nepal og suður-
hliðin i Tibet. Veðurfar og stað-
fræðileg lögun er mjög fjölbreytt,
sérstaklega i norðurhlið fjallsins.
Sjálfur tindurinn er þakinn snjó
og is allan ársins hring. i hliðum
fjallsins eru jöklar, og heitir einn
þeirra Rongbuk jökull, sem geng-
ur út frá öðrum minni jöklum.
Þegar tindurinn er klifinn frá
norðri, verður að fara yfir tvö
mjög hættuleg og erfið svæði, sem
hefur.yerið lýst þannig,_að jafnvel
fuglinn fljúgandi komist ekki þar
ýfir.
Veðurfarið breytist stöðugt
þegar komið er upp fyrir 8000 m.
Miklir stormar næða nær stöðugt
og þyrla upp snjónum, jafnvel
þegar heita á heiðskirt, feykir
vindurinn snjónum á tindinum.
Frá október til marz er vindurinn
úr norðvestri og monsúnvindarn-
ir frá suðaustri frá mai út
september. Kuldinn er mikill,
venjulega ekki minna en þrjátiu
til fjörutiu stiga frost. Þegar
komið er i 5000 m hæð, er súrefnið
aðeins á við helming þess em það
er við sjávarmál og eftir að komið
er yfir 8000 m er það aðeins einn
þriðji.
Siðan á 19. öld hafa margir
fjallgöngumenn frá mörgum
löndum reynt að sigra Qomo-
langma. Það var þó ekki fyrr en
1950 að fyrsta hópnum tókst að
komast á tindinn, frá suðurhlið-
inni. Á timabilinu 1921 til 1938,
reyndu brezkir fjallgöngumenn
sjö sinnum að komast upp
norðurhliðina, en öllum
leiðangrunum mistókst og sumir
fjallgöngumannanna sneru ekki
aftur. Þeir voru allir sammála
um að útilokað væri að komast á
tindinn frá norðurhliðinni.
Ekkert er ómögulegt
Leiðangurinn, sem við ætlum
að fjalla um, hóf undirbúnings-
vinnuna um miðjan marz s.l. og
setti fyrst upp starfsstöð við
Rongbuk klaustur i 5000 m hæð.
Meðan fjallgöngumennirnir voru
að venja sig við loftslagið, fóru
þeir tiltölulega hægt af stað, og
settu upp bækistöðvar i 5.500,
6.000, 7.007, 7.600, 8200, og 8600 m
hæð. Þetta var gert i fjórum
áföngum. 1 fimmta áfanganum,
en þá var komið fram i mai, voru
tvær efstu stöðvarnar settar i
8,300 og 8,680 m hæð. Leiðangur-
inn taldi um 40 manns auk
UPP SKULUM VK>
Fjallið Mount Everest, eða
Qomolangma Feng — er hæsti
tindur i heimi, um 8.880 m hátt og
er álandamærum Tibet og Nepal,
norður hlutinn i Tibet og suður
hlutinn i Nepal. I mai s.l. klifu niu
manns tindinn að norðanverðu i
fyrsta skipti. Þetta voru átta
Tibet-búar, þar af ein kona og
einn Kinverji. Konan heitir
Phanthog, er 37 ára gömul, og er
heimsmethafi i fjallgöngu
kvenna, en hún var einnig annar
fyrirliða hópsins. Hinir Tibet-
búarnir, sem klifu tindinn heita
Sodnam Norbu, 29 ára, Lotse, 37
ára, Samdrub, 23 ára,
Darphuntso 30 ára, Kunga
Pasang 29 ára, Tsering Tobgyal
29 ára og Ngapo Khyen 21 árs.
Kinverjinn heitir Hou Seng-Fu, 36
ára. öll eru þau þaulvanir fjall-
göngumenn.
Þessi niu voru þó ekki þau einu,
sem stóðu að leiðangrinum, öðru
nær. Langur undirbúningur fjölda
manns stóð yfir áður en hinu
langþráða takmarki var náð. En
áður en við byrjum lýsingu á þvi,
er bezt að kynnast fjallinu nánar
fyrst.
Qomolangma Feng
(Mount Jolmo Lungma)
Mount Everest
Eins og áður segir er fjallið á
landamærum Tibet og Nepal.
<----
Jakuxarnir fluttu birgðirnar i
6.500 m hæð og var það i fyrsta
skipti sem tekizt hefur að koma
þeim svo hátt upp.
Phanthog hin 37 ára gamla Tibet-
kona, hcimsmethafi i fjallgöngu
kvcnna. ----►
öll þreyta gleymdist og ólýsanleg gleði fyllti
hugi hinna niu fjallgöngugarpa, er þau náðu
langþráðu takmarki og komust á Everest-tind-
inn sem þar eystra er nefndur Qomolangma
Feng. Þau hrópuðu Lengi Lifi Mao og kinverski
kommúnistaflokkurinn! Ein kona var í hópn-
um, heimsmethafi kvenna i fjallgöngu, Tibet-
konan Phanthog, 37 ára gömul. Hún hefur á
undanförnum árum verið langþjálfaðasta kon-
an i heiminum i fjallgöngu, og slegið sin eigin
heimsmet hvað eftir annað. Lýsing leiðangurs-
ins fer hér á eftir, og sýnir þrautseigju og
óþreytandi dugnað fjallgöngugarpanna frá
Kína og Tibet.