Tíminn - 12.10.1975, Qupperneq 15

Tíminn - 12.10.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur 12. október 1975 TÍMINN 15 POSTSENDUM cSP0RT&4L s -HMSMMTORGj Menntamáiaráðuneytið, H). október 1975. Rekstrarstyrkir til sumardvalarheimila Kins og undanfarin ár mun meuntainálaráöuneytió veita styrki til rekstrar sumardvalarheimila og vistheimiia fyrir börn úr bæjum og kauptúnum á árinu 1975. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum. sem reka barnaheimili af framangreindu tagi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund beimilis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalardaga samtals á árinu miöaö við heils dags vist. uppliæö daggjalda, svo og upplýsingar um húsnæöi (stærð, búnaö og aöra aðstööu) og upplýsingar um starfs- lólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og menntun), ennfremur lylgi rekstrarreikningur heimilisins fyrir áriö 1975. Sérstök uinsóknareyðublöö fást i menntamálaráöuneytinu llverfisgötu (i, cn umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu Ivrir l. desember n.k. Nokkrir bilar nýkomnir til landsins___ bæði beinskiptir og sjálfskiptir — með fullkomnum útbúnaði Verð á V-8 sjálfskiptum kr. 1.970.000 Verð á beinskiptum kr. 1.850.000 Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Gunnar Dal, skáld: SPÁMAÐURINN TALAR Vikurútgáfan hefur sent frá sér bókina Spámanninn, eftir skáldið Kahlil Gibran, sem var frá Libanon. Er bókin þýdd af Gunn- ari Dal, en hann hefur haldið meira sambandi við Austurlönd nær en flestir aðrir islenzkir rithöfundar. Hann hef- ur einnig fjallað um griska heimspeki og indversk málefni. t formála fyrir Spámannin- um, sem nú kemur i 2. útgáfu segir á þessa leið, m.a.: Kahlil Gibran (1883-1931) var skáld, heimspekingur og lista- maður, fæddur i landi spá- manna, Libanon. Þær þjóðir sem þekkja verk þessa skálds á arabisku, telja hann mesta skáld þessarar aldar. Gibran dvaldisti Bandarikjunum um 20 ára skeið og skrifaði þar marg- ar bækur á enska tungu, þar á meðal Spámanninn. Spámaðurinn, frægasta verk Kahlil Gibran, hefur orðið ein- vinsælasta bók aldarinnar. Hún birtist fyrst á prenti árið 1923 og hefur verið þýdd á meira en tuttugu tungumál og komið i risastórum útgáfum. Sjálfur álitur Gibran Spá- manninn sitt bezta verk. Hann segir: ,,Frá þeirri stundu er ég fyrstorti þessi ljóð á Libanons- fjalli, hafa þau fylgt mér hvert sem ég hef farið. Ég lá yfir að fága handritið árum samandil að vera viss um að hvert orð væri það bezta sem ég hafði upp á að-bjóða”. 1 ritdómi i Chicago Post segir um þessi ljóð: ,,Ef til er maður eða kona, sem i hjarta sinu viðurkennir ekki að hér er á ferð lifspeki mikils manns og söngur, sem fæðist i djúpum sálarinnar, hlýtur sá maður eða kona að vera andlega dauð”. Gunnar Dal er rúmlega fimmtugur að aldri, fæddur norður i Húnavatnssýslu árið 1924. Gunnar er fjölmenntaður maður, en að afloknu stúdents- prófi stundaði hann heimspeki- nám við háskóla i Edinborg, i háskólanum i Calcutta á Ind- landi og siðan við Wisconsin háskólann i Bandarikjunum. Hann hefur siðan dvalizt hér á landi og starfað sem rithöfund- 4ur og skáld, en hefur auk þess stundað kennslustörf, tilfall- andi. Gunnar Dal gaf út sina fyrstu ljóðabók árið 1949 en á þeim ár- um birti hann fjölda ljóða i blöð- um og timaritum. Siðan hefur hann sent frá sér hátt á þriðja tug rita. Eru það ýmisst frum- samin ljóð, eða þýdd, bækur um dndversk fræði og grisk. Enn- fremur a.m.k. tvær skáldsögur, Orðstir og auöur, sem út kom árið 1968 og A heitu sumri, sem kom út árið 1970. Auk þess hefur Gunnar Dal ritað fjölda biaðagreina um margvisleg málefni. Meðal ann- ars ritaði hann leiklistargagn- rýni i Timann um nokkurra ára skeið og ritstýrði ýmsum blöð- um og ritum. Gunnar Dal er skáld hins kyrrláta og hins dularfulla. Still hans er mildur og fágaður og hann sækir á djúpmið. Ef til vill hefði hann náð betur til þjóðarinnar ef hann hefði valið sér nærtækara viðfangs- efni um dagana, en þeir sem fylgzt hafa með ritum hans og skáldskap, og þekkja feril hans út i hörgul, vita að hann hefur leitað þangað fanga, þar sem djúp hugsun og háleit málefni voru partur af daglegu lifi manna. Þetta sést m.a. af skrám yfir ritverk hans. Um Spámanninn verður ekki fjallaðhér sérstaklega, að öðru leyti en þvi að um ljóðrænan prósa er að ræða, þrunginn speki. Þar er meðal annars þetta að finna, sem ef til vill á betur við þýðandann en flest annað: „Leggið ekki saman vængina til þess að koniast inn uni dyrn- ar, beygið ekki höfuöið við hæfi loftsins og látið ekki veggina skorða andann. Dveljið ekki i gröfuin, gerðum af hinu dauða handa þvf, sem lifir. Og þótt hús þitt sé stórt og fagurt, getur það hvorki geymt leyndardóm þinn né hýst þrá þina. Þvi að það, sem cr æðri ættar i vitund þinni, býr i höll á himn- um, og dyr hennar eru morgun- roöinn, en gluggar hennar eru söngvar og þagnir næturinnar.” Heimspeki fjarlægra landa, þá einkum og sér i lagi Austur- landa fer vel i menn á Islandi. Seinast þegar ég var i Libanon var fjall spámannsins hulið skýjum og steypiregn skall á þaki Arafats, skæruliða, sem þar á heima. Svo er um fleiri svæði nú, að þau eru horfin sjónum. 1 spá- mannsljóðum þeim sem nú ber- ast frá fjallinu er á hinn bóginn heiðrikja. Það hefur rofað til. Jónas Guðmundsson. Tíminn er peningar AuglýsicT í Tímanum 71 r i | J L Aðeins fáum bílum óráðstafað GALLA buxur skyrtu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.