Tíminn - 12.10.1975, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 12. október 1975
NC UM HELGINA hefjast I
Tónablói sýningar á kvikmynd-
inni Tommy, scm byggð er á
poppóperunni vinsælu eftir Pete
Townshend, gitarleikara hljóm-
sveitarinnar VVHO. Poppóperan
kom út á plötu árið 1968, og
markaði að þvi leyti timamót i
poppsögunni, að hún var fyrsta
poppóperan, em gefin var út.
Kvikmyndin byggir að sjálf-
sögðu á söguþræði poppóper-
unnar, en litillega er þó brugðið
þar út af.
Sagan segir frá brezkum
hjónum, Nóru Walker (leikin af
Ann-Margret) og manni hennar,
Walker höfuðsmanni I konung-
lega brezka flughernum (Ro-
bert Powell) og syni þeirra
hjóna, Tommy að nafni. Walker
höfuðsmaður er reyndar talinn
hafa farizt i flugslysi nokkru áð-
ur en drengurinn fæðist, og
kemur hann þvi ekki við sögu i
upphafi myndarinnar. Eftir
dauða Walkers höfuðsmanns
tekur Nóra saman við mann að
nafni Frank Hobbs (Oliver
Reed), sem rekur sumarbúðir
Bernie’a. 1 bernsku verður
Tommy litli (leikinn af Barry
Winch) mjög hændur að Frank
frænda, eins og litli drengurinn
kallar hann. — En einn góðan
veðurdag kemur Walker
höfuðsmaður heim á ný, öllum
að óvörum. Hann kemur að
Frank og Nóru uppi I rúmi, og
upphefjast nú slagsmál milli
karlmannanna tveggja — og
leiða þau til þess, að Frank
verður fyrir þvi óhappi að slá
Walker I höfuðið með lama — og
verður það bani höfuðsmanns-
ins. (Hér er veigamikil breyting
frá söguþræðinum á plötunni,
þvi þar leiða slagsmálin til þess
að Walker drepur Frank).
— Tommy litli verður vitni að
NOKKRUM árum eftir að popp-
óperan Tommy kom út á plötu,
komu fram hugmyndir um að
gera kvikmynd eftir sögunni.
Pete Townshend, höfundur ó-
perunnar, hreifst mjög af hug-
myndinni og ákvað að færa
þetta i tal viö einhvern kvik-
myndaleikstjóra. Það kom i
ljós, að þetta var mögulegt, —
en hins vegar mjög erfitt i fram-
kvæmd.
Townshend ákvað að leita til
eins frægasta og bezta leik-
stjóra Breta, Ken Russell, og fá
hann til að taka verkið að sér,
þvi honum var ljóst, að fengi
hann Russell til að gera kvik-
myndina, væri tryggt, að árang-
þessum hryllilega atburði og er
samstundis sleginn blindu, mál-
leysi og heyrnarleysi af völdum
losts.
Timinn liður og Tommy er
orðinn ungur maður (leikinn af
Roger Daltrey). Frank og Nóra
leita lækninga fyrir drenginn
hjá trúarlækni nokkrum (Eric
Clapton), en án nokkurs árang-
urs. Frank fer þá með hann til
hinnar hálfblindu Sýru-drottn-
ingar (Tina Turner), sem dælir
Tommy fullan af eiturlyfjum.
Þvi næst er honum ógnáð af
Kevin frænda sinum (Paul
Nicolas), og ekki nóg með það,
heldur er honum og nauðgað af
gömlum kynvilltum frænda sin-
um, Ernie (Keith Moon).
Eftir allar þessar hörmungar
rekst Tommy á kúluspilsborð
(Pinball) á ruslahaug einum —
og þar uppgötvar hann dásemd-
ir þessa spils. (Pinball er nokk-
urs konar kúluspil, sem er I lok-
uðum kassa og hefur að geyma
margar kúlur. Kúlunum er
skotið með gormi, og er leikur-
inn i þvi fólginn að koma kúlun-
um I reiti á borðinu, sem merkt-
ir eru með mismunandi háum
tölum. Reitirnir eru girtir af til
hálfs með litlum pinnum, og af
þeim dregur spilið nafn sitt,
Pinball eða pinnabolta.)
Tommy byrjar uppfrá þessu
að leggja mikla rækt við pinna-
bolta, þvi það er svo til eina
iþróttin, sem hann er fær um að
stunda, og hann nær það mikilli
leikni i pinnabolta, að hann er
útnefndur meistari,- Þegar hér
SAGAN
Fjórtán andlit úr Tommy, t.f. hægri til vinstri og byrjað efst: Harry
Benn, aðstoðarmaður við upptöku, Ken Russell, kvikmyndastjóri,
Jack Nicolson, Paul Nicholas, Eric Clapton, John Entwistle,
Ann-Margret, Oliver Reed, Tina Turner, Elton John, Robert Pow-
eil, Pete Townshend, Keith Moon og Roger Daltrey. Teikninguna
gerði Bob Hoare.
er komið sögu er komið á keppni
milli hans og töframarmsins i
pinnabolta (Pinball Wizzard)
(Elton John), sem er einskonar
konungur i þessari iþrótt. Engu
að .siður tekst Tommy að vinna
töframanninn og hlýtur að laun-
um gifurleg auðæfi. Þegar Nóra
móðir hans fær spurnir af sigri
Tommys fær hún taugaáfall, en
nær sér þó skjótt aftur.
Hún og Frank fara með
Tommy 'til sérfræðings (Jack
Nicolson), en honum tekst ekki
að lækna drenginn. Þegar þau
koma til sins heima aftur i nýja
húsið sitt, staðnæmist drengur-
inn fyrir framan spegil og starir
blindum augum á spegilinn.
Nóra horfir á Tommy með
hryllingi, og að lokum hrindir
hún drengnum á spegilinn i ein-
hverju stundarbrjálæði og fyrir
eitthvað sjónfræðilegt krafta-
verk ris Tommy upp hinum
megin við spegilinn með öll
skilningarvitin i fullkomnu lagi!
Hann lýsir yfir þvi, að hann sé
hinn nýi Kristur og gerist leið-
togi trúarflokks, sem dregur
fljótt til sin fjölda fólks. Læri-
sveinar hans sjá um dreifingu á
bæklingi Tommys, og hann
verður brátt heimsfrægur.
Sumarbúðir á hans vegum
spretta upp eins og gorkúlur um
allan heim. — Nóra verður fyrir
andlegri endurfæðingu á meðan
Frank snýr sér að svallinu I
krafti hins nýfengna auðs.
Að lokum gera áhangendur
Tommys uppreisn og ganga
berserksgang. Þeir brjóta allar
pinnaboltavélar hans og drepa
Nóru og Frank. Tommy er skil-
inn einn eftir i ástandi, sem I
sálfræðilegum skilningi er lík-
lega kallað ,,ný sjálfsvitund”.
Sagan hefur hér aðeins verið
rekin i grófum dráttum.
Það var þó ekki fyrr en árið
1973, sem Russell og Townshend
byrja á verkinu. Fyrst var auð-
vitað samið kvikmyndahandrit
upp úr söguþræði plötunnar, og
tók það verk hvorki meira né
minna en heilt ár!
Eftir að handritið var fullunn-
ið, fór Russell að svipast um
eftir leikurum i hlutverk mynd-
arinnár. Eitt hlutverk var að
visu ákveðið löngu áður — titil-
hlutverkið — sem Roger Dalt-
rey, söngvari WHO, átti að taka
að sér. í önnur hlutverk voru
svo fengnir leikarar úr ýmsum
áttum, þar á meðai frægir
Hollywood leikarar, eins og
Ann-Margret, Oliver Reed,
Jack Nicolson o.fl., og svo popp-
arar, sem litt eða ekkert höfðu
fengizt við kvikmyndaleik áður,
s.s. Eric Clapton, Keith Moon,
Elton John o.fl.
Þegar búið var að raða i öll
hlutverk, hófst sjálf kvik-
myndatakan, og var ráðgert að
hún tæki þrjá mánuði. Stóðst sú
áætlun að mestu leyti, og gekk
ágætlega. Að visu Komu upp
ýmsir erfiðleikar, eins og eðli-
legt er við kvikmyndatöku, t.d.
kom I ljós að lögin á plötunni
voru ekki nógu mörg til að ná
yfir lengd myndarinnar. Towns-
hend varð þvi að semja fjögur
ný lög i óperuna, „T.V. Studio”,
„Mother And Son”, „Champ-
agne” og „Berni’s Holiday
Camp”.
En þetta var samt ekki
stærsta vandamálið. Það var
kostnaðurinn. Þegar ákveðið
var að kvikmynda Tommy, tóku
Robert Stigwood Organisation
og Columbia Pictures að sér að
sjá um kostnaðarhliðina.
Upphafleg kostnaðaráætlun
stóðst auðvitað engan veginn,
og talið er að endanlegur kostn-
aður við myndina hafi numið
tæpum 4 milljónum dollara, eða
sem svarar um hálfum milljarði
isl. kr.! Þar fyrir utan bættist
við alls konar smákostnaður,
sem óþarfi er að tiunda hér.
Til þess að tónlistin I kvik-
myndinni nyti sin sem bezt,
hönnuðu Stigwood Organisation
og Polydor svokallað „Quin-
taphoneic Sound”, sem svipar
til „Quadraphonic Sound”, þ.e.
hátalarar i fjórum hórnum (tvö-
falt stepeo), nema hvað fimmta
hátalaranum er bætt við, eins og
nafnið gefur til kynna, og er
fimmti hátalarinn staðsettur á
bak við sýningartjaldið.
Tónabió hefur nú útvegað sér
þetta „Quintaphoneic System”,
og munu þvi islenzkir áhorfend-
ur fá að njóta tónlistarinnar,
eins og hún getur bezt komizt til
skila.
Þegar kvikmyndatökunni á
Tommy var lokið, skömmu fyrir
siðustu áramót, sást loks hilla
undir lok tveggja ára erfiðis I
sambandi við hana. Myndin var
siðan frumsýnd i vor með pompi
og pragt, og nú er þessi fræga
mynd komin hingað, óvenju
fljótt miðað við aðrar myndir,
sem hingað koma, og ber vissu-
lega að þakka forráðamönnum
Tónabiós fyrir skjót viðbrögð.
SÞS
KVIKAAYNDIN
urinn yrði góðður. En Russell
var þvi miður upptekinn við
töku annarrar kvikmyndar um
þetta leyti, og gat þar af leið-
andi ekki tekið verkið að sér.
Hins vegar kom i ljós, að Russ-
ell hafði áhuga á þvi að spreyta
sig á Tommy, og Townshend á-
kvað þvi að biða þar til Russell
hefði tima til að taka verkið að
sér.
NÚ-TÍMINN
ER 1ÁRS í DAG
FYJtlR réttu ári, á öðrum suunudegi i október, birtist hér I Tíman-
um fyrsti þátturinn af Nú-timanum, og siðan þá hefur þessi þáttur
verið alla tíö hér I sunnudagsbiaðinu. Nú-timinn er þvi eins árs i
dag.
Við, sem sjáum um þennan þátt og höfum séö um hann alit frá
byrjun, vitum að þátturinn nýtur vinsælda meðai lesenda sinna,
þótt hann sé misjafn að gæðum, eins og flest mannanna verk. Les-
endur hafa oftlega skrifað okkur, bæði I þeim tilgangi og hrósa okk-
ur fyrir það, sem þeim hefur þótt vel gert, og eins til að gagnrýna
það, sem þeim hefur þótt fara miður. Við þökkum öll þessi bréf og
væntum þess aðicsendur haldiáfram aðsendaokkur iinu.þyki þeim
ástæða til.
Við höfum ekki steypt þennan þátt I neitt ákveöið mót, heldur höf-
um viö reynt aö flytja það efni, sem okkur þykir áhugaverðast
hverju sinni. Hljómplötudómar hafa að vlsu verið fastur liður I
Nú-timanum, og svo mun verða áfram.
Og er þá ekki bara bezt að segja: Til hamingju með daginn!