Tíminn - 12.10.1975, Page 31
Sunnudagur 12. október 1975
TÍMINN
31
Bruce Springsteen — Born To
Itun PC 33795 — Columbia
★ ★ ★ ★ ★
HLJOMPLÖTUDÓMAR
NÚ-TÍMANS
Margir muna eflaust eftir lag-
inu „Sandy” sem Hollies geröu
mjög vinsælt fyrir nokkrum
mánuðum. Höfundur lagsins er
Bruce nokkur Springsteen og er
þaö nafn, sem örugglega á eftir
aö veröa á vörum margra i
framtiöinni.
Springsteen gaf nýlega út
þriðju sóió-piötu sina, Born To
poppblöðin frá Bretlandi er
mikiö Springsteen-æði I uppsigl-
ingu þar.
Þegar maður hefur hlustað
nokkrum sinnum á Born To Run
fer maður að skilja alla þá
hrifningu, sem Springsteen
veldur þessa dagana. Tónlist
hans er sambland af Dylan og
þungu rokki, — þar á ég við, að
textarnir eru innihaldsmiklir og
oft á tiðum hnitmiðuð þjóð-
félagsádeila, en tónlistin er
þung og gróf á köflum, — þar
sem saxafónn leikur stórt hlut-
verk.
Það sem gefur lögunum mest
gildi fyrir utan frábæra texta —
þar sem endurtekningar eiga
sér varla stað — er einstök rödd
Springsteen og hvernig hann
ar hann syngur!
Born to Run er frábær plata
með frábærum tónlistarmanni,
sem er á góðri leið með að verða
nýtt stórstirni i poppheiminum.
Springsteen fer svo sannarlega
sinar eigin leiðir (ferskur).
G.G.
Jethro Tull — Minstrei In The
Gallery CHR 1082 — Chyrsalis
★ ★ ★ ★ +
LP-plata vikunnar: Bruce
Springsteen — Born To Run
Run, og hefur sú plata hleypt af
stað mikhi æöi i Bandarikjun-
um, og ef marka má nýjustu
beitir henni. Röddin er gróf og
maður hefur það á tilfinning-
unni að hann sé nýrakaður þeg-
Ian Anderson er svo sannar-
lega ekki búinn að vera, þó svo
að ýmsar hraksögur um hann og
félaga hans hafi verið á kreiki.
Smára-lygar
Ekki alls fyrir iöngu skrifaöi
ég grein hér i Nú-timann, sem
bar heitið ,,AÖ slá sjálfan sig til
gúmmiriddara” og fjallaði um
ofan-afflettingu Stuðmanna á
Stuttsiðu Morgunblaðsins, sem
mér þótti miður gcðfelld.Orðum
minum beindi ég að sjálfsögðu
að þeim manni, cr ritað hafði
greinina, Ómari Valdimarssyni.
Nokkru eftir greinina barst
svarbréf frá ómari sem Nú-
timinn birti, og taldi ég þá að
ckki myndu fleiri pennastrik
verða sett á pappir i máli þessu,
enda vart ástæða til frá minum
bæjardyrum séð.
Ilins vegar sá Smári nokkur
Valgeirsson, sem m.a. starfar
hjá Vikunni, sér leik á borði og
hringdi til min m.a. Hann
kvaðst hafa rætt við Svein Guð-
jónsson, samstarfsmann
Ómars, og eins hefði hann i
hyggju að ræða við ómar.
Skýrði ég fyrir honum sjónar-
mið mitt i þessu máli.
I 40. tölublaði Vikunnar 37.
árg. 2. okt. siðastliðinn birtist
svo grein eftir Smára um þessi
skoðanaskipti okkar Ómars
varðandi ofan-afflettingu Stuð-
manna, auk stuttra viðtala við
okkur þrjá. Smári Valgeirsson
rekur litillega ganga mála, seg-
ir sina skoðun á málinu o.s.frv.
— og hef ég að sjálfsögðu ekkert
við það að athuga.
Hins vegar lýsir hann grein
minni með þessum orðum:
„Blaðamaður Tlmans, er fjallar
um popp og þess háttar, sendi
frá sér húrrandi skammarpislil.
Þar ræðst hann að Ómari og
KALLAR HANN ÖLLUM ILL-
UM NÖFNUM, má meðal ann-
ars sjá nöfn eins og EGÓISTI,
EIGINHAGSMUNASEGGUR
og FLEIRA i Þ.EIM DÚR...”
(lcturbreyting min —Gsal).
Svo mörg voru þau orð lyginn-
ar. Ég kannast ekki við að hafa
ritað þessi nöfn sem Smári Val-
geirsson nefnir né kallað Ómar
„öllum illum nöfnum”. Hins
vegar má vera, að þessi orð
fyrirfinnist i grein minni I þvi
cintaki af Timanum, sem Smári
hefur undir höndum — alltént
eru þau ekki I þeim cintökum
sem ég hef séð.
Þar sem hér er um að ræða
fádæma lygar i ntinn garð
krefst ég þcss að Smári Val-
geirsson lýsi þvi yfir opinber-
lega að þessi orð hans séu upp-
spuni frá rótum og hans eigin
ritsmiðar. Ef ekki, þá krefst ég
þess að hann bendi mér á áður-
nefnd orð í grein minni.
Ef marka má þessa furöulegu
grein Sntára I þætti sinum
„Babbl” i Vikunni þá virðist
mér þáttur lians svo sannarlega
bera nafn með rentu.
Gunnar Salvarsson.
Skoðanakönnunin: 10 spurningar í ágúst
úrslit
1. Yesterday
2. Hey Jude
3. While My Gitar Gently
Weeps
4. Help
5. Here Comes The Sun
A llvaða lag Bitlanna feliur þér
w be/.t?
úrslit
1. Paul Mc Cartney
2. George Harrison
3. John
Lennon
4. Ringó
Starr
Ilvern aí Bítlúnum (Joh, Paul,
Georgc. Ringo) telur þú merk-
astan frá tóiilistarlegu sjónar-
miði. — eftir að Bitlarnir hættu?
Nýjasta plata Jethro Tull,
Minstrel In The Gallery, er ein
heilsteyptasta plata þeirra I
mörg ár eða allt aftur að Thick
As A Brick.
A plötunni leitar Anderson
aftur i timann og finnst mér tón-
listin á plötunni minna nokkuð á
lögin á fjögurra laga plötunni,
„Love Is A Love Song” sem
kom út 1972. Samlikingin liggur
i mikilli notkun kassagitars, en
það þykir mér skemmtilegasta
hlið Jethro Tull.
Við fyrstu hlustun virðist plat-
an nokkuð þunglamaleg og
melódiurnar eiga erfitt upp-
dráttar, en við meiri hlustun fá
lögin á sig mynd og áöur en yfir
lýkur er platan orðin létt og
skemmtileg. Með A Minstrel In
the Gallery sannar Ian Ander-
son enn einu sinni hæfileika sina
sem söngvari, hljóðfæraleikari
og sem fjölhæfur lagasmiður.
Pink Floyd — Wish You Were
Here
PC 33453 — Columbia
★ ★ ★ ★
SÚ PLATA sem ineð hvað
mestri eftirvæntingu hefur ver-
ið beðið þctta árið, er án efa
nýja platan frá Pink Floyd.
Astæðan er hinar stórkostlegu
móttökur og vinsældir siðustu
plötu þeirra, Dark Side Of The
Moon. Nú er þessi nýja plata
kominn og ber heitið Wish You
Were Here.
Platan er talsvert ólik Dark
Side Of The Moon, eins og við
var að búast, þvi Pink Floyd
falla ekki i þá gryfjú, sem
margir smærri spámenna falla
i, sem sagt að endurtaka plötu,
sem hlotið hefur vinsældir.
Uppistaða plötunnar er eitt
lag, sem skiptist i niu kafla, —
lag þetta eða verk, réttara sagt,
heitir „Shine On You Craizy
Diamond” og eru fyrstu fimm
kaflarnir á fyrri hliðinni en fjór-
ir siöari kaflarnir á hinni. Fyrir
utan þetta verk eru svo þrjú
önnur lög á plötunni.
Eins og fyrr segir er þetta
verk uppistaða plötunnar, en
jafnframt er það lika mun betra
en önnur lög hennar. Að minum
dómi ér „Shine On You Craizy
Diamond” það sem heldur plöt-
. unni á floti, þvi að hin þrjú lögin
i eru ekkert sérstök — þokkaleg
ien ekkert meira. En þar sem
þetta ágæta verk nær yfir svo
stóran hluta plötunnar, færhún i
heild að sjálfsögðu allmargar
stjörnur, og Pink Floyd aðdá-
endur eru áreiðanlega ánægðir
þessa dagana. — SþS
AAesí seldu plöturnar
Vikan frá
30.-4. október
Stórar plötur:
1. Wish you where here — Pink Floyd
2. O’Lucky Man — Alan Price
3. Minstrel in the Gallery — Jethro Tull
4. Disco Baby — Van McCoy
5. One of These Nights — Eagles
6. E.C. was Here — Eric Clapton
7. Millilending — Megas
8. Rainbow — Ritchie Blackmore
9. Greatest Hits — Santana
10. Win, Lose or Draw — Allman Brothers.
Litlar plötur:
1. Love will keep Us together --
Captain and r.'iinille
2. Black Superman —Johnny Wakelin
3. Superman — Paradis
4. Misty — Ray Stevens
5. Sister Golden Hair - America.
Faco hljómdeild
Laugavegi 89
sími 13008
SENDUM I PÓSTKROFU
Faco hljómdeild
Hafnarstræti 17
sími 13303.