Tíminn - 12.10.1975, Side 37
Sunnudagur 12. október 1975
TÍMINN
37
Þessir traustu hlöönu veggir standa enn uppi á Refsstööum (næsti bær
viö Kárahlíö) Um tilurð þeirra má lesa ibók Rósbergs um Skáldið frá
Elivogum.er hér gekk það siðast um garða. (Ljósm.: G.K.G.)
© „Læknir minn..."
Vítaspyrna
(Þótt Rósberg G. Snædal hafi margt gott kvæðið ort, mun Víta-
spyrna vera einna þekktust ljóða hans. Flestir sem lásu, skynj-
uðu snilld kvæðisins, þótt sjálft efnið mætti skýra á fleiri en einn
vcg.
„Ætli að það hafi ekki verið ég sjálfur, eða einhver partur af
mér, sem skoraði markið, sem sagt er frá í kvæðinu,” segir
höfundurinn i viðtalinu, sem hér birtist. Þá skýringu geta
lesendur látið sér nægja, að minnsta kosti i bili).
Ég þreytti lengi knattleik við sifjalið satans,
og séð hefur enginn þvilikan djöflagang.
Ég varðist einn á vallarhelmingi minum
með vindstöðu beint i fang.
En upphlaupum þeirra ég varðist þó vonum
lengur,
og vist fengu djöflarnir frá mér hættulegt skot.
Að lokum varð ég i nauðvörn að neyta hnefans,
sem náttúrlega var brot. —
En drottinn var sjálfur dómari i þessum leik.
Þó dómarar hafi yfirleitt nóg með sig,
var liði svo ranglega skipt og min vigstaða
veik,
að ég vonaði hann mundi sjá gegnum fingur við
mig.
Hendi! kallaði drottinn og dæmdi þeim auka-
spark.
Og djöfullinn skoraði mark.
Rósberg G. Snædal.
|
hef reynt að leggja sérstaka rækt
við hana, þvi ég veit, að hún er
viðsjálsgripur hinn mesti.
— Halda yrkiscfni ekki stund-
um vöku fyrir þér um nætur?
— Jú, það kemur oft fyrir, sér-
staklega þegar ég hef verið að
skrifa eða að hugsa um skáldskap
rétt áður en ég geng til náða.
Samneytið við
skáldbræðurna
er ómetanlegt
— Hvernig er að vera skáld á
Akureyri?
— Akureyri hefur alltaf átt vel
við mig, bæði sem mann og skáld.
Ég er búinn að eiga hér heima i
þrjátiu og fimm ár, eða með öðr-
um orðum meginhluta ævi minn-
ar, og er þvi orðinn vel kunnugur
hér. Ég hef unnið hér með mjög
mörgum mönnum og þekki i sjón
velflesta Akureyringa, sem
komnir eru af barnsaldri.
Ég er sérstaklega þakklátur
fyrir að hafa kynnzt hér mörgum
ágætum mönnum, sem hafa verið
mér andlegir félagar um áratuga
skeið. Samneytið við þá hefur
verið mér ómetanlegur stuðning-
ur og uppörvun. Þar vil ég til
dæmis nefna Heiðrek Guðmunds-
son, Kristján frá Djúpalæk, Ein-
ar Kristjánss. frá Hermundarfelli
Guðmund Frimann, — og fleiri
nöfn væri auðvelt að telja upp,
þótt hér verði látið staðar numið.
— Hafið þið, skáldin hér á
Akureyri, umiið saman, til dæmis
mcð þvi að skiptast á hugmynd-
um og bera saman bækurnar?
— Já, það höfum við gert svika-
laust. Mest var það þó fyrr á ár-
um, á meðan við vorum yngri og
léttari á fæti. Við hittumst þá iðu-
lega hver heima hjá öðrum og
lásum upp það nýjasta, sem við
höfðum ort. Þessar samkundur
kölluðum við skáldaþing. Var þá
rökrætt af kappi um þann skáld-
skap, sem lesinn hafði verið upp,
og látið fjúka i kviðlingum. Þeir
bragir, sem urðu til á skálda-
þingunum, myndu fylla margar
bækur, ef i einn stað kæmu.
— Þetta hefur haldið ykkur við
andlega?
— Já, áreiðanlega. Við vorum
óvægnir i dómum hver um annan,
létum allt fjúka, en enginn tók
það illa upp, þótt mörg óþvegin
staka flygi á milli. Ég er sann-
færður um, að rithöfundar og aðr-
ir sem við slika iðju fást, þurfi á
þvilikum félagsskap að halda.
Mörgum er það andleg nauðsyn
að láta aðra heyra það sem þeir
hafa ort, helzt strax á meðan það
er nýtt, og eru ekki i rónni fyrr en
þeir hafa fengið óvilhallan dóm
frá einhverjum sem þeir taka
mark á. Þetta er eðlilegt, þvi að
mörgum höfundum er óhægt um
vik að dæma eigin verk, — og
kemur þar margt til, — en vera
má lika, að hér sé um svipað
fyrirbæri að ræða og þegar mönn-
um er trúað fyrir leyndarmáli.
Margir eru þannig gerðir, að þeir
hafa engan frið i sinum beinum,
fyrr'en þeir eru búnir að segja
einhverjum frá þvi, sem þeim
hefur verið trúað fyrir.
— Nú hefur þú ort bæði gaman og
alvöru, en citt kvæða þinna, sem
geymir hvort tveggja, finnst mér
sérlega þess vert, að uin það sé
rætt. Það cr Vitaspyrna. Hvernig
er það ljóð hugsað?
— Það er rétt, að þetta kvæði er
gamansamt á yfirborðinu, en
mörgum hefur dottið i hug, að
einhver djúp alvara lægi á bak
við. Svo er þó eiginlega ekki. Ætli
að það hafi ekki verið ég sjálfur,
eða einhver partur af mér, sem
skoraði markið, sem sagt er frá i
kvæðinu.
— Er það ekki rétt, sem mig
minnir ég hafa heyrt, að þú hafir
verið mjög viðriðinn gamanmál,
sem opinber skemmtikraftur?
— Jú, eitthvað er til i þvi. Ég
byrjaði á þeirri iðju fyrir þrá-
beiðni annarra, og stundaði hana
siðan i tuttugu og fimm ár —
einnig fyrir þrábeiðni þeirra sem
héldu samkomur, bæði hér á
Akureyri og út um sveitir. Það er
nú einu sinni svo, að sá maður,
sem einu sinni hefur látið til
leiðast að yrkja gamanbragi og
syngja þá fyrir náungann, hann
fær ógjarnan frið.
— Attu ekki allan þennan
kveðskap?
— Margt af þessu var svo bundið
stað og stund, að það var ekki not-
hæft nema einu sinni, en önnur
gamankvæði þoldu betur
geymslu, þótt þau væru oft af
nauðsyn til þess að hafa eitthvað
til flutnings á tiltekinni sam-
komu. Mörg þeirra konfu i safni
minu. Nú er ég kátur, en það eru
fjögur hefti, sem bera nöfn
hendinganna i hinni alkunnu visu,
Nú er hlátur nývakinn. Seinna
voru svo þessi hefti gefin út í einni
bók, sem heitir Nú er ég kátur.
— Eru það eingöngu ljóð?
— Nei, þar er lika talsvert i
óbundnu máli, svokallaðir
brandarar, sem ég flutti við ýmis
tækifæri og safnaði svo seinna
með það i huga að gefa út kver
með sliku efni. Ég er þannig ekki
höfundur að öllu efni þessarar
bókar, heldur i ýmsum tilvikum
aðeins safnari efnisins.
— Kanntu ekki eitthvað af þessu
til þess að lofa lesendum okkar að
heyra?
— Ég man þetta nú ógjörla.
Þegar ég varð fimmtugur, ákvað
ég að hætta alveg' þessum
skemmtiiðnaði, ég hef staðið við
það. — En hvort ég man eitthvað
svo að ég geti farið með það... já,
við skulum nú sjá. Jú, ætli að það
sé þá ekki helzt sagan um
ekkjuna, sem hafði þann ávana
að nefna manninn sinn sáluga
aldrei annað en „Sigurjón
heitinn”, og var orðið það ger-
samlega ósjálfrátt. Sagði hún
meðal annars þetta frá búskap
þeirra hjónanna:
„Einu sinni vorum við Sigurjón
heitinn að járna rauðan hest, sem
við Sigurjón heitinn áttum. Þá
hleypur litill krakki sem við
Sigurjón heitinn áttum, rétt aftan
við hestinn, svo ég segi svona við
Sigurjón heitinn': Gættu að þvi,
Sigurjón heitinn, að hesturinn slái
ekki barnið! „Ilvaða vitleysa,”
segir Sigurjón heitinn, „þessi
hestur hefur aldrei slegið.” „Já,
en gættu aö einu, Sigurjón
heitinn: Það sem aldrei hefur
komið fyrir áður, getur komið
fyrir aftur!”
— Hefur þú ekki gert meira að
þessu: að bjarga frá glötun ýms-
um fróðleik um sérkennilega og
merka einstaklinga?
— JU, ég hef skrifað þætti um
nokkra menn, sem ég kynntist i
æsku, og voru að einhverju leyti
frásagnarverðir. Þessa þætti er
að finna bæði i bók minni Fólk og
fjöll og Skáldið frá Elivogum.
Þarna er meðal annarra talað um
Marka-Leifa, sem alþjóð kannast
við af afspurn, Ólaf Bjarnason
eða ólaf seiga, eins og sumir
kölluðu hann, og Breiðavaðs-
bræður. Marka-Leifa og Ólaf
seiga þekkti ég vel báða, og ég
vildi ekki láta hjá liða að segja
það sem ég vissi um þá. En þessir
þættir eru ekki hugsaðir sem
sagnfræði, heldur sem frásagnir
af persónulegum kynnum minum
við þessa menn. Það er einungis
min reynsla og min skoðun á
manninum, sem ég legg til
grundvallar.
— Er ekki bók þin Fólk og fjöll að
mestu endurminningar þinar um
ferðalög og útiveru?
— Jú. Þar eru nokkrir þættir um
eyðibyggð, sem ég þekkti i æsku,
en eru nú löngu komnar i auðn.
Siðar ferðaðist ég um þessar slóð-
ir og kynnti mér sögu þeirra
miklu nánar, en eins og allir vita
eru það miklir atburðir og mikil
saga, þegar heilar sveitir leggjast
i auðn, sem hafa verið fjölbyggð-
ar. Þannig voru i æskusveit
minni, Laxárdal i Austur-Húna-‘
vantssýslu, tuttugu og sex bæir,
þegar flest var, skömmu fyrir
siðustu aldamót, en nú eru þar
aðeins eftir fimm bæir. Ég hef
sagt frá nokkrum bújörðum i
dalnum og rakið sögu þeirra, og
einnig sveita og fjallavega i
grenndinni.
Ég veit ekki, hvort ég á að taka
svo U1 orða, að mér þyki gamar.
að þvi en það höfðar að minnsta
kosti ákaflega sterkt til min að
ganga um þessa gömlu garða, og
ég geri það flest sumur. Ég held
að ég geti bezt lýst tilfinningum
minum, þegar ég geng um þær
slóðir, þar sem smalaspor min
eru geymd i grasi með þvi að fara
með þessa visú. sem ég orti einu
sinni:
Oft er gælt við grafna sjóði,
gengin spor um hól og laut,
þar er gróinn götuslóði
gömlum manni Aðalbraut.
— Langaði þig ekki einhvern
tiina til að verða bóndi, fyrst
æskustöðvarnar eiga enn svo
djúpar rætur i vitund þinni?
— Það held ég ekki. Ég er fæddur
landlaus maður. Þegar ég komst
svo á legg að ég gat farið að
hugsa til framtiðarstarfs, var
upplausnin komin til sögunnar.
Það var heimsstyrjöldin siðari
sem olli þvi að dalurinn minn
eyddist svo snögglega sem raun
bar vitni. Fólkið sótti i atvinnuna,
þar sem peningarnir voru fljót-
teknari, og fleiri sveitir en Laxár-
dalur fengu að finna fyrir þvi.
Ég hafði ákaflega gaman af
mörgum sveitastörfum, þegar ég
var ungur. Það orð lá á, að ég
væri fjárglöggur, og ég hafði
mikið yndi af gæzlu sauðfjár, sér-
staklega um sauðburð. Fénaðar-
ferð var gifurlega mikil heima
hjá mérog göngulag slikt, að það
myndi sjálfsagt talið til lygi-
sagna, ef ég segði frá þvi hér.
Mér þótti lika gaman að
heyskap, einkum slætti. Ég man,
að ég komst meira að segja einu
sinni i fréttir dagblaðsins
Timans, en þar var frá þvi
sagt, að ég hefði slegið dag-
sláttuna á sex klukkustundum.
Þetta mun hafa verið sumarið
1939.
A þessum árum var allt hey
bundið i reipi og flutt heim á
klökkum. Mér þötti snemma
gaman að binda, og held, að ég
hafi veri sæmilega liðtækur við
það verk. Við Húnvetningar
bundum ævinlega einir, það var
siður, sem komizt hafði á, og
þetta gerðu allir. Einu sinni sem
oftar var ég kaupamaöur á bæ,
og þar var einnig kaupakona.
Hún var úr Eyjafirði. Einn
daginn fórum við aö binda af
engjum, hún lét á reipin og rakaði
dreifar.en ég batt. Þegar ég er að
byrja að troða fyrsta baggann
kemur stúlkan framan á sátuna á
móti méroghallastfram áhana i
áttina til min. Ég varð ógurlega
hvumsa, þvi mér datt ekkert
annað i hug en að hún ætlaði að
fara að vera góð við mig — ég
hafði aldrei vitað til þess að tvær
manneskjur þyrfti til þess að
binda einn bagga. Angist min óx
um allan helming, þegar ég sá
hvar húsbóndinn nálgaðist með
lestina. Ég vildi ekki láta hann
sjá til okkar neitt óviðurkvæmi-
legt athæfi, svo að ég hálf-hrinti
vesalings stúlkunni niður af
bagganum. Hvilik framkoma! Og
blessuð manneskjan hafði ekki
ætlað annað en að hjálpa mér við
að binda bagga!
— Þú hefur lýst þvi yfir hcr að
framan, að þig hafi hvorki langað
til þess að verða bóndi né at-
vinnurithöfundur, enda hafir þú
orðið hvorugt. Ertu þá ekki harla
ánægður með lifið eins og það
varð?
— Jú, ætli ég verði ekki að segja
það. Að visu átti ég ekki ýkja-
margra kosta völ, heldur varð að
taka það sem bauðst hverju sinni
og gera úr þvi það skásta sem i
minu valdi stóð. Ég hlaut að klóra
i bakkann og krafsa mig áfram
eftir þvi sem ég var maður til.
Lengst af var ég fátækur barna-
maður. Ég á sex uppkomin börn,
sem öll hafa staðið sig með prýði,
hvert á sinurn vettvangi. Þetta er
ekki svo litill afrakstur og mikil
hamingja manni, sem kominn er
á efri ár.
Sjálfur hef ég oft fengið að
starfa að þvi sem hugur rninn
hefur stundum staðið til, eins og
til dæmis að kenna börnum og að
skrifa bækur. Skrifstofustörf
stundaði ég um árabil, en mér
likaði sú vinna aldrei vel, svo ég
hætti henni. Ég vil miklu heldur
vinna byggingarvinnu en vera
t skrifstofuþræll. Ég hef alltaf
orðið að bjargast eins og bezt
gengur og ég mun þvi ekki kvarta
undan þvi að þurfa að vinna á
meðan mér endast kraftar, eins
ográða má af þessari visu minni:
Dofnar skinn og daprast trú,
dvin að sinni bragur.
læknir minn og likn ert þú,
langi vinnudagur.
Forðist slysin
og kaupið
WEED keðjur í tíma
Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33