Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN Kjararáð verzlunarinnar í Vinnu veitendasambandið Hinn 1. desember s.l. var undir- ritaður samningur milli Kjara- ráðs verzlunarinnar, sem heildarsamtök vinnuveitenda i verzlun, og Vinnuveitendasam- bands Islands um aðild Kjararáðs verzlunarinnar að Vinnu- veitendasambandinu. Samkvæmt samningnum skal verkaskipting Vinnuveitendasambands Islands og Kjararáðs verzlunarinnar vera þannig: Vinnuveitendasamband íslands fer með þau mál, sem luta að launasamningum og samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Kjararáð verzlunarinnar fer með öll sérmál aðildarfélaganna við opinbera aðila og stjórnvöld hverju sinni i samvinnu við Vinnuveitendasamband Islands. Aðildarfélög Kjararáðs verzlunarinnar eru Félag isl. stórkaupmanna, Kaupmanna- samtök íslands og Verzlunarráð Islands. Þótt ýmsir félagar i þessum samtökum hafi áður ver- ið orðnir félagsmenn i Vinnu- Þjóðníðingur í síðasta sinn í kvöld HID alkunna snilldarverk Hen- riks Ibsen ÞJÓDNIÐINGUR, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt frá þvi i fyrravor, verður sýnt i siðasta sinn i kvöld. Sviðsetning Baldvins Halldórssonar á verkinu hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda, svo og leikur Gunnars Eyjólfs- sonar i aðalhlutverki leiksins, Stokkmann lækni, en með sýn- ingu þessari halda þeir upp á 25 ára leikafmæli sitt. Með önnur helztu hlutverk fara: Rurik Haraldsson, Valur Gislason, Þóra Friðriksdóttir, Ævar R. Kvaran o.fl. 1 * ¦ HJjk ..^SL K ¦ " I* 'jR «5-:¦¦: . i M •• 1 va ' &¦ * r «*' _.1>../"......... -•T^B^y i Mi 1 P r«ag *^Z-ja^&» Hvað líður samning um við Færeyinga? Þannig er spurt. Það ætti að vera ástæðulaust, að tefja út- gerð Færeyinga vegna óvissu um veiðar við tsland. Það hefir óneitanlega greiðzt úr mestu flækjunni með samningunum við V-Þjóðverjaog Belga. Bret- areru Urleik — Norðmenneftir sem litlu skiptir. Það fer ekki á milli mála, að það er stórt tap fyrir færeyska útgerð, að fá ekki samninga strax. Það kemur úr hörðustu átt að tslendingar skuli ekki skilja þennan vanda Færeyinga og flýta samningum. Færeyingar eru þolinmtíð þjóð. Kannski er hún hæversk- ari og tillitssamari i þessu máli en efni standa til. Hafa menn nokkru sinni orðið vitni að meiri andstæðum en nógværð Færeyinga, handhafa' siðferðislegs réttar, og ofstækis- fulluofbeldi réttlausrar ótindr- ar innrásarþjóðar. þeirrar sömu, brezku þjóöar.sem drápu BUa og háðu Oplum-striðið við Kina? Mættu nú Islendingar draga hér nokkurn lærdóm af. Vænt- anlega hafa i'slenzk stjórnvöld „tekið frá" nú þegar verðskuld- aðan hlut Færeyinga á tslands- miðum. Það skiptir ekki Breta sem þjóð neinu, hvort þeir draga milljónir þorska úr islenzkum sjó eða engan. Hinsvegar er það Færeyingum lifsnauðsyn að halda áfram fiskveiðum við ts- landeins og áður. Það yar höfð- inglegt tilboð að bjóða Bretum 65 þúsund tonn. Hversu mörg tonn verða Færeyingum boðin, — vér bfðum átekta. Utanriksráðherra vor sagði i viðtali við erlenda fjölmiðla: „Sextiu og fimm þúsund tonna tilboðið til Breta heyrir fortið- inni til". Þessi f áu orð ráðherrans urðu þjóðfleyg um leið og þau voru töluð. Heimóttin flýði i aldanna skaut. Stolt þjóð reis til við- náms. Það var sem að heimta úr helju mátt og megin þjóð- stofnsins. Það er háþrýstisvæði yfir islenzku þjóðinnii dag. Hún veit, að hún er i vörn gegn siö- lausu ofbeldi, stefndu gegn lifi tveggja litilla þjóða og svöngum heimi. Hetjur varðskipa vorra heyja þessa vörn, sem getur kostað margan Hf ið hvern næsta dag. Hvernig getum við þá i slikri önn stórviðburða hugsað svo smátt, að láta það skipta máli, hvort minni máttar en við fá fiskinum fleira eða færra, af þvi sem.við erum að verja. Lát- um Færeyinganafá þrjátiu þús- und tonn, ef þeir þurfa þess með — I stað fimmtán eða tuttugu. Þeir hafa beöið afhroð við veiði- bannið i Norðursjó.Sigur okkar er enginn og málstaðurinn rýrnar, ef þetta reyndist of dýrt. Færeyingar eru hugrakkir menn. Viðmunum Klakksvlkur- umsátrið,sem vakti heims at- hygli. I lífsbaráttunni eru þeir hetjuþjóð. Þeir lögðuokkur lið i fyrri þorskastriðum, svo munu þeir enn gjöra. En stjórnmála- kringumstæður hasla þeim völl. 7.des. 1975 Jóhann M. Kristjánsson P.S. Ekki skyldi ætla að órann- sökuðu máli að nein sifjabönd tengimigvið brezka.þóttskyld-' leika nokkurs gæti I þrákeíkni minni fyrir fiskveiðiréttindum I Færeyinga við Island. Ekki er það heldur sú ástæða, að ég tali eða skrifi I umboði Færeyinga i þessu máli. Utan- aðkomandi áhrif, ef nokkur eru, kæmu þá frá islendingum sjálf- um, þvi þeir vilja flestir hlut Færeyinga sem stærstan i hverju máli. — J.M.K. veitendasambandi Islands, ýmist sem beinir meðlimir eða með að- ild að sérgreinafélögum innan Vinnuveitendasambandsins, er Ijóst, að með fyrrgreindum samningi hefur orðið veruleg fjölgun félagsmanna Vinnu- veitendasambands tslands. Vcnjulog rakaþétt með staekkunargleri handljós og margar fleiri gerðir. Einnig 12 v bílryksugur og ýmis rafhlöðuknúin smótæki SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VASAUOS OG RAFTÆKI FALKINN Suöuiiandsbrout 8 Stmi 8-46-70 Jóhann Helgason Geimtugg — ný Ijóo eftir Jóhann Helgason OT ER komin fyrsta ljóðabók Jó- hanns Helgasonar, en hún ber nafnið Geimtugg og er tileinkuð timanum, sem ekki er til. Jóhann er af öðru þekktur en ljóðagerð, þvi hann hefur um árabil verið starfandi sem hljómlistarmaður, bæði heima og erlendis. 1 Geimtuggi eru 27 ljóð, sem öll eru myndskreytt af Pjetri Stefánssyni, en Pjetur og höfund- ur gefa bókina'út. AAansöngur MANSÖNGUR nefnist ný ljóða- bók eftir Hannes Þórðarson, sem höfundur hefur nýgefið út. I bók- inni eru 31 ljóð, en hUn er prentuð i prentsmiðjunni Odda hf. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Tl 1500 2500 II VASATOLVUR H F= 5ÍMI ai5DO-ÁRMÚLA11 NYJA fótboltaspilið Komið er á markaðinn nýtt fótbolta- spil hannaðaf Ragnari Lár, teiknara. Spilið er í senn einfalt og bráðsnjallt/ svo snjallt að erlendur sérfræðingur í spilum hefurgefið því bestu meðmæli og lýst yfir að hugmyndina hafi hann ekki áður séð í neinni mynd. Við vonumst til að spilið fari sigurför um landið/ og vonandi síoar meir út um hinn stóra heim. Spilið er tilvalin gjöf til barna á aldrinum 5 til 15 ára, en það hefur sýnt sig að fullorðnir hafa ekki síður gam- an af þessu spili. Fæst í Kaupfélögunum um allt land Heildsöludreifingu annast Frímerk|astöðin h.f. Skólavörðustíg 21A, sími 21170 Snjöll nýjung!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.