Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 19
Miövikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 19 Umsjón: Sigmíindur ó. Steinarsson= Erlendur og Strandamoðurinn sterki eru byrjaðir gj æfa með KR-ingum — miklar líkur eru á því, að þessir sterku frjálsíþróttamenn gangi í raðir KR-inga ALLAR líkur eru á því, að Vesturbæjarliðinu KR bætist verulegur liðsstyrkur á næstunni en hinir kunnu kastar- ar, Erlendur Valdimarsson og Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, eru nú byrjaðir að æfa með KR-ing- um, sem hafa komið sér upp mjög góðri æfingaaðstöðu fyrir frjálsíþróttamenn sína í KR-húsinu. Þar hefur verið komið upp netum, til þess að kastarar geti æft af krafti yfir vetrarmánuðina. BEST um að koma og Punktar • BEST TIL CHELSEA? LONDON — George Best, knattspyrnu- kappinn frægi, sem leikur nú með 4. deildar liðinu Stock- port, hefur fengið boð frá bandariska fé- laginu Los Angeles Aztecs — leika með félaginu. Best hafði mikinn áhuga á þessu tilboði, en þegar hann fékk freistandi tilboð frá einu Lundúnaliðinu — það hefur ekki verið gefið upp hvaða lið það er, en allt bendir til að Chelsea hafi boðið Best að leika með félaginu — sagði Best, að hann ætlaði að athuga tilboðin nánar. • AAARSH TIL FULHAAA? LONDON. — Rodney Marsh, fyrrum fyrirliði Manchester City, mun að öllum likindum leik a m eö Lundiinaliðinu Fulham i fram- tiðinni. Fulham hefur boöið Manchester MARSH City 50 þús. pund fyrir Marsh. Ef Marsh samþykkir að fara til Ful- ham, þá mun hann leika meö tveimur fyrrverandi fyrirliðum enska landsliðsins — köppunum frægu Bobby Moorcog Alan Mull- ery, sem komu Fulham i bikar- úrslitin á Wembley sl. keppnis- timabil, þar sem þeir töpuðu (0:2) fyrir West Ham. • DOUGAN í NÝTT LONDON. — Derek Dougann, hinn snjalli leikmaöur Úlfanna, sem lagði skóna á hilluna á siðasta keppnistimabili hefur tekið við framkvæmdastjórastöð- unni hjá utandeildarliðinu Kettering B.B.C.-útvarpsstöðin sagði frá þessu i gær, en þá var einnig sagt, að Dougann, sem hefur verið formaður samtaka enskra knattspyrnumanna, láti af þeim störfum. — Já, það eru miklar likur á þvi, að ég gangi I raðir KR-inga — úr þvi verður skorið fljotlega, sagði Erlendur Valdimarss. Það þarf auðvitað ekki að f ara um það mörgum orðum, að þeir Erlendur og Hreinn, sem eru nú þegar bún- ir að tryggja sér farseðilinn á Ólympiuleikana ' I Montreal, myndu styrkja frjálsiþróttalið KR-inga verulega, en þessir tveir snjöllu kastarar eru i hópi litrik- ustu frjálsiþróttamanna okkar. Eins og við höfum sagt frá áður, hefur Þingeyingurinn Guðni Halldórsson.sem er einn efnileg- asti kringlukastari og kuluvarp- ari okkar, gengið i raðir KR-inga. Karlalið KR-inga i frjálsiþrótt- um verður öflugt i framtiöinni, þar eru menn eins og Stefán Hallgrlmsson.fjölhæfasti iþrótta- maður okkar, sem hefur tryggt sér farseðilinn til Montreal I tug- þraut og 400 m grindarhlaupi, Guðni Halldórsson og Bjarni Stefánsson — og svo að öllum likindum þeir Erlendur og Hreinn. Við það, sem áður hefur verið sagt, má að lokum bæta þvi, að likur eru á þvi, að fleiri frjálsiþróttamenn fari yfir i KR. Ellas Sveinsson.tugþrautarkappi og hástökkvari I 1R, hefur verið orðaður við KR, en hann hefur einnig mikinn áhuga á að fara er- lendis og æfa þar næsta sumar. STRANDAMAÐURINN STERKI, Hreinn Halldórsson, hefur burði mælikvarða. til að verða kúluvarpari á heims- EINVALDUR SKOTA KOM Á ÓVART -sos — þegar hann valdi landsliðshópinn sinn, sem mætir Rúmönum á Hampden Park WILLIEORMOND, einvaldur skozka landsliðsins, kom á óvart, þegar hann tilkynnti 17 manna landsliðshóp sinn, sem á að leika gegn Rúmönum á Hampden Park i Glasgow 17. desember i Evrópukeppni landsliða. Or- mond valdi ekki Glasgow Rangers-leikmanninn Sandy Jardine, sem hef ur verið talinn liklegastur til að taka við fyrirliðastöðu skozka landsliðsins, sem Billy Bremner haf ði, áður en hann var settur i leikbann. Þá kom það á óvart, að Or- mond valdi Andy Gray, hinn marksækna 19 ára miðherja Aston Villa, i landsliðshópinn, frekar en Willie Pettigrew.sem hefur skorað 17 deildarmörk fyrir Motherwell á keppnis- timabilinu. Gary, sem lék með Dundee United gegn Keflviking- um i Keflavik, fær nú tækifæri að spreyta sig i landsliðinu — en hann hefur verið fastamaður i landsliði Skota, sem er skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri — skoraði t.d. „hat-trick" (þrjú mörk) méð þvi gegn Dönum fyrir stuttu. ANDY GRAY....sem lék með Dundee United I Keflavik, hefur skorað 8 mörk fyrir Aston Villa á keppnistimabilinu. Hér sést hann á fullri ferð með knöttinn. 17 manna landsliðshópur Ormond. sem mætir Rúmönum, er skipaður þessum leikmönn- um: Markveröir: Pavid Harvey, Leeds Jim Cruickshank, Hearts Aðrir leikmenn: Martin Buchan, Man. Utd. Willie Donnachie, Man. City John Doyle, Ayr Arthur Duncan, Hibernian Archie Gemmill, Derby Andy Gray, Aston Villa John Greig, Rangers Asa Hartford, Man. City Stewart Houston, Man. Utd. Colin Jackson, Rangers Peter Lorimer, Leeds Ted MacDougall, Norwich Danny McGrain, Celtic Willie McVie, Motherwell Bruce Rioch, Derby Andy Gray og Motherwell- leikmaðurinn Willie McVie (24 ára) eru nvliðar i hópnum. — sos.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.