Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.12.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. desember 1975. TÍMINN 13 fagott, og svo einkennilega vill til, að þessi hljóðfæri virðast með einhverju móti vera mjög „þjóðleg" uppi á íslandi, þótt pau hafi aðeins heyrzt hér i fá- eina áratugi, eftir þvi sem ég bezt veit. Leikbrúðuland notar breyti- lega brúðutækni i uppfærslunni á þessum leikþætti. Ef til vill hentar húsnæðið ekki fyrir strengbrúður, sem gefa stjórnanda mikla möguleika. Jón E. Guðmundsson stjórnaði stundum hesti og bónda i gamla daga. Bóndinn tók i nefið, klappaði klárnum og steig svo á bak. Þetta þótti gott hjá Jóni. Ég minni aðeins á þetta til þess að vekja athygli á, aö eflaust skaðar svona húsnæði frekari þróun Leikbrúðulands, ef allar sýningar verða að byggjast á sömu tækninni, eftirleiðis, en nóg um það. Við lifum á öld þrýstihópanna. Menn berjast ekki lengur við drauga og tröll, heldur við verð- bólgu um peninga. Semt sem áður er draumur þessarar þjóðar enn sameigin- legur. A ég þar við þjóðtrú og fornar dyggðir. Ellaust höfum við ekki eins góð tækifæri til þess og forfeður okkar höfðu að koma þjóðsögunni sæmilega til skila við næstu kynslóð ís- lendinga, sem okkur þó ber skylda til, þvi þegar menn sjá ekkert nema grjótið i hamrinum á tslandi, þegar rökkrin eru djúp, þá er orðið verra að vera Islendingur en það var. Ég vil þvi hvetja fullorðna til þess að leyfa börnum sinum að heimsækja Leikbrúðuland fyrir jólin. Sýningum á þessum jólaleik- þætti verður haldið áfram fram að jólum, bæði laugardaga og sunnudaga, 2 sýningar á dag: kl. 3 og 5. Sýningin tekur u.þ.b. klukkustund, og er hægt að panta miða á sýningar i klukku- tima fyrir sýningar í sima 15937. Ýmsir þekktir leikarar lásu hann inn á band. islenzka text- ann lásu þau Karl Guðmunds- son, Ragnhildur Steindórsdótt- ir, Hólmfriður Pálsdóttir, Rúrik Haraldsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Soffia Jakobsdótt- ir, Jón Hjartarson og Jón Júllusson. Guðmundur Guð- mundsson sá um hljóðupptöku. Siguróli Geirsson útsetti þjóð- lögin, sem hann leikur á fagott ásamt Frey Sigurjónssyni, sem leikur á þverflautu. Aðstand- endur Leikbrúðulands eru Bryndís Gunnarsdóttir, Erná Guðmarsdóttir, Hallveig Thor- lacius og Helga Steffensen, og bjuggu þær til brúðurnar og stjórna þeim." JG ezt n Af óníuhlióm- sertinn hentað betur til að sýna til fulls kra'Jt pianistans og fimi, en leikur hans á hinum 4. var frábær. Kadensan i l. þætti, sem af einhverjum ástæðum kom ýmsum á óvart, er aö sögn kunnáttumanna sú sem oftast er leikin i þessum konsert. En und- arlegt var það, að Ashkenazy, sem hingað til hefur ævinlega stjórnaö og spilað blaðlaust, fletti nú með miklum ákafa gegnum litinn partitúr i þessu eina verki, sem hann þó hlýtur að kunna betur en hvort hinna. Siöast á efnisskránni var 1. sinfónia Brahms, sem stundum er nefnd 10. sinfónia Beethov- ens, enda mun höfundur hafa gert það með vilja að láta stef ið i 4. þætti minna á Kóralinn i 9. sinfóniunni. En hvað um það — þessi sinfónia er bæði fögur og mikilfengleg, og tókst flutn- ingur hennar vel eins og annað á þessum tónleikum. Þvi hefur stundum verið hald- ið fram af ábyrgðarlitlum mönnum, að Ashkenazy ætti ekki að vera að fást við stjórn- un, hann ætti að „halda sig við gitarinn".En þetta er vitanlega alrangt. Hljómsveitarstjóri er annað og meira en mannlegur taktstokkm-, sem sér um að halda hljómsveitinni saman, eins og góður pianóleikari er meira en afreksmaður i fingra- leikfimi, enda koma gæðin fram i öðru en fögrum dansi á stjórn- palli. Ashkenazy hefur farið mikið fram i tækni siðan hann byrjaöi að fást við hljómsveit-. arstjórn fyrir nokkrum árum, og vafalaust mun honum fara enn fram. En aðalatriðið er það, að honum tekst betur en flestum öðrum að innblása hljómsveit- ina til þeirra átaka sem þarf til að skapa góða músik. Og ekki verður sagt með sanni að hann dragi a'f sér sjálfur. Þeir sem til þekkja á báðum stöðum gizkuðu á, að likamleg „afköst" hans á tónleikunum hafi jafngilt allt að 20 minútna leikfimi hjá Valdimar örnólfssyni. Þvi miður missti ég af öllum tónlistarviðburðum vikunnar 24.-29. nóvember, þ.á.m. 5. tön- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar. En nú vill svo illa til, að hin málglaða músikmanneskja sem stundum hefur hlaupið undir bagga þegar þannig hefur staðið á, er ekki viðræðuhæf um tónlist þessa dagana. I hennar samræðum kemstekkert annað en hneykslanleg dagskrá Ut- varpsins 1. desember. Þess vegna verða menn, illu heilli, að láta sér nægja umsagnir gulu pressunnar um téða tónleika. 7/12 Sigurður Steinþórsson. Skíðafatnaður Glæsilegt úrval Atomic skíði Fischer skíði Spaiding skíði Caber skór Skíðabindingar ALLT TIL SKÍÐAIÐKANA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.