Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 16. desember 1975 Unnt á að vera að draga úr verðbólguhraðanum um helming Hér birtist kafli úr ársskýrslu OECD, þar sem fjallað er um efnahagsmálin hér á landi. Inngangur Hins mikla búhnykks 1973 gætti i islenzku efnahagslifi fram á árið 1974, en i kjölfar hans sigldi vax- andi verðbólga, sem komst upp i 40%. Á árinu 1975 hefir slaknað verulega á eftirspurn og umsvif- um, en verðbólguöflin hafa magnazt. Halli i utanrikisvið- skiptum er jafnframt mikill, en hefir þó minnkað. bessi óhag- stæða framvinda á sér að miklu leyti erlendar orsakir, sem is- lenzk stjórnvöld hafa ekki á valdi sinu. Hækkun neyzluvöruverð- lags fram á mitt ár 1974, fjórföld- un oliuverðs i árslok 1973 og mikil verðhækkun útfluttra fiskafurða fram i byrjun árs 1974 lögðust á eitt um að ýta undir miklu örari verðbólguvöxt en aðrar aðildar- þjóðir bjuggu við. Umskiptin i út- flutningsverði fiskafurða ásamt örri hækkun innflutningsverðlags ullu snöggri og alvarlegri versn- un viðskiptakjara. Rýrnun við- skiptakjaranna, frá þvi þau voru bezt i ársbyrjun 1974 og til miðs árs 1975, nam 32%, og áhrif þeirra á viðskiptajöfnuð mögnuðust mjög við það, að úr útflutningi dró vegna piinnkandi eftirspurn- ar á erlendum markaði. Erlendir áhrifaþættir ullu miklu, en inn- lend framvinda átti einnig rikan þátt i að auka vanda jafnvægis- leysisins bæði inn á við og út á við. Hér má einkum benda á ófull- nægjandi stjórn peningamála og þann verðbólguhvata, sem staf- aði af hefðbundnum ráðstöfunum til að halda uppi tekjum i sjávar- útvegi. Uggvænlegast við núverandi ástand er hin öra verðbólga, sem nemur 50% á ári. 1 siðustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar var dregið i efa, að skipulag efnahags- og fjármálastjórnar fengi við svo öra verðbólgu ráðið og þær alvarlegu félagslegu og efnahagslegu afleiðingar, sem hún gæti haft. Framvindan á liðnu ári bendir til, að ráð- stafanirnar hafi ekki komið að þvi haldi, sem þær gerðu á fyrri röskunarskeiðum, þegar verð- bólgan var til muna minni. Margskonar mikilvægar stefnu- ákvarðanir hafa verið teknar undangengna 18 mánuði til þess að hamla gegn verðbólgunni, nú siðast i júni og júli i ár. Meðal annars má nefna strangari höml- ur en áður á útlánaaukningu, frestun á greiðslu verðlagsbóta á laun i sex mánuði, hækkun óbeinna skatta og lækkun opin- berra útgjalda. En draga má i efa að jafnvel þótt vel takist til um framkvæmd þessara ráðstafana, að þær dugi til þess að leysa þann vanda, sem stjórnvöld eiga við að glima. Úrslitum ræður i þessu efni hver niðurstaðan verður i kjarasamningunum, sem gerðir verða i lok ársins. Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar um framvindu eftirspurnar, at- hafnasemi, verðbólgu og greiðslujafnaðar. Gerð er grein fyrir minnkandi eftirspurn 1975, orsökum verðbólguskrúfunnar og hallanum i utanrikisviðskiptum. 1 öðrum hluta skýrslunnar er svo vakin athygli á framkvæmd og áhrifum efnahagsstefnunnar. Að lokum er i þriðja kaflanum vikið stuttlega að horfunum á árinu 1976 og nokkrum stefnuatriðum i þvi sambandi. Horfur og aögerðir. Horfur 1976. Tiltækar upplýsingar um fram- vindu efnahagsmála benda til þess, að árið 1975 verði Islending- um erfitt. Búizt er við verulegri minnkun bæði eftirspurnar og framleiðslu, halli á viðskiptum við útlönd verður mikill, enda þótt hann ætti að minnka, og verðbólgan verður enn erfið við- fangs. Viðskiptakjör hafa enn versnað að mun, annað árið i röð. Þegar meta á horfurnar á árjnu 1976 virðist rikjandi hneigð i utan- rikisviðskiptum skipta mjög miklu máli. Innflutningur minnk- aði mikið á fyrri hluta ársins 1975, fyrst og fremst vegna minnkandi eftirspurnar innanlands. Inn- flutningsverð í dollurum hækkaði um 10% frá meðalverði árið 1974, og sýnist því innflutningsmagn hafa minnkað um 17% á fyrri hluta ársins 1975, og er það í sam- ræmi við spá opinberra aðila. Þar sem búizt er við, að innlend eftir- spurn haldist slök siðari hluta ársins og kunni jafnvel enn að minnka, er sennilegt, að spáin um 16 1/2% samdrátt innflutnings- mangs gangi eftir. Meginvandinn er fólginn i stöðu útflutningsins, sem hefir verið mun veikari en stjórnvöld höfðu gert sér vonir um. Langvarandi togaraverkfall um mitt ár dró úr fiskafla, og sömu áhrif höfðu afla- takmarkanir á sildveiðum i Norðursjó og markaðsbrestur fyrir frysta loðnu i Japan. Þetta voru meginforsendurnar fyrir lækkun fyrri framleiðsluspár úr 4% i 2% fyrir 1975. Birgðir fisk- afurða til útflutnings eru miklar og þvi veltur aukning útflutnings 1975 einkum á aukningu eftir- spurnar á heimsmarkaði á siðari hluta ársins, en hún er mjög óviss. Útflutningur minnkaði að magni á fyrstu fimm mánuðum ársins um nálægt 6% og útflutn- ingsVerðið var um 5% lægra en meðalverðið 1974. 1 spám frá i april var gert ráð fyrir 13 1/2% aukningu útflutnings, en fram- vindan á fyrra helmingi ársins veldur þvi, að þessi spá hefir nú verið lækkuð í 5 1/2%. Útflutning- ur fiskafurða hefir goldið minnk- andi eftirspurnar á heimsmark- aði, en þar á ofan hafa mörg riki beitt ýmiskonar verndaraðgerð- um fyrir eigin sjávarútveg, sem hafa valdið auknum erfiðleikum. Þar á meðal má nefna verulega aukna styrki til sjávarútvegs, hækkaða innflutningstolla á fisk- afurðum, innborgunarskyldu við sjávarafurðainnflutning, útflutn- ingsstyrki og beint löndunarbann. Með hliðsjón af þessu og fram- vindunni að undanförnu kann að teljast nokkur bjartsýni að spá 5 1/2% magnaukningu útflutnings. Af þessum sökum er óliklegt að viðskiptajöfnuðurinn 1975 batni eins mikið og gert er ráð fyrir i töflu 7. Horfur um innflutning á árinu 1976 hljóta að fara að verulegu leyti eftir þvi, hvernig tekst til um framkvæmd tekjustefnunnar, sem mörkuð var með hinum hóf- sömu kjarasamningum i júni sl. og mörkuð verður i desember. Gert er ráð fyrir, að ráðstöfunar- tekjur einstaklinga minnki veru- lega á siðari helmingi þessa árs, og ætti það að draga úr innflutn- ingseftirspurn fram á árið 1976. Ef gert er ráð fyrir, að kjara- samningar i desember verði hlið- stæðir samningunum, sem gerðir voru i júni i sumar, og haldið verði áfram að hamla gegn eftir- spurn, kann innflutningur 1976 að verða minni en 1975. Sé gert ráð fyrir að innflutningsverð hækki litið eitt meira I dollurum 1976 en 1975 er ekki ósennilegt, að verð- mæti innflutnings 1976 verði svip- að og 1975 eða litið eitt meira. Bú- izt er við, að eftirspurn á heims- markaði aukist á næsta ári og gæti þá orðið um að ræða umtals- verða aukningu á verðmæti út- flutnings Islendinga. Aukningar- innar kann að gæta i magni út- flutningsvara fyrst og fremst, en verð útflutningsvöru kynni að hækka likt og verð innfluttra vara, og þá héldust viðskiptakjör- in óbreytt. Verði um einhverja umtalsverða aukningu útflutn- ings að ræða, eins og gert er ráð fyrir, þá ætti viðskiptahallinn að minnka frá þvi, sem nú er. Miklu ræður einnig um fram- vindu efnahagsmálanna hvernig gengur að draga úr hinni öru verðbólgu, sem rikt hefur. Gert er ráð fyrir, að enn hægi á launa- hækkunum siðari hluta ársins 1975, en rauntekjur hafa minnkað verulega og þvi gæti svo farið að mikil áherzla verði lögð á að vinna það, sem tapazt hefur, upp i kjarasamningunum undir lok ársins. Verði sú raunin, og veru- legum kjarakröfum fáist fram gengt, yrði ekkert lát á þrýstingi til kostnaðarhækkana innan- lands. Slik framvinda gæti knúið stjórnvöld að nýju til verulegrar gengislækkunar, sem yki á vand- ann. Ákvarðanir um stuðning við sjávarútveginn og þrýstingur eftirspurnar og kostnaðarhækk- ana ræður mestu um, hvort unnt verður að komast hjá gengis- lækkun eða ekki. Verði aðstoð við útveginn i lágmarki, haldið fast við þá stefnu að hafa hemil á eftirspurn og tekjuaukningu hald- ið innan ramma verðhækkana, mætti draga verulega úr verð- hækkunum, sem að undanförnu hafa verið fast að 50%, i reynd mætti ná verðbólgunni niður um helming á næsta ári. En þetta verður ekki auðvelt verk og tekst ekki nema með óskoruðum stuðn- ingi atvinnurekenda og launþega. Niðurstaða næstu kjarasamn- inga ræður greinilega úrslitum um innlenda eftirspurn á árinu 1976. Veruleg minnkun rauntekna i ár hefir sennilega i för með sér, að litil breyting verður á neyzlu framan af næsta ári. Leiði kjara- samningarnir til óbreyttra raun- tekna yrði framhald á minnkun einkaneyzlu, sem þá hefði varað um það bil hálft annað ár. Gert er ráð fyrir, að samneyzla i ár verði óbreytt að raungildi frá árinu 1974. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1976 gefur til kynna, að sam- neyzluútgjöld verði svipuð og i ár. Opinber fjárfesting verður hins vegar mikil áfram, einkum orku- framkvæmdir. Fjármunamynd- un einkaaðila yrði sennilega slök áfram. Aukist einkaneyzla litið má búast við frekari samdrætti i fjárfestingu i iðnaði. Fjárfesting i ibúðarhúsnæði eykst varla svo um muni. Gangi þessar hug- myndir um hina ýmsu þætti inn- lendrar eftirspurnar að mestu eftir, ætti eftirspurn að haldast að mestu óbreytt á næsta ári, eða ef til vill að minnka litið eitt. Sú aukning útflutnings, sem getið var um hér á undan, kæmi fyrst fram i minnkun birgða en siðan i framleiðsluaukningu, svo fremi að afli leyfi. Á þessum forsendum mætti þvi vænta nokkurrar aukn- ingar vergrar þjóðarframleiðslu á næsta ári, ef til vill sem svaraði hálfri minnkuninni á yfirstand- andi ári. Efnahagsaðgeröir. Verðbólgan er án efa erfiðasti vandinn, sem islenzk stjórnvöld eiga i höggi við. Siðan i striðslok hefir verðbólgan verið meiri á Is- landi en i nokkru öðru aðildarriki OECD(en allt fram að hinum öra vexti verðbólgunnar upp i um 50%, sýnast ráðstafanir, sem beitt hefur verið til að hamla gegn afleiðingum verðbólgunnar, hafa gefizt tiltölulega vel. En hin öra aukning verðbólgunnar að undan- förnu ýtir undir efasemdir um, að slikar gagnráðstafanir kæmu að haldi, eins og áherzla var lögð á i skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar i fyrra. Reynslan á þvi ári, sem siðan er liðið, bend- ir til að þær hafi ekki nægt, og við- gangur verðbólgunnar hafi valdið alvarlegum erfiðleikum i efna- ^hagsstjórn, sem kunni að út- heimta stóraukna áherzlu á það markmið, að auka stöðugleika verðlagsins. Sennilega er erfiðara fyrir ís- lendinga en flestar aðrar þjóðir að meta sveiflur i ytri skilyrðum þjóðarbúsins, einmitt vegna mikilvægis utanrikisviðskipta og einhæfni útflutningsins. Af þeim ástæðum er einmitt nauðsynlegt, að gagnráðstafanir séu i senn kröftugar og sveigjanlegar. Eins og bent hefir verið á i fyrri skýrsl- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar um Island, sýnist brýn þörf á mjög bættri efnahags- stjórn ef takast á að draga varan- lega úr verðbólguhraðanum. Fyrst og fremst er þörf á að draga úr þeim miklu áhrifum, sem hinar stóru tekjusveiflur i sjávarútvegi hafa á hagvöxt og verðbólgu, en þar er að finna meginástæðu óstöðugleikans. Skyndileg tekjuaukning i þessum atvinnuvegi elur á kröfum um tekjuauka i öðrum atvinnuveg- um, sem ef til vill er enginn fótur fyrir. A hinn bóginn hafa hefð- bundnar ráðstafanir til viðhalds tekna i sjávarútvegi, þegar á bjátar, ýtt mjög undir verðbólg- una. Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins, sem stofnaður var i upphafi þessa áratugs til þess að jafna tekjusveiflur i sjávarút- vegi, var spor i rétta átt. En sjóðnum hefur verið beitt með þeim hætti, að áhrif hans urðu litil á uppgangsárunum 1971-74. Arið 1973 voru greiðslur i sjóðinn til dæmis of litlar til þess að koma i veg fyrir stóraukningu tekna i sjávarútvegi og þar af leiðandi kröfur um samsvarandi tekju- auka i öðrum atvinnugreinum. Miklar greiðslur úr sjóðnum á ár- inu 1975 hafa hins vegar unnið á móti áhrifum samdráttar eftir- spurnar og haft áhrif til að halda uppi atvinnu i útflutningsfram- leiðslunni. Brýn þörf virðist á verulegum umbótum á starfsemi sjóðsins — einkum til að auka sveiflujöfnunaráhrif hans — eða samsvarandi ráðstöfunum ann- ars staðar. Enda þótt verið geti, að nokkur andstaða kunni að vera gegn breytingum á starfsemi sjóðsins til sveiflujöfnunar, ætti sá félagsliegi og efnahagslegi ávinningur, sem leiddi af slikum ráðstöfunum að gefa fullt tilefni til að þær séu teknar til vandlegr- ar athugunar. Hinar miklu greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins að undanförnu gefa tilefni til að ætla, að nú sé tækifæri til endurskoðunar á mögulegu hlutverki sjóðsins á uppgangstimum. Annað brýnt verkefni er að gera stjórn fjármála og peninga- mála virkari en hún nú er. 1 pen- ingamálum má ætla, að beiting virkari vaxtastefnu en áður, hafi sennilega átt sinn þátt i að Seðla- bankanum hefir tekizt að halda aukningu útlána i nokkrum skefj- um. Sennilega hefir lánsfjáreftir- spurn minnkað að undanförnu, og ekki er enn séð, að komizt verði hjá örri útlánaaukningu, þegar innlend eftirspurn eykst að nýju. A þessu sviði er verulegur veik- leiki i þvi fólginn, að Seðlabank- inn getur ekki haft bein áhrif á starfsemi fjármálastofnana utan bankakerfisins, en á þetta var lögð rik áherzla i skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar i fyrra. A það var bent, að útlán þessarra stofnana áttu rikan þátt i hinum þunga eftirspurnar- þrýstingi 1973 og 1974. Ljóst er, að endurtekning á óhófsaukningu út- O íþróttir hömruðu þeir knöttinn i netið hjá Pave Latchford — Bob Latchford, Martin Dobson, Brian Hamilton, George Telfer og Garry Jones. Leikmenn Birmingham svöruðu tvisvar sinnum fyrir sig — Howard Kendall og Peter Withe —og lauk leiknum með öruggum sigri Mersey-liðsins, 5:2. Hitt Mersey-liðið — Liverpool — vann einnig stórsigur (4:0) á laugardaginn. „Rauði-herinn” heimsótti White Hart Lane, og áttiJimmy Case þar stórleik — var potturinn og pannan i örugg- um sigri Liverpool. Mörk liðsins skoruðu Kevin Keegan, Jimmy Case, Phil Neal og Steve Heigh- way. Manchester City vann góðan sigur (4:2) i leik gegn Coventry á Maine Road — Alan Oakes, Peter Barnes, Tommy Booth og Denis Tueart skoruðu mörk City, en David Crossog Michael Ferguson skoruðu fyrir Coventry. Keith Weller var hetja Leicester, þegar liðið sigraði (1:0) Newcastle á Filbert Street. Úlfarnir töpuðu fyrir Middles- borough á Molienux — 1:2 — og útlitið er ekki gott hjá þeim. Ken Hibbitt skoraði fyrir Úlfana úr vitaspyrnu (1:0) en þeir Dave Armstrong og David Mills lána utan bankakerfisins yrði ákaflega óæskileg, þegar aftur fer að batna i ári. Eigi að beita ákveðinni stefnu i peningamálum sem virku tæki gegn verðbólgunni virðist óhjákvæmilegt að ná betri stjórn á þeim peningastofnunum, sem standa utan bankakerfisins. Fagna ber tilkynningu um, að leggja eigi samræmda lánsfjár- áætlun 1976 fyrir Alþingi. Með samþykki Alþingis gæti lánsfjár- áætlun orðið mikilvægur liður i efldri og bættri stjórn peninga- mála. Tvennt virðist mestu máli skipta um stjórn fjármála hins opinbera. Hið fyrra er stjórn út- gjalda hins opinbera. Umbæturn- ar, sem gerðar voru i október 1973, veittu rikisstjórninni aukið vald á opinberum fjármálum, en þrátt fyrir þær er við ýmsa erfið- leika að etja. Undangengin tvö ár hafa rikisútgjöld umfram fjárlög aukizt verulega, og koma þar fram áhrif aukinnar verðbólgu. Eins og tekið er fram hér á undan gerði rikisstjórnin ráðstafanir i júli i sumar til að draga úr aukn- ingu rikisútgjalda, og virðast þær ráðstafanir hafa verið nauðsyn- legar i aðhaldsskyni, en til lengri tima litið virðist þörf á allsherjar endurmati rikjandi aðferða til þess að ná fullu valdi á útgjöldum hins opipbera. I öðru lagi yrði stjórn efnahagsmála öruggari ef samkomulag næðist um stað- greiðslukerfi tekjuskatta, eins og áður hefir verið bent á i þessum skýrslum. Auk lausnar verðbólguvandans þarf einnig að láta ráðstafanir til lækkunar viðskiptahallans við út- lönd sitja i fyrirrúmi. Þótt horfur séu á, að viðskiptahallinn 1976 verði minni en 1975, verður hall- inn eigi að siður mikill, ef til vill 5- 6% af vergri þjóðarframleiðslu. Gjaldeyrisstaðan er jafnframt af- ar veik og byrði vaxta og afborg- ana af skuldum er tiltölulega þung og fer vaxandi. Staðan út á við virðist þvi ekki veita neitt svigrúm til aukningar innlendrar eftirspurnar. Takist hins vegar að draga varanlega úr verðbólgunni og minnka viðskiptahallann ætti að vera auðveldara að tryggja fulla atvinnu. Þess ber að vænta, að unnt reynist að halda aftur af aukningu ráðstöfunartekna með ákveðinni tekjustefnu og hófleg- um kjarasamningum og hægja þannig á verðbólguvextinum, fremur en að enn risi ný verð- hækkunaralda. Þeir kjara- samningar, sem fyrir dyrum standa, virðast gefa dýrmætt tækifæri til að fylgja eftir umtals- verðri rénun á hækkun verðlags og launa að undanförnu. svöruðu fyrir ,,boro” og tryggðu Middlesborough-liðinu sigur. Arsenalleikmaðurinn Peter Storey var tekinn af leikvelli, þegar Arsenal heimsótti Stoke á Victoriu-leikvöllinn, þar sem Stoke sigraði — 2:1. Geoff Salmons og Jimmy Greenhoff skoruðu mörk Stoke, en George Armstrong skoraði mark Ar- senal. Aston Villa heldur áfram sigurgöngu sinni á Villa Park i Birmingham. Norwich var fórnarlamb Villa-liðsins á laugar- daginn. Ray Graydon og John Deekon (2) skoruðu mörk Villa, en þeir Martin Peters og Ted MacDougall skoruðu fyrir Norwich. 27. þús. áhorfendur voru á Port- man Road, þegar Ipswich sigraði Leeds (2:1) — Michael Lambert og John Peddelty skoruðu mörk Ipswich, en Duncan McKenzie svaraði fyrir Leeds — rétt fyrir leikslok. Sunderland heldur sinu striki á Roker Park — sigraði (1:0) Ox- ford á laugardaginn, með marki frá Ian Portcrsfield. Jonny Giles, fyrrum leikmaður Leeds og nú- verandi leikmaður og fram- kvæmdastjóri W.B.A.-liðsins, var rekinn af leikvelli á laugar^ daginn, og West Bromwich Albion tapaði 1:2 gegn Luton i Hattaborginni. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.