Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT SEM ER HVENÆR SEAA ER "ipimiijnlW"; FLUGSTÖÐIN HF f Simar 27122-11422 J ^ 294. tbl. —Þriðjudagur 23. desember 1975—59. árgangur HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HFHÖRDUR0USBARSSOI SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Gsal-Reykjavik — Það er allt að róast, en við erum samt enn i við bragðsstöðu og þurfum eflaust að vera í þeirri stöðu næstu daga og jafnvel niánuði, sagði Jón Illuga- son, formaður almannavarnar- nefndar Skútustaðahrepps, er Timinn ræddi við hann I gær- kvöldi I Reynihlið. Gosið i Leirhnúk er nú að mestu hætt og jarðfræðingar lýsa þvl nú aðeins sem hvergosi. Jarðskjálft- ar á Norðausturlandi voru fáir og litt snarpir I gærdag utan hvað snarpur kippur fannst skömmu fyrir hádegið. Jón sagði að ekki mældist nema einn kippur á klukkutima i öxar- firði og Kelduhverfi eftir hádegið. Um upptök jaröskjálftanna sagði Jón, að þau væru úti i sjó á aust- Alþýðubankinn: Bankaráðið situr áfram BH—Reykjavik — „Banka- ráö Alþýðubankans situr að sjálfsögðu áfram. Við kær- um okkur sjálfir, og þaö er fyrir okkar tilstilli að öll þessi mál verða uppvfs. Við sitjum áfram og björgum bankanum yfir þessa erfið- leika. Það er eðlilegt verk- cfni bankaráðsins, þegar svona er komið. Nei.-Seðla- bankinn getur ekki vikið bankaráðinu frá, og mér vit- anlega hefur það alls ekki komið til tals að bankaráðið léti af störfum." Þannig komst Hermann Guðmundsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans að orði við Timann i gær. Rikissaksóknari skrifaði i siðustu viku yfirsakadómara bréf með kröfu um rannsókn á þvi, hvort sjö tilteknir skuldunautar Alþýðubank- ans og bankastjórar hans hafi gerzt sekir um saknæmt atferli. Verður rannsóknin með sama hætti og rannsókn sú, sem áður er hafin og beinist að Guðna Þórðarsyni, Air Viking hf. og Ferðaskrif- stofunni Sunnu hf. Af ákæru- valdsins hálfu er þess kraf- izt, að rannsakað verði, hver hlutur bankaráðs Al- þýðubankans hf. kann að hafa verið i viðskiptum bak- ans og þessara aðila sem eru: Cudogler hf. og Hilmar Vilhjálmsson, Landsýn hf., Guðmundur Þengilsson, Breiðholt hf., Bakki hf. og Páll H. Pálsson, Hagkaup hf'., Toyota-umboðið og Páll Samúelsson. Framhald á 20. siðu. anverðum Oxarfirði og að sögn Eysteins Tryggvasonar jarðeðlis- fræðings á Rauðvisindastofnun bendir það til þess, að sprungu- sveimurinn sé mun lengri en menn hafi almennt haldið til 'þessa. — Það er verið að draga hér saman seglin, sagði Jón Illuga- son, bæði á stjórnstöðum al- mannavarna hér og i Reykjavik. Ætiunin er að hafa einungis bak- vakt i nótt. Almannavarnarnefnd Skútu- staðahrepps hélt fund i gær kl. 2 og að sögn Jóns er ekki ráðgerð- ur fundur i nefndinni, nema eitt- hvað sérstakt beri upp á. Jón sagði, að á fundinum i gær hefði verið ákveðið að leggja niður stöðuga gæzlu á stjórnstöðinni i Reynihlið. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur kom á fundinn og skýrði nefndarmönnum frá at- hugunum sinum á sprungum og gleikkun þeirra siðustu dægur, sem hann hefur unnið að ásamt. Karli Grönwald, — jarðfræðingi. Almannavarnarnefnd Skiltu- staðahrepps hefur að sögn Jóns, verið að huga að frekari undir- búningi um skipulag á hugsanleg- um flutningi á fólki og fénaði, ef að til kæmi. — Við höfum núna mann i Reynihlið sem les á jarðskjálfta- mælana og staðsetjum siðan skjálftana um leið og upplýsingar berast frá honum, sagði Páll Einarssoná Raunvisindastofnun i samtali við Timann i gær. Páll sagði að þeir hefðu ekki getað staðfest upptök neinna jarðskjálfta i hánd við Þeysta- reykjabungu, og kvaðst álita að upptök skjálftanna hefðu verið nokkru norðar, i Kelduhverfi og Öxarfirði. — Við munum verða varir við það, ef gigar fara að opnast um leið og það gerist, og jafnvel með nokkrum fyrirvara, sagði Páll, og nefndi að það væri í fyrsta sinn sem þeim væri þetta kleift. Sagði hann, að það væri fyrir tilstilli jarðskjálftamæla sem settir hefðu verið upp á Norður- og Norðausturlandi, en þeir munu vera tiu. 1 snörpustu jarðskjálftunum, sem urðu i öxarfirði i gærmorg- un, skömmu fyrir hádegi, laskað- istnokkuð hús á Núpi pg einnig er y 0 ™ ^ 0 ^t^i kunnugt um verulegar skemmdir á einu húsi i Reykjahliðarhverfi. Ekki er Timanum kunnugt um aðrar meiri háttar skemmdir nyrðra af völdum þessara jarð- hræringa. Allt bendir til annars goss • Sprengigos ólíklegt • Hafði spáð gosi fró í október Talsvert landsig á nokkrum stöðum SJÁ FRÉTTIR OG MYNDIR * 6 og 7 dagyr tli Jóla \ þessari mynd má groini- lega sjá latulsig. sem oiðið hefur i Keldiihverfi. Sprung- una iná gieina i snjóniiiii að veginuni, seni áður var jafn- sléttur. þar sem billinn er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.