Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. desember 1975. TÍMINN 9 Hvorki mér né Örlygi Hálfdanar- syni að kenna ÖRLYGUR HÁLFDANARSON skrifar grein i Timann laugar- daginn 20. des. siðastliðinn, þar sem hann kvartar — og það mjög að vonum — um meinlega villu, sem orðið hefur i frétt er ég skrif- aði um nýjan samning bókaútgef- enda og rithöfunda. örlygur tekur að visu mjög drengilega á mál- inu, eins og hans var von og visa, og segir:: „Það er fjarri mér að státa af of skýrri framsetningu, og þvi er þessa villu án efa að rekja til min, en ekki blaða- mannsins sem fundinn sótti, en hvorum sem um er að kenna. . .” o.s.frv. (Leturbr. min. VS.) Aldrei hef ég reynt góðkunn- ingja minn, örlyg Hálfdanarson að þokukenndri og þvoglulegri framsetningu, og sjálfur þykist ég ekki hafa haft teljandi baga af óljósri eftirtekt hingað til, (þótt öllum geti förlazt með aldrinum!) Ég hygg þvi, að villan sé hvorug- um okkar að kenna. Hér get ég að visu ekkert sann- að.en ég sé, að á fundinum hef ég hripað þessi orð mér til minnis: „Örlygur sagði, að nauðsynlegt væri, að bækur sætu við sama borð og blöð hvað varðar sölu- skattinn...” o.s.frv. Það er að segja: að þær nytu að minnsta kosti ekki lakari kjara frá rikis- valdsins hálfu en blöð. Þetta hélt ég að væri nægilega ljóst orðalag, og þannig tel ég mig hafa skrifað fréttina, þótt siðar yrði úr henni sú endileysa, „að bækur sætu við sama borð og dagblöð”. En reyndar sýnir framhald máls- greinarinnar, þar sem segir, að bókaútgefendur hafi „lengi verið óánægðir með” söluskattinn, að mér var fullkomlega ljós merk- ingin i orðum örlygs, þótt ég reyndi að draga þau saman i sem skemmst mál. Ef örlygur Hálf- danarson, sem er snjall bóka- gerðarmaður,'les frétt mina, 19. des. vandlega, mun hann sjá, að i átjándu linu að ofan, þar sem villan er, er lengra bil á milli orða en eðlilegt er. Þarna hefur þvi eitthvert slys hent, og einhver eða einhverjir hafa þurft að endur- skoða linuna, og útkoman orðið þessi. Slikt getur vitanlega oft hent. Hvað varðar kvörtun örlygs um „siðborna” frétt i Timanum vil ég taka skýrt fram, að þar er áreiðanlega ekki þvi um að kenna, að Timinn hafi neina and- úð á bókaútgefendum eða rithöf- undum, heldur ofur einfaldlega þeirri þröng, sem jafnan verður i dagblöðum á þessum tima árs. Ég skrifaði fréttina og sendi hana frá mér sama daginn og blaða- mannafundurinn, sem hér um ræðir, var haldinn, en hins vegar hef ég, meðal annars vegna veik- inda og dauðsfalls i fjölskyldú minni, haft um annað að hugsa þessa siðustu daga en að rexa i þvi, hvort greinarstúfur eftir mig birtist einum degi fyrr eða siðar i Timanum. Með vinsemdarkveðju til örlygs Hálfdanarsonar. Valgeir Sigurðsson. Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará: „Eingelskir", sem „Islands veiði brjála" Mikið er til i landinu af göml- um þulum, og isumum þeirra er fjallað um efni, sem enn er á dagskrá, og það öðrum málum ofar. Ég kem hér á framfæri þulu, sem ég lærði á barnsaldri af konu, er hét Elin Jónsdóttir, fædd árið 1830. Elin lærði þul- una, þegar hún var barn, af gamalli konu. Þær hafa verið drjúgar að varðveita marga perluna, gömlu konurnar. Ekki vissi Elin um höfund þulunnar, en ekki er óliklegt, að hún sé tvö hundruð ára gömul eða jafnvel eldri. Meðal þess, sem f jallað er um i þulunni, er ágengni Eng- lendinga á fiskimiðunum: Það eru „Eingelskir”, sem „Islands veiði brjála”. Þessa aldalöngu ánauð á miðum okkar vilja þeir nú nota sem röksemd þvi til stuðnings, að þeir eigi einhvern rétt til þess að veiða fiskinn á miðum okkar. Ef að þú ferð út á sjó og aflamagnið vilt fá nóg, við nið, sem aðeins aldan bjó, ekki mátt þú rjála. Þegjandi ganga þorskarnir i ála. Miirg er lifsins mótgangsneyð og margur hleypur gönuskeið er hann tæla ópin leið út á veginn hála. Þegjandi ganga þorskarnir i ála. Rikisfóik með riksdalsmagt raupar af sinni miklu pragt, en okið er á auma lagt með ærsi er það vill skála. Þegjandi ganga þorskarnir I ála. Kaupmannsþjóð með klæði fin körlum selur brennivin, scm aumra manna eykur pin og eyðir snauðra mála. Þegjandi ganga þorskarnir I ála. Oft þótt vinið ylji blóð og ýmsum þyki að skemmtan góð' ei þess neyta islands fljóð utan fordæmd gála. Þegjandi ganga þorskarnir i ála. Eingelskir — svo er mér sagt — efla sina fiskijagt, v öllum er þeim upp á lagt islands veiði að brjála. Þegjandi ganga þorskarnir i ála. Margir út um allan heim af aumra brauði taka seim, eflaust verða erfið þeim öflin vitisbála. Þegjandi ganga þorskarnir I ála. Vernda Kristur land og lýð léttu hverja raunahrið er ágirndin með allt sitt nið íslands þjóð vill sála. Þegjandi ganga þorskarnir i áia. HVAÐ HARMAN/KARDON og JBL? Harman/Kardon og JBL (James B. Lansing Sound, Inc.) eru STÓRU NÖFNIN sem stúdió-sérfræðingarnir þekkja, og allir vilja eignast harman/kordon 430 l«ln pOWHKBd fm 00 90 82 ÍM a f.4 00 fO m »> kií' w w m 40 60 «> ro 80 00 *vo 00 >00 i<0 I4ð S«: : X f : I 3 0 • « 0 O O O 0 o 7—' 1 V0>.X1V- UtOCItOO f.loieo : S ára ábyrgð FAST AÐEINS I KARNABÆ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.