Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 23. desember 1975. iiiliiH I'Hll'll II fl s iik Stjarnan með minmmáttarkenndina Þegar John Lennon kom inn á skrifstofu plötuútgefanda sins i London áriö 1967, hitti hann þar fyrir feitlaginn tvitugan pilt, sérlega nærsýnan. Þessi piltur var aöstoðarmaður á skrifstof- unni og hét Reginald Kennet Dwight, en hann hafði lengi dreymt um að geta unnið fyrir sér með tónlistarflutningi og öðru álika. Hann hafði lært að spila á pianó, þegar hann var fjögurra ára gamall, og hafði einnig gengið i Tónlistar- akademiuna, frá þvi hann var ellefu ára. Þegar hann hafði tima til lék hann i heldur lélegri hljómsveit og kallaði sig þar Elton John. Það liðu átta ár þar til John Lennon fékk heiðurinn af þvi að koma Elton John á framfæri og þá fyrir framan 20 þúsund áhorfendur og áheyr- endur i New York. Elton John, sem er stórstirni áttunda ára- tugsins vinnur sér nú inn um einn milljarð á ári, að þvi er segir i erlendum blöðum. Hann á lika þrjá Rolls-Royce bila, tvö stórhýsi, flugvél, sem i er meira að segja svefnherbergi. Auk þess á hann bar og kvikmynda- húsog plötuútgæafufyrirtæki. — Þegar ég var 21 árs vissi ég ekki hvað lifið hafði upp á að bjóða, en ég nýt lifsins þeim mun betur nú. Ég var með minnimáttarkennd og hræddur við stúlkur, og ofan á allt þetta bættistsvo, að ég var allt of feitur. Ég fór i megrunar- kúr. Faðir minn, sem leit mjög stórt á sig, vildi aldrei leyfa mér að hlusta á rokktónlist, eða neitt þvi um likt. En svo gerðist það, að Elton John reyndi að svipta sig lifi, eftir eitt misheppnað ástarævintýri. Hann skrúfaði frá gasinu i ibúð sinni, en sem betur fór gleymdi hann að loka glugganum, áður en hann lagðíst fyrir.svo að sjálfsmorðstilraun- in mistókst. Hér sjáið þið þessa miklu stjörnu við pianóið. Onnur mynd er einnig af hon- um, þar sem hann sýnir okkur klæöasafn sitt. Hannsegist hafa ótrúlega mikinn áhuga á fötum og safnar sérstaklega skóm, sem hann fær aldrei nógu mikið af. ★ Nýting sjávar- gróðurs Til gróðurrikis sjávar teljast um 10 þúsund plöntur af ólikurn ættum. Hið frjóa lag i hafinu er einnig mörg hundruð sinnum þykkara heldur en á þurrlendi. A einum hektara neðansjávar ,,engis” éru til dæmis upp undir 15 tonn af gróðri. 1 Sovétrikjun- um leggja menn sig nú mjög fram um að finna aðferðir til nýtingar sjávargróðurs. Er unnið að byggingu stærstu verk- smiðju Sovétrikjanna til vinnslu sjávargróðurs i Arkangelsk. A „plantekrum” i nærliggjandi höfum munu sérstök skip uppskera hinn ýmsa sjávargróður, sem þar er að finna. Þörungarverða notaðir i ýmsa framleiðslu, m.a. til lyfja- gerðar og i næringarefnaiðnað- inum. Ilton John i enorma HÍW ’v r, r J I "Í^ \ ]'*1 < ií ' 44h*T :fÍT ;i 1 | I O . j. 1 k ) VJ ' # T ■ Ég er algjörlega á móti vald- beitingu, en hætti maðurinn þinn ekki þessum látum, þá.... DENNI DÆMALAUSI Er þctta i dótabúðinni? Má ég fá aö tala viö jólasveininn ykkar. Hann baö mig aö hringja, ef mér dytti eitthvað fleira i hug, sem ég vildi fá i jólagjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.