Tíminn - 24.12.1975, Síða 9
Miðvikudagur 24. desember 1975.
TÍMINN
9
sleppi að koma aflanum
óskemmdum á markað — eða i
pottinn.
Rækjan við ströndina er einn
bezti nytjafiskurinn. Hún er mjög
stór og góð. Hana höfum við aðal-
lega selt til hvita fólksins, sem
starfar þarna á vegum Sþ og
ýmissa annarra alþjóðastofnana.
Nú er í gangi ný áætlun i sam-
bandi við fiskveiðarnar. Geta
fiskimennirnir þá fengið ný
veiðarfæri keypt með afborgun-
um og greiða fyrir þau með fisk-
innleggi. Það er eins með mót-
töku aflans og verkun og sjálfa
veiðina, að allt er mjög frum-
stætt, og erfitt hefur reynzt að
koma aflanum á markað eftir að
hann er kominn að landi. Nú er
verið að reisa stóra byggingu á
vegum Sþ, þar verður hægt að
taka við fiski til þurrkunnar og i
kælingu. En engin aðstaða hefur
verið fyrir slíkt fram að þessu, og
dreifingarkerfi er ekki til. Niður-
suða þekkist ekki, og hefur rækja
aðeins verið veidd i mjög smáum
stilfram til þessa. Innfæddir hafa
litið veitt af henni eða nýtt og þvi
seljum við hana nær eingöngu til
hvita fólksins.
Selja rányrkju
i eigin landhelgi
— Talsverður fiskur Ivirðist
vera i Rauðahafinu, að niinnsta
kosti á vissum árstimum. Inn-
fæddir fiskuðu til að mynda
geysimikið i ágústmánuði s.l. á
sinn frumstæða hátt. En þeir urðu
að henda miklu af aflanurn, allt
að fimm tonnum á dag, þansem
ekki var hægt að koma fiskinum
óskemmdum á markað. 1
En þaðermargt, sem verður að
leggja meiri áherzlu á en tíetri
aflabrögð. Fyrst og fremst ein-
hvers konar fiskvinnsla og skipu-
legt markaðskerfi, og er nú urinið
að þvi að koma þvi upp. \
Enginn vafi er á að fiskveiðar I
Rauðahafinu eiga mikla framtið
fyrir sér. Þetta er algjörlega
óplægður akur. 1 Rauðahafið hef-
ur trolli verið kastað einstaka
sinnum og þá fengizt mjög góðpr
afli. t sumar var þarna 500 tonná
italskur skuttogari. Hafði hann
leyfi frá rikisstjórninni til veiða i
landhelginni. Voru greiddir 400
dollarar fyrir hvert tonn sem
hann veiddi. Fiskaði togarinn
ágætlega úti á dýpi syðst i Rauða-
hafinu, stóran og góðan fisk. Fékk
hann um tvö tonn á togtimann.
Siöan eyðilögðu ttalirnir allt fyrir
sér með þvi að fara að stunda
rækjuveiðar inni á örfárra faðma
dýpi, og þá var leyfið tekið af
þeim.
Um það leyti voru 9 aðilar búnir
að sækja um leyfi til veiða allt
upp i fjöru á tilteknum svæðum.
Voru það togaraútgerðir sem
sóttu um þau leyfi. Þeir, sem um
leyfin sóttu, voru frá ýmsum
þjóðum, bæði við Miðjarðar- og
Indlandshaf, svo og Sovétmenn.
Fyrir þrem árum stunduðu
hvorki meira né minna en 27
togarar frá Kuwait rækjuveiðar i
Rauðahafi. Nú fiska þeir allir i
Persaflóa og gera "það gott. Þeir
þurrkuðu rækjuna mikið til upp i
Rauðahafinu, eða á þeim svæðum
sem þeir veiddu, en hún er fljót að
vaxa i heita sjónum. Nú eru
rækjumiðin aftur að ná sér.
Heimamenn i Norður-Jemen tala
litið um sina landhelgi, en yfir-
völd vita náttúrlega að
rikið á sina landhelgi, og tel ég
Baldvin með fiskimönnum i þorpi á strönd Norður-Jemen
Við leiðbeiningastörf á Rauðahafi. Fremst á myndinni er Helena, dóttir Baldvins, en sjálfur stendur hann við trollið
1 ■■ i 1
'l X >
Trollpokinn tekinn um borð I stóra bátinn, sem minnzt er á i greininni.
Innihaldið er eingöngu smáfiskur.