Tíminn - 24.12.1975, Page 21
Miðvikudagur 24. desember 1975.
TlMINN
21
Rostungarmr oruggir í
sjónum, koma stundum
nærri mönnum, sem hafa
hægt um sig.
og gefa þá frá sér alls konar
dimmrödduð blásturshljóð og
urr og stundum jafnvel öskur.
Landmegin er mögulegt að
komast mjög nærri þeim áður
en þeir flýja til sjávar, en þegar
flótti brestur i liðið, renna
þeir sem næstir eru sjónum
eða eru á slútandi syllum, sér
ofán i, en þeir sem ofar eru,
velta sér á hliðina og láta sig
dettaá hvað sem er, alla leið til
sjávar. Þegar rostungarnir eru
aftur komnir i land, halda þeir
sig þar til næsta matmálstima,
með þeim afleiðingum að
ólýsanlegur ódaunn myndast.
Þó að rostungar eigi erfitt
með hreyfingar á þurru landi,
eru þeir léttir á sér, i sjónum og
fara þá gjarna i kappsund og
eltingarleik, svo að allt svæðið
er komið á hreyfingu. Þeir eru
lika forvitnir. Seu þeir öruggir i
vatninu og haldi maður kyrru
fyrir á landi eða i báti, koma
þeir mjög nærri til að kanna
málið.
Enginn af núverandi uglit er
eins stór og sá gamli á
Magdaleneyjum, en á Coats-
eyju, svo að dæmi sé tekið, geta
allt að 2.000 dýr troðið sér i einu.
Fjöldinn er breytilegur eftir
fæðuöfiunarmöguleikum og
veðurfari, þvi að þeim er illa
við sjávargang og álandsvind.
Þægileg matöflunarsvæði
ráða ferðum rostunganna. Aðal-
fæðan er skeljar og
hörpudiskar, sem þeir róta upp
úr forugurri botninum með vig-
tönnunum og stinnu skegg-
broddunum. Þegar þeir kafa,
halda þeir sér sennilega i
lóðréttri stððu með höfuðið
niður og beita vigtönnunum
fram og aftur og til hliðanna til
að losa um skeldýrin. Þótt
undarlegt sé, finnast
hörpudiskaskeljar varla
nokkurn tima i rótungamögum,
heldur bara sogpipurnar og
fæturnir, sem gefur til kynna,
að rostungarnir geti sogið þessa
mjúku hluta úr skelinni, eftir að
hafa brotið hana i mél með hin-
um sterku vigtönnum (þetta at-
ferli hefur sézt til rostunga i
dýragörðum) Einnig éta þeir
kuðunga, sæbjúgu, vissar
krabbategundir og sæorma.
Einstöku sinnum hafa fundizt
leifar af selspiki og selainnyfl-
um i rostungamögum, en senni-
lega hefur það komið úr hræj-
um, þó að vitað sé um
tilfelli, þar sem rostungar hafa
ráðizt á og étið litla seli.
Pörun á sér yfirleitt stað frá
janúar til marz. Rostungar
virðast kærulausir i makavali,
og ekki stofna til kvennabúra
undir stjórn eins sterks brimils
Mestan hluta árins halda
brimlarnir sig i friðsömum
hópum á isjökunum, en
urturnar og kóparnir halda sig i
öðrum hópum, og oft hittast
hóparnir ekki fyrr en þeir þurfa
að halda á land vegna isleysis.
Venjulega kæpa urtur á
tveggja ára fresti, en fyrir
kemur, að þrjú og jafnvel fjögur
ár liði á mi.lli. Aðal kæpingar-
timinn er um miðjan mai. Kóp-
urinn er á spena i a.m.k. eitt ár
og urtan gætir hans mjög vel,
kennir honum að synda og afla
sér fæðu, þar til hann er sjálf-
bjarga. Samband urtu og kóps
er mjög náið, og jafnvel
stálpaðir og sjálfbjarga kópar
halda sig i návist móður, sem
nær taki á þeim og kafar með
þá, ef hætta vofir yfir. Við
fæðingu er kópur tæp 4 fet á
lengd og vegur um 120 ensk
pund. A fyrsta ári vaxa bæði
kynin jafnhratt og verða u.þ.b.
5 fet á lengd og vega um 450
ensk pund. Þaðan i frá vaxa
kópar af karlkyni hraðar (full-
vaxin urta vegur um 1250 ensk
pund og er 8 1/2 fet á lengd, en
iullvaxinn b rimill er um 10 feta
langur og vegur um 2000 ensk
pund)
Vaxtarhraði vigtannanna,
sem koma út úr gómunum á
tveggja til þriggja mánaða
aldri, helzt i hendur við annan
vaxtarhraða. Framan af
lengjast tennurnar um u.þ.b.
einn þumlung á misseri, og að
lokum skaga tennur urtunnar
um 10 þumlunga út, en
brimlanna um 14 þumlunga.
Rostungarnir eru i miklum
metum hjá Eskimóum, sem
stunda rostungaveiðar aðallega
á vorin og snemmsumars, áður
en lagisinn brotnar. Óliklegt er
að allur aflinn sé fullnýttur.
Trúlega er u.þ.b. 65% kjötsins
nýtt til hundafæðu, en þar eð út-
flutningur á húðum og tönnum
er bannaður og snjósleðar eru
að koma i stað hundasleða, i
Kanada, a.m k. standa vonir til
að rostungar eigi friðvænlegri
íramtið.
Dánartala rostunganna af
náítúrulegum völdum er lág. i
Beringsundi ráðast hvalir á
rostunga, en á heimsskauta-
svæðum Kanda eru isbirnir
rostungum hættuiegastir. sér-
staklega urtum og kópum á
þurru landi. Sennilega stafar
þeim aðallega hætta frá
troðningnum á uglit. eða þeir
kremjast á milli isjaka.
Kringum 3.000 rostungar eru
á Southamptoneyjasvæðinu,
kópafjöldi er um 210 á misseri.
og meðalveiði 172 dýr. Meðal-
veiðiafli i Kanda á ári er 1.000
dýr og i Grænlandi 400, en auk
þessa verður að gera ráð fyrir.
að um 400 dvr. særð eða dauð.
sökkvi. Athuganirúr lofti benda
til, að sennilega seú a.m.k.
25.000 rostungar i Norður-Kan-
ada og Grænlandi. og þar af eru
stórir hópar á svæðum
óaðgengilegum mönnum i
norðanverðri Foxe Basin og á
heimskautasvæðiseyjum. Vonir
standa þvi til. að rostungurinn
haldi velli i riki dýranna.
Rostungar (Odobenus rosmarus) á eyju I Hudsonsflóa. Til að
komast upp úr vatninu beita þcir tönnunum viö að ná taki á kletti
eða jaka, þar til þeir geta komið framhreifunum við.